Fréttablaðið - 27.11.2020, Side 12
Heilbrigðistrygg
ingar munu halda
og lífeyrisgreiðslur munu
áfram berast.
Michael Nevin,
sendiherra Bret-
lands á Íslandi
Rúmlega 450 þúsund
hafa greinst með kóróna
veiruna í Þýskalandi í
nóvembermánuði.
20%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
VÖRUM Í VEFVERSLUN Á
SVÖRTUM FÖSTUDEGI
COVID-19 Staðfest COVID-19 tilfelli
á heimsvísu eru nú orðin f leiri en
60 milljón talsins. Þá hafa yfir 1,4
milljónir manna látist af völdum
sjúkdómsins. Um 42 milljónir hafa
sigrast á COVID-19 en um 17 millj-
ónir eru með virkt smit. Yfir hund-
rað þúsund þeirra sem eru með
virkt smit eru alvarlega veik.
Tilfellin eru f lest í Bandaríkj-
unum þar sem rúmlega 13 millj-
ónir manna hafa smitast, þar hafa
tæplega 270 þúsund manns látist
og gerð hafa verið yfir 186 milljón
COVID-19 próf. Á Indlandi hafa
verið staðfest yfir níu milljónir til-
fella og yfir 135 þúsund hafa látist
af völdum sjúkdómsins.
Útgöngubann hefur verið í gildi í
Bretlandi síðan í byrjun nóvember
en dauðsföll af völdum COVID-19
eru nú orðin f leiri en 56 þúsund
talsins í landinu. Þá eru staðfest til-
felli í Bretlandi komin yfir 1,5 millj-
ónir. – bdj
Yfir 60 milljón
smit á heimsvísu
TYRKLAND Dómstóll í Tyrklandi
dæmdi í gær 337 fyrrverandi her-
flugmenn og aðra sakborninga í lífs-
tíðarfangelsi fyrir aðild að meintri
valdaránstilraun gegn forsetanum
Recep Tayyip Erdogan. Um 500
manns voru sakaðir um þátttöku í
valdaránstilrauninni sem hófst að
sögn tyrkneskra yfirvalda í herstöð
nálægt höfuðborginni Ankara.
Rúmlega 250 manns létust í
valdaránstilrauninni þegar her-
mennirnir sem um ræðir reyndu
að komast yfir vopn í von um að
geta gert atlögu að lykilstofnunum
í ríkisstjórn Erdogan. Þyngstu dóm-
arnir voru 79 lífstíðardómar fyrir að
leggja á ráðin um að drepa Erodgan.
Það á enn eftir að rétta yfir mörg
þúsund manneskjum fyrir aðild að
valdaránstilrauninni en tyrknesk
stjórnvöld hafa fullyrt að hún hafi
verið að undirlagi stuðningsmanna
útlæga klerksins Fethullah Gulen.
Gulen sem dvelur í Bandaríkjunum
hefur neitað að eiga aðild að valda-
ránstilrauninni. – kpt
Lífstíðarfangelsi
fyrir tilraun til
valdaráns
UTANRÍKISMÁL Fjöldi Breta sem
búsettir eru á Íslandi hefur leitað til
sendiráðsins undanfarnar vikur til
að spyrjast fyrir um hvernig staða
þeirra verði eftir fulla útgöngu Bret-
lands úr Evrópusambandinu um
áramótin. Þá lýkur hinu svokallaða
aðlögunartímabili.
Hefur sendiráðið sent skilaboð
og boðið fólki á fræðslufundi til
þess að skýra stöðuna. Breska rík-
isstjórnin hefur einnig sent bréf til
365 þúsund Breta í öllum Evrópu-
sambands- og EFTA-löndum vegna
lífeyrisréttinda.
Bretar bíða með öndina í háls-
inum yfir því mexíkóska þrátef li
sem ríkir milli ríkisstjórnar Boris
Johnson og samninganefndar
Evrópusambandsins, með Michel
Barnier í fararbroddi. Óttast margir
að Bretland fari samningslaust inn
í nýja árið.
Michael Nevin, sendiherra Bret-
lands á Íslandi, segir að þeir Bretar
sem búsettir eru hér á landi fyrir 31.
desember geti verið rólegir og að
samningarnir muni ekki hafa áhrif
á stöðu þeirra.
„Skilaboð ríkisstjórnarinnar eru
að Bretar noti síðustu vikur aðlög-
unartímabilsins til að undirbúa sig
undir breytinguna,“ segir Nevin.
„Fólk þarf að ganga úr skugga
um að það sé skráð hjá Þjóðskrá
og með kennitölu. Ef svo er mun
breytingin ekki hafa teljandi áhrif
á líf þeirra.“
Með samningnum sem undirrit-
aður var á milli Íslands og Bretlands
í janúar eru réttindi fólks tryggð
sem býr hér fyrir 31. desember.
Gildir það einnig fyrir Íslendinga
sem búa í Bretlandi. „Fólk getur
haldið áfram að vinna hér og læra,“
segir Nevin. „Heilbrigðistryggingar
munu halda og lífeyrisgreiðslur
munu áfram berast.“
Segir Nevin fólk sem leiti til
sendiráðsins spyrja um ýmsa hluti,
til að mynda um heilbrigðisþjón-
ustu og ökuskírteini. Sendiráðið
leitist við að svara, bendi fólki á
kynningarefni (Living in Iceland)
og haldi sérstaka fræðsluviðburði
(BritIce) um breytinguna. „Ég held
að flestir átti sig á breytingunni en
eftir því sem við nálgumst dagsetn-
inguna fá f leiri áhuga á þessu. Þess
vegna búumst við við því að fólk
muni leita í auknum mæli til okkar
út árið,“ segir hann.
