Fréttablaðið - 27.11.2020, Page 34

Fréttablaðið - 27.11.2020, Page 34
FÓTBOLTI Diego Armando Mara- dona gladdi fótboltaheiminn gríð- arlega mikið með snilli sinni innan vallar. Stjörnuljómi hans skein skærast frá 1986 til 1990.  Á þeim tíma leiddi hann Argent- ínu til sigurs á heimsmeistaramót- inu í Mexíkó árið 1986 og sankaði að sér titlum hjá Napoli eftir bikar- þurrð hjá félaginu. Þar á eftir fór að halla undan fæti á ferli hans og segja má að lág- punkturinn hafi verið þegar Mara- dona féll á lyfjaprófi á miðju heims- meistaramóti í Bandaríkjunum árið 1994. Þjálfaraferill Maradona var sveif lukenndur en hann f laug hæst þegar hann stýrði Argentínu á heimsmeistaramótinu í Suður- Afríku árið 2010. Utan vallar var líferni Maradona skrautlegt þar sem hann var bendl- aður við mafíuna í Napoli, dálæti hans á Che Guevara  og vinfengi hans við Fidel Castro mörkuðu líf hans. Eftir að hafa háð langa og harða baráttu við bakkus lét Maradona lífið sextugur að aldri á miðvikudagskvöldið síðastliðið. Fótboltaheimurinn syrgir þessa dagana einn sinn dáðasta son. – hó Ferill Maradona í máli og myndum Diego Armando Maradona er einn frægasti fótboltamaður sögunnar en hann var bæði frábær leikmaður inni á vellinum og vakti töluverða athygli alls staðar þar sem hann kom á viðburðum utan vallar. Maradona andaðist sextugur að aldri fyrr í þessari viku. Í átta liða úrslitum HM 1986 skoraði Maradona frábært mark eftir einleik í sigri á móti Englandi. Markið er eitt það eftirminnilegasta í sögunni. Maradona var í miklum metum hjá argentínska liðinu Boca Juniors en hann var heiðraður á heimavelli félagsins í tilefni af sextugsafmæli hans. Maradona var í guðatölu þegar hann lék með ítalska liðinu Napoli. Þegar hann lék þar varð liðið italskur meistari í fyrsta sinn í sögunni og alls tvisvar sinnum. Þá vann liðið einnig Evrópukeppni félagsliða með hann innanborðs. Tími Maradona hjá Barcelona var sveiflukenndur en hann náði ekki að upp- fylla þær miklu væntingar sem til hans voru gerðar hjá Katalóníufélaginu. Á heimsmeistaramótinu í Mexíkó árið 1986 lék Maradona stórkostlega. Hann skoraði fimm mörk og lagði upp fimm á því móti. Enginn leikmaður hefur komið að jafn mörgum mörkum í sögu keppninnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Frægasta mark Maradona var síðan þegar hann komst upp með að skora með „hendi guðs“ í leiknum gegn Eng- landi á Azteka-leikvanginum. Margir Englendingar eiga erfitt með að fyrirgefa Maradona þetta uppátæki hans. 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R32 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.