Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2020, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 27.11.2020, Qupperneq 34
FÓTBOLTI Diego Armando Mara- dona gladdi fótboltaheiminn gríð- arlega mikið með snilli sinni innan vallar. Stjörnuljómi hans skein skærast frá 1986 til 1990.  Á þeim tíma leiddi hann Argent- ínu til sigurs á heimsmeistaramót- inu í Mexíkó árið 1986 og sankaði að sér titlum hjá Napoli eftir bikar- þurrð hjá félaginu. Þar á eftir fór að halla undan fæti á ferli hans og segja má að lág- punkturinn hafi verið þegar Mara- dona féll á lyfjaprófi á miðju heims- meistaramóti í Bandaríkjunum árið 1994. Þjálfaraferill Maradona var sveif lukenndur en hann f laug hæst þegar hann stýrði Argentínu á heimsmeistaramótinu í Suður- Afríku árið 2010. Utan vallar var líferni Maradona skrautlegt þar sem hann var bendl- aður við mafíuna í Napoli, dálæti hans á Che Guevara  og vinfengi hans við Fidel Castro mörkuðu líf hans. Eftir að hafa háð langa og harða baráttu við bakkus lét Maradona lífið sextugur að aldri á miðvikudagskvöldið síðastliðið. Fótboltaheimurinn syrgir þessa dagana einn sinn dáðasta son. – hó Ferill Maradona í máli og myndum Diego Armando Maradona er einn frægasti fótboltamaður sögunnar en hann var bæði frábær leikmaður inni á vellinum og vakti töluverða athygli alls staðar þar sem hann kom á viðburðum utan vallar. Maradona andaðist sextugur að aldri fyrr í þessari viku. Í átta liða úrslitum HM 1986 skoraði Maradona frábært mark eftir einleik í sigri á móti Englandi. Markið er eitt það eftirminnilegasta í sögunni. Maradona var í miklum metum hjá argentínska liðinu Boca Juniors en hann var heiðraður á heimavelli félagsins í tilefni af sextugsafmæli hans. Maradona var í guðatölu þegar hann lék með ítalska liðinu Napoli. Þegar hann lék þar varð liðið italskur meistari í fyrsta sinn í sögunni og alls tvisvar sinnum. Þá vann liðið einnig Evrópukeppni félagsliða með hann innanborðs. Tími Maradona hjá Barcelona var sveiflukenndur en hann náði ekki að upp- fylla þær miklu væntingar sem til hans voru gerðar hjá Katalóníufélaginu. Á heimsmeistaramótinu í Mexíkó árið 1986 lék Maradona stórkostlega. Hann skoraði fimm mörk og lagði upp fimm á því móti. Enginn leikmaður hefur komið að jafn mörgum mörkum í sögu keppninnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Frægasta mark Maradona var síðan þegar hann komst upp með að skora með „hendi guðs“ í leiknum gegn Eng- landi á Azteka-leikvanginum. Margir Englendingar eiga erfitt með að fyrirgefa Maradona þetta uppátæki hans. 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R32 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.