Breska ríkisstjórnin hefur lagt
ríka áherslu á að útgangan hafi sem
minnst áhrif á daglegt líf þegna
sinna erlendis. Síðan 2017 hafa verið
haldnir rúmlega 850 kynningarvið-
burðir, bæði í viðkomandi löndum
og á netinu.
Þá hefur stjórnin varið 3 millj-
ónum punda, eða rúmum hálfum
milljarði króna, til að styrkja góð-
gerðar- og sjálf boðaliðasamtök
til að aðstoða Breta við að tryggja
stöðu sína í viðkomandi löndum,
svo sem fatlaða, eldri borgara og þá
sem búa á afskekktum svæðum.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Helst spurt um ökuskírteinin
og heilbrigðistryggingarnar
Sendiherra Bretlands á Íslandi hvetur Breta hér á landi til að skrá sig hjá Þjóðskrá og fá kennitölu. Þá ætti
útganga Bretlands úr Evrópusambandinu ekki að hafa teljandi áhrif á líf þeirra. Álag á sendiráðið hefur
aukist upp á síðkastið. Hefur sendiráðið því gripið til þess ráðs að halda fræðslufundi og kynningar.
Brexitklukkan tifar og fleiri og fleiri Bretar leita til sendiráðsins á Íslandi eftir svörum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hermaður leiddur fyrir dómstóla í
Tyrklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
ÞÝSKALAND Ef miðað er við niður-
stöður úr skimunum síðustu daga í
Þýskalandi má búast við að Þýska-
land verði í dag tólfta þjóðin á
heimsvísu og sjötta Evrópuþjóðin
með milljón staðfest tilfelli af
kórónaveirunni. Þær fregnir koma
rúmum sólarhring eftir að þýsk
stjórnvöld framlengdu samkomu-
takmarkanir til 20. desember í
von um að hægja á útbreiðslunni.
Ákvörðunin var tekin sama dag og
nýtt met var sett í dauðsföllum af
völdum COVID-19 á einum degi í
Þýskalandi þegar 416 létust.
Í byrjun nóvember síðastliðins
settu stjórnvöld í Þýskalandi nýjar
reglur á landsvísu þar sem ákveðið
var að loka veitinga- og skemmti-
stöðum ásamt kvikmyndahúsum
og líkamsræktarstöðvum. Aðeins
tíu máttu koma saman hverju sinni
nema í atvinnumannaíþróttum
sem fengu undanþágu frá reglu-
gerðinni. Þær aðgerðir virðast ekki
hafa skilað tilætluðum árangri því
til þessa hafa rúmlega 450 þúsund
manns greinst með kórónaveiruna
í nóvembermánuði. Líklegt er að sú
tala nái yfir hálfa milljón fyrir lok
mánaðar og verður því rúmlega
helmingur kórónaveirusmitaðra í
Þýskalandi í nóvembermánuði. Til
samanburðar tók átta mánuði að ná
450 þúsund tilfellum frá því að það
fyrsta var staðfest í Þýskalandi um
miðjan febrúar.
Samkvæmt nýjum reglum þýskra
stjórnvalda verður aðeins fimm
manns heimilt að koma saman
hverju sinni en yfir jólatímann
mun sá fjöldi hækka í tíu manns
og eru börn undanskilin í þeirri
tölu. Þá sammæltust stjórnvöld um
að innleiða bann við skíðaferða-
lögum fram yfir áramótin þvert á
vilja ferðamálayfirvalda en talið er
að veiran hafi fyrst náð útbreiðslu
í Evrópu á skíðasvæði í Austurríki.
„Markmið okkar er og verður
að fækka nýsmiti til að auðvelda
heilbrigðisyfirvöldum að ná aftur
tökum á smitrakningu.“ – kpt
Boða hertar aðgerðir í Þýskalandi
Grímuklæddir borgarar bíða eftir
lest í Berlín. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
DANMÖRK Forsætisráðherra Dan-
merkur, Mette Frederiksen, heim-
sótti minkaræktanda sem missti
lífsviðurværi sitt á dögunum þegar
ríkisstjórn Danmerkur ákvað að
aflífa skyldi alla minka landsins.
Með þeirri ákvörðun var ljóst
að af lífa þyrfti um sautján millj-
ónir dýra eftir að nýtt af brigði af
kóróna veirunni fannst í minkum.
Rúmlega hundrað minkabú reynd-
ust vera með smitaða minka.
Pressan eykst á Frederiksen
þessa dagana og hefur stjórnarand-
staðan kallað eftir því að ríkisstjórn
hennar segi af sér eftir að í ljós kom
að ríkisstjórninni var óheimilt að
taka ákvörðun um að af lífa alla
minka í landinu. Búið er að leggja á
bann við minkarækt í Danmörku út
næsta ár en feldurinn af dönskum
minkum þykir eftirsóttur á heims-
vísu. Um sex þúsund manns vinna
við minkarækt í Danmörku sem
skilar landinu hátt í fimm millj-
örðum danskra króna á ári.
„Þarna eru afar færir minka-
ræktendur af annarri kynslóð en á
stuttum tíma er búið að þurrka lífs-
viðurværi þeirra út. Þetta er erfiður
tími fyrir þá og fyrir sjálfa mig líka,“
sagði Mette við danska fjölmiðla í
gær. – kpt
Mette Frederiksen heimsótti minkaræktanda
Frederiksen var í sóttvarnaklæðum
á meðan á heimsókninni stóð.
2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð