Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Síða 38
dráttarvél við bindingu. f mælingum sumarið 1992 reyndist það nema 5,0-5,5 kW (Gísli
Sverrisson 1993). Þarf því að gera ráð fyrir nokkrum viðauka í eldsneytiskostnaði vegna
skurðarins. Af þessari tilraun svo og þeim, sem áður hafa verið gerðar á Hvanneyri með
skorið rúlluhey (Bjarni Guðmundsson 1993 og 1994), virðist ekki að vænta
endurgreiðslu fyrir viðbótarfjármagnið með betri þrifum og meiri afurðum sauðfjár nema
síður væri. Fram kom að skurður leiddi til heldur þéttari níllubagga; meðaltölumar voru
290 kg þe. í böggum með óskomu heyi en 302 kg þe. af skomu heyi (sjá 2. töflu) en
minnt skal á að munurinn reyndist aðeins marktækur í einni tilraun af þremur.
Hugsanlega gætu því orðið allt að 4% færri baggar af hektara, væri heyið skorið. Það
gæti sparað umbúðir og vinnu við bindingu. Setjum svo að það tvennt saman nemi i
plastkostnaðinum x 1,5 eins og hann er nú á bagga (375 x 1,5 = 560 kr.; 6-föld hjúpun). i
Ársnotkunin þarf þvf að vera á annað þúsund rúllubaggar á vél til þess að ábatinn dugi
fyrir útgjöldum vegna hnífabúnaðar. Aðrir kostir heyskurðarins kunna hins vegar að geta
lagt eitthvað af mörkum svo sem það að skorið rúlluhey sé viðráðanlegra í meðföram en
heilt. Þess varð þó ekki vart í tilrauninni sem hér hefur verið sagt frá.
Hvort skorið hey nýtist kúm og öðrum nautgripum betur en heilt nilluhey skal
ekkert fullyrt um. Það þarf að reyna með fóðrunartihaunum.
Fiskmjölsgjöfm sem reynd var f tilrauninni staðfesti eldri reynslu; fiskmjöhð gefið á
mánaðartíma fyrir fang bætti frjósemi ánna. Er raunar athyglisvert að aðeins 200 kg
fiskmjölsgjöf rétt fyrir fengitíð geti aukið frjósemi 100 áa um 20 fædd lömb. Heyið, sem
þá var gefið, var þó sæmilega orkuríkt (0,70 FE/kg þe.) og próteinauðugt (um 17% af
þe.). Virðist því mega greiða vel fyrir fiskmjölið til þessara nota.
5. ÞAKKIR
Öllum þeim starfsmönnum Bændaskólans á Hvanneyri og Bútæknideildar Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins sem unnu að þessari tilraun er þakkað framlagið. Sérstaklega
ber að nefna fjárhirðana á Hvanneyri veturinn 1992-1993, þá Jón E. Einarsson frá
Mófellsstaðakoti og Vagn H. Sigtryggsson frá Hriflu, sem einnig önnuðust mat á
rúlluheyinu, heysýnatöku og fóðurvigtun, Guðmundur Hallgrímsson ráðsmaður sá með
fjárhirðum um vigtun ánna og holdamat.
6. HEIMILDIR
Bjami Guðmundsson 1993. Áhrif forþurrkunar, heyskurðar og hjálparefna á verkun heys í
rúlluboggum. Ráðunautafundur 1993, bls. 222-231. j
Bjami Guðmundsson 1994. .Átirif forþurrkunar, heyskurðar og notkunar Kofa-safa á verkun heys í
níllubfiggum; Búvísindi, 8:115-125. j
Bútæknideild 1992. Búvélaprófun, nr. 627/1992. Rannsóknastofhun landbúnaðarins, 6 bls. »
Gísli Sverrisson 1993. Heyskurður, söxun og þjöppun í níllur. Ráðunautafundur 1993, bls. 215-
221.
Þóroddur Sveinsson 1994. Verkun heys 1 rúlluböggum. Ráðunautafundur 1994, bls. 220-228.
32