Fréttablaðið - 27.11.2020, Page 36
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Arnheiður Dröfn Klausen
Strandgötu 21a, Eskifirði,
lést 24. nóvember á
hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði.
Útför hennar fer fram frá Eskifjarðarkirkju
30. nóvember kl. 14. Vegna aðstæðna geta aðeins nánustu
aðstandendur verið viðstaddir útförina. Athöfninni verður
streymt á slóðinni Facebook, Eskifjarðarkirkja.
Alrún Kristmannsdóttir Gísli Benediktsson
Herdís Kristmannsdóttir Páll S. Grétarsson
Guðrún Kristmannsdóttir Gungör Tamzok
Kristmann Kristmannsson Agnes Jóhannsdóttir
Þorgeir H. Kristmannsson Drífa Jóna Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Stella Minný Einarsdóttir
Skálarhlíð, Hlíðarvegi 45, Siglufirði,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri,
fimmtudaginn 19. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 28. nóvember kl. 14. Í ljósi aðstæðna verða
einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina.
Útförinni verður streymt í gegnum Facebook-hópinn
„Stella Minný Einarsdóttir - Útför“, (facebook.com/
groups/Stella Minný Einarsdóttir - Útför)
Páll Gunnlaugsson
Ólafur Þór Ólafsson Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir
Ásdís Vilborg Pálsdóttir Ástvaldur Jóhannesson
Ásgrímur Pálsson Kristjana G. Bergsteinsdóttir
Sigurjón Pálsson
Róbert Pálsson Elín Björg Gissurardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Jón Sigurður Eiríksson
Drangeyjarjarl,
lést á Heilbrigðisstofnun
Sauðárkróks þann 24. nóvember sl.
Eiríkur Jónsson
Sigurjón Jónsson
Viggó Jónsson
Sigmundur Jónsson
Alda Jónsdóttir
Sigfús Agnar Jónsson
Björn Sigurður Jónsson
Ásta Birna Jónsdóttir
Brynjólfur Þór Jónsson
Jón Kolbeinn Jónsson
og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Inga Hulda Eggertsdóttir
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
23. nóvember sl.
Útför hennar fer fram 7. desember að
viðstöddum nánustu ættingjum.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á Eir
sem annaðist hana síðustu árin.
Eggert Guðmundsson Vhian Golosino
Þorsteinn Guðmundsson
Sigurður Guðmundsson Herborg Þorgeirsdóttir
Erla Guðmundsdóttir Jón Guðmundsson
Guðmundur Lárus Guðmundsson
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Katla Vigdís Helgadóttir
lést á Landspítalanum Fossvogi,
laugardaginn 21. nóvember síðastliðinn.
Útför auglýst síðar.
Ólafur Bragi Ásgeirsson María Björk Traustadóttir
Ásgeir Þór Ásgeirsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Það er bannað að vinna lengur,“ segir Jón Gunnar Ottósson, forstöðumaður Nát t ú r u f r æ ði s t of nu n a r Íslands, um starfslokin sem fylgja sjötugsafmælinu í dag.
„Síðasti vinnudagur er reyndar á mánu-
daginn,“ heldur hann áfram. „Ég er bara
að undirbúa arftaka minn, Þorkel Lind-
berg Þórarinsson, sem hefur verið með
Náttúrustofu Norðausturlands á Húsa-
vík. Við þekkjumst vel.“
Viðtalið fer fram gegnum síma. Jón
Gunnar býr fyrir austan fjall, ásamt
konu sinni, Margréti Frímannsdóttur.
„Við seldum í Hrauntungunni í Kópa-
vogi í sumar og keyptum okkur hús á
Selfossi. Vorum aðeins að minnka við
okkur,“ segir hann.
Mikið flökkudýr
Jón Gunnar er doktor í náttúrufræði
og hefur veitt stofnunum innan þeirrar
fræðigreinar forstöðu í 30 ár eftir að hafa
starfað sem sérfræðingur hjá Rannsókn-
arstöð Skógræktarinnar á Mógilsá og
við kennslu bæði á framhaldsskólastigi
og í Háskóla Íslands. Hann segir náttúru
Íslands hafa heillað hann frá því hann
var krakki. „Ég var alltaf til sumardvalar
í Mývatssveitinni og hún hafði mikil
áhrif á mig,“ segir hann og upplýsir að
hann hafi verið á Laxabakka við Hellu-
vað. „Foreldrar mínir bjuggu í bænum en
ég var ýmist á Dalvík eða í Mývatnssveit,
var mikið flökkudýr.“
Hann þarf aðeins að hugsa sig um
þegar ég spyr hvað honum finnist standa
upp úr á ferlinum. „Aðallega það að hafa
byggt upp þessa Náttúrufræðistofnun
sem við vinnum í hér í Urriðaholtinu og
það sem stendur upp úr starfinu hér er
að upplýsingarnar sem við höfum um
íslenska náttúru, bæði á landi og fiski-
miðum, hafa aldrei verið betri en í dag.
