Fréttablaðið - 27.11.2020, Page 38

Fréttablaðið - 27.11.2020, Page 38
Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Margrét Eir býr í fallegu húsi í ævintýralegu umhverfi í miðbæ Hafnarfjarðar, þar sem hún tekur á móti blaðamanni með rjúkandi kaffi og nýbökuðum smákökum. Hún býr með Jökli Jörgensen, hárgreiðslumeistara og tónlistarmanni, en þau hafa notað tímann vel í kóróna veiru­ faraldrinum. „Við erum saman í hljómsveitinni Thin Jim and the Castaways og erum tilbúin með nýja plötu, sem við höfum unnið að um langt skeið. Vegna COVID­ 19 ákváðum við þó að fresta útgáfu hennar fram á vorið, svo við getum fylgt henni almennilega eftir með tónleikahaldi. Lögin á plötunni eru undir áhrifum kántrítón­ listar, með sterkum textum, en við vorum í samstarfi við tónlistarfólk í Nashville við vinnslu hennar. Ég er afar ánægð með útkomuna en það er líka svo gaman að fara nýjar leiðir, endurnýja sig sem listamað­ ur og koma sjálfri sér á óvart,“ segir Margrét, en tvö lög af plötunni eru þegar komin í spilun. „Leaves still green kom út í október og í sumar kom út lagið Piltur og stúlka, sem við Björgvin Halldórsson syngjum saman,“ segir Margrét, en það samstarf vatt sannarlega upp á sig. „Björgvin hringdi í mig í haust, spurði hvað ég væri að gera þann 19. desember og bauð mér að syngja með sér á tónleikunum Jólagestir Björgvins. Tónleikunum verður streymt beint frá Borgarleikhúsinu í ár. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég kem fram á jólatónleikum Björgvins en svo skemmtilega vill til að þegar ég var þrettán, fjórtán ára var ég í kór Öldutúnsskóla og söng bakraddir á fyrstu plötunni með Jólagestum. Þetta á eftir að verða svakalega gaman,“ segir Margrét brosandi. Líkt og undanfarin ár ætlar hún að halda sína eigin jólatón­ leika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, ásamt tónlistarmönnunum og bræðrunum Daða og Berki Hrafni Birgissonum, þann 22. desember. „Við erum með nokkuð óvenjulega dagskrá og flytjum írska, skoska og breska tónlist. Við höfum unnið með þetta prógramm í fjögur, fimm ár. Við verðum með eins marga tónleikagesti og leyfilegt verður, og tónleikunum verður líka streymt,“ upplýsir hún. Lærdómsríkir mánuðir Þegar Margrét er spurð hvort kórónaveirufaraldurinn hafi haft mikil áhrif á líf hennar, segir hún hiklaust að svo sé. Flestöllum tónleikum var frestað eða þeir felldir niður og allt í einu var lítið sem ekkert að gera í söngnum, að hennar sögn. „Þetta hefur verið mjög lær­ dómsríkt tímabil, eins og senni­ lega hjá flestöllum. Þegar ég neyddist til að setjast niður og slaka á vegna samkomutakmark­ ana kom ýmislegt upp úr kafinu. Ég uppgötvaði að síðustu tuttugu árin hef ég verið undir gríðarlega miklu vinnuálagi og vart tekið mér frí. Ég hef því nýtt tímann til að vinda ofan af því og byrja núna hvern dag á jógaæfingum, áður en ég tek til við að sinna hinum ýmsu verkefnum. Þetta var bæði merkileg og kærkomin reynsla, og ekki síður lærdóms­ rík,“ segir Margrét, en líkt og hjá flestum listamönnum hafa tekjur hennar dregist verulega saman vegna heimsfaraldursins. „Það er búið að vera rólegt að gera frá því snemma í vor en á næstu vikum verður meira að gera í söngnum. Ég viðurkenni að það er dálítið erfitt að fara af stað aftur og því fylgir bæði kvíði og óöryggi, enda ekkert skrítið þegar maður hefur ekki komið fram og sungið í marga mánuði,“ segir Margrét. Kórinn syngur á Zoom Margrét hefur kennt söng við Tónlistarskóla FÍH um nokkurt skeið. „Öll kennslan hefur haldist í föstum skorðum í vetur og krakk­ arnir verið ótrúlega duglegir að mæta. Auðvitað erum við mjög varkár og gætum fyllstu sóttvarna. Við prófuðum að kenna í gegnum ZOOM en það er ekki alveg það sama,“ segir Margrét. Fyrir ári tók hún við starfi kórstjóra Kvennakórs Kópavogs og segir starfið skemmtilegt og fjölbreytt. „Í raun er þetta í fyrsta sinn sem ég er formlegur kórstjóri. Ég er þó ekki algjör nýgræðingur í að stjórna hópum því ég sá um söngleiki í Versló í tvö ár og þá kom ég mér upp góðu skipulagi sem hefur nýst vel í kófinu. Ég er með öll undirspil á tölvunni, söng allar raddir inn á band og deildi á Dropbox með kórfélögunum, sem gátu þá lært allar raddirnar. Í haust hittumst við af og til og fórum saman í gönguferðir til að auðga andann og núna erum við með Zoom­söngæfingu í hverri viku. Ég fæ oft leynigest til að lífga upp á æfingarnar. Í þessari viku vorum við í fyrsta sinn með svo­ kallaðan hybrid­fund, en þá komu níu í einu á hálftíma æfingu, síðan var allt sprittað og sótthreinsað og næstu níu komu og þannig gekk Margrét Eir segir að í kjölfar kórónaveiru­ faraldursins hafi öllu tón­ leikahaldi verið frestað og hún haft mun minna að gera en vanalega. Hún uppgötvaði að síðustu tuttugu árin hefur hún verið undir gríð­ arlega miklu vinnuálagi og vart tekið sér frí. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is þetta koll af kolli en alls eru 45 konur í kórnum. Þær voru allar svo glaðar að sjást, en í þessu ástandi finnur maður nýjar leiðir til að láta hlutina ganga,“ segir Margrét. Æfingar og undirbúningur fyrir jólatónleika kórsins eru í fullum gangi en ekki er enn ljóst hvort eða hvernig þeir fara fram. „Kannski verðum við með tónleika, kannski ekki. Ef til vill skiptum við okkur í hópa og syngjum fyrir utan hjúkrunarheimili til að láta gott af okkur leiða. Það kemur bara í ljós. Ég er ánægð og þakklát fyrir hvað kórfélagar hafa verið duglegir að mæta í vetur, þrátt fyrir allt. Svo vorum við með svakalegan pepp­ fund á Zoom um daginn. Stjórn kórsins tók sig þá til, keypti litlar freyðivínsflöskur og bollakökur og keyrði út til allra kórfélaga. Við klæddum okkur allar upp á, ég fór meira að segja í einn af Frostrósar­ kjólunum mínum, og við áttum saman góða stund í gegnum netið,“ segir Margrét brosandi. 30 ára söngafmæli 2021 Á næsta ári fagnar Margrét því að þrjátíu ár eru frá því að söngferill­ inn komst á f lug og hún varð lands­ þekkt söngkona. „Það er ótrúlegt, miðað við hvað ég er ung,“ segir hún og skellihlær. „Ég bar sigur úr býtum í Söng­ keppni framhaldsskólanna árið 1991. Í kjölfarið fór ég að syngja með hljómsveit og fljótlega var ég komