Fréttablaðið - 27.11.2020, Page 25

Fréttablaðið - 27.11.2020, Page 25
Guðmundur Steingrímsson Í DAG Vestur í Kísildal í Kaliforníu hafa nokkrir snjallir for-ritarar náð að hanna æði fullkomna gervigreind. Sam- kvæmt fréttaskýringu sem ég las í vikunni eru tölvunördar heimsins — og takið eftir því að orðið „nörd“ er ekki lengur notað til skaprauna eins og í gamla daga, heldur er fólk núorðið stolt af nördaskap sínum, sem er gott — en semsagt: Nördar heimsins eru að missa sig yfir þessari gervi- greind, og það skiljanlega. Nú er ég enginn sérfræðingur í þessum fræðum, en miðað við það sem ég las er hér um mikil tíðindi að ræða. Gervigreindarforritið heitir GPT-3. Gervigreindarmið- stöðin OpenAI hefur hannað fyrirbrigðið. Samkvæmt tíðindum getur GPT-3 gert alla skapaða hluti. Það yrkir ljóð, getur skrifað fyrir fólk tölvuforrit eftir beiðni, sett færslur á samfélagsmiðla, svarað heimspekilegum spurningum og staðið í allra handa daglegum sam- skiptum við fólk um hitt og þetta. Forritið lærir sjálft, sem þýðir að það skannar netið og nemur allt sem þar fer fram og byggir síðan „greind“ sína á þeim lærdómi. Allt er þetta gott og gilt og svo- sem hefur svona fyrirbæri verið í þróun í nokkurn tíma, en það sem er athyglisvert við þetta dæmi er hins þegar þetta: Sá hvimleiði galli er á GPT-3 að í samskiptum við manneskjur þykir forritið heldur dónalegt. Þess eru dæmi að fólk verði algjörlega miður sín. Tilhneigingar til rasisma eru allnokkrar. Nærgætni skortir. Greina má slíkan lygaþvætting og alls kyns fordóma í tungutaki forritsins, að fólk er jafnvel slegið á eftir. Forritarar klóra sér í kolli. Hverju sætir? Af hverju eru tölvan svona ókurteis? Jú, ástæðan er vitaskuld sú að hún byggir orðaval sitt á því sem hún hefur safnað saman af internetinu. Hún speglar því orðræðu mannkynsins. Ímyndið ykkur ef Siri eða Alexa, þessi ófullkomnu gervi- greindarforrit sem við tölum við þegar við tölum við tækin okkar, færu að taka upp á því að niðurlægja okkur með tilsvörum sínum á degi hverjum. Kannski fyndið til skamms tíma, en án efa þreytandi til lengdar. „Hey, Siri, hvað er klukkan?“ Svar: „Éttu skít.“ Kannski er hér visst ljóðrænt rétt- læti á ferðinni fyrir hið hatursfulla mannkyn. Talsmáti GPT-3 er auð- vitað mátulegur á okkur. Spegli er brugðið upp. Svona erum við þá almennt ömurleg. Spurningin í þeim kringumstæðum blasir við í framhaldinu: Er þetta eitthvað sem mikilvægt er að breyta? Er vandi jarðar aðallega samskipta- vandi? Hversu mikla orku skyldi mannkynið nota í skæting, fals og illdeilur á ársgrundvelli? Tími er verðmæti. Tími er orka. Hversu mikla orku nota Íslendingar í fingrabendingar og hnútuköst? Þegar einhver segir við einhvern á kommentakerfi netmiðla að viðkomandi eigi ekki skilið að lifa vegna skoðana sinna, hvað gerist við slík samskipti? Nú ætla ég að tala fyrir sjálfan mig. Mín reynsla er sú, að ef ég verð reiður út af dónaskap annarra í minn garð eða í garð minna nánustu, á netinu eða annars staðar, tekur það mig um það bil þrjá daga að jafna mig. Dónalega tölvan Í þessa þrjá daga er ég að tuldra mögulegan dónaskap á móti í einveru minni, f lyt langa reiði- lestra einn í bílnum — ímynda mér hvernig ég ætli að láta gerpið finna fyrir því — og svo tekur álíka mikla orku að birta ekki einhvern slíkan ófögnuð á móti — og það tekur á — og ég sperri andlitsvöðv- ana óeðlilega mikið í illsku minni og er almennt tens. Missi jafnvel svefn. Óhemjuorka fer í þetta. Hin leiðin er að koma sér upp skráp eða tileinka sér viðvarandi truntuskap í forvarnarskyni, en það þarfnast líka mikillar orku. Lykilatriðið er það, að skætingur annarra er tund- urskeyti inn í líf fólks. Ímyndið ykkur, svo ég noti tungutak sem kannski þarf að nota svo alvarleiki málsins sé viðurkenndur, hvað svona lagað þýðir fyrir framlegð á vinnumarkaði? Hversu mikill tími fer í vitleysu út af ókurteisi? Ég hallast að því að CPT-3 sé að sýna okkur að líklega sé þetta stærsta verkefni mannkyns: Að koma betur fram við hvert annað. Að sýna væntumþykju og skilning. Við þurfum bara ást, eins og Bítlarnir bentu á. Líklega náum við aldrei að minnka koltvísýring í andrúmsloftinu eða útrýma fátækt nema við gerum þetta fyrst. Sýnum að okkur sé ekki sama um náungann. Í öllu falli væri gaman ef mann- kynið, sem nú er orðið býsna samheldið í heimsfaraldrinum— faraldurinn hefur eiginlega breytt veröldinni í heimsþorp — myndi gera þetta að tilraun sinni til næstu ára. Að tala fallega hvert til annars, þó ekki væri nema bara til að sjá svo hvort CPT-3 breyti talsmáta sínum í kjöl- farið og fari að sýna almennilega mannasiði. FYRIR HREINAR OG FRÍSKAR TENNUR HUGSAÐU VEL UM TANNHEILSUNA S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23F Ö S T U D A G U R 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.