Ég hef líka verið mikið í alþjóðlegu sam-
starfi og verið formaður náttúruverndar-
samtaka Evrópuríkja. Hef ferðast mjög
mikið.“
Hvar skyldi honum hafa þótt fegurst.
„Ég veit það ekki, hvert land hefur sín
sérkenni. Mér hefur alltaf líkað vel
við Miðjarðarhafið og svo eru norður-
hjarinn og Suðaustur-Asía heillandi
líka, allt hefur sinn sjarma.“ Hann
kveðst taka eftir miklum breytingum
á náttúrufari frá því hann hóf að skoða
heiminn og þykir þær yfirleitt ekki
til bóta. „Við eigum erfitt með að taka
upp skynsamleg vinnubrögð í náttúru-
verndarmálum,“ segir hann og telur
okkur Íslendinga dálítið aftarlega á
merinni í þeim efnum, miðað við mörg
erlend ríki sem við berum okkur saman
við á Vesturlöndum. „Ég vildi friða nátt-
úruna með skipulagðari hætti en gert
er. Við þurfum að vernda það sem er
verndar þurfi en ekki bara það sem er í
boði að vernda,“ segir hann. „Ég get tekið
sem dæmi svartfuglastofnana sem við
berum ábyrgð á. Mér finnst það þyrfti
að draga verulega úr veiðum á þeim.“
Hátíðahöld í hófi – í kófi
Eins og f leiri sem átt hafa merkisaf-
mæli á þessu ári verður Jón Gunnar að
stilla hátíðahöldum í hóf í dag. „Fyrir-
komulagið er bara þetta sígilda á tímum
COVID, nánasta fjölskylda sem verður
í sambandi,“ segir hann og viðurkennir
að það sé reyndar nokkuð stór hópur í
allt, börnin séu fimm og barnabörnin
níu. „Það eru allir á landinu núna, aldrei
þessu vant. Þetta er listafólk að stórum
hluta svo það getur unnið hvar sem er.“
gun@frettabladid.is
Vill vernda það sem þarf
Jón Gunnar Ottósson náttúrufræðingur er sjötugur í dag. Hann er opinber starfsmaður
og er því að breyta um lífsstíl en þarf fyrst að koma arftaka sínum inn í embætti.
Jón Gunnar segir náttúru Íslands hafa heillað hann frá því hann var krakki norður í Mývatnssveit. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Jón á svölum Evrópu, (Balcón de Eu-
ropa) í bænum Nerja á Spáni.
MYND/MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR
Upplýsingarnar sem við höfum
um íslenska náttúru, bæði á
landi og fiskimiðum, hafa aldrei
verið betri en í dag.
Merkisatburðir
1450 Langaréttarbót er gerð í Kaupmannahöfn af Krist-
jáni konungi 1. Tilgangur hennar er að koma á friði og
lögum á Íslandi. Þar er bann lagt við ribbaldaskap, ráns-
ferðum og gripdeildum, fjölmennum yfirreiðum valds-
manna og mönnum er bannað að halda „manndrápara,
biskupsdrápara, prestadrápara, kirknabrjóta og kirkna-
þjófa...“
1804 Trampe greifi verður amtmaður í Vesturamti.
1903 Selvík á Skaga verður löggiltur verslunarstaður.
1927 Ferðafélag Íslands er stofnað.
1950 Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík er stofnuð í kjölfar
Geysisslyssins.
1956 Vilhjálmur Einars-
son, 22 ára, setur Íslands-
met og Norðurlandamet
í þrístökki á Ólympíu-
leikunum í Melbourne í
Ástralíu er hann stekkur
16,25 metra. Jafnframt
er þetta Ólympíumet í
nokkrar mínútur, en endar
með silfurverðlaunum.
2000 Lengstu veggöng
heims, Lærdalsgöngin í
Noregi, 25,5 km að lengd,
eru opnuð.
2010 Kosningar til stjórnlagaþings fara fram á Íslandi.
2013 Bandaríska teiknimyndin Frosinn er frumsýnd.
2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R34 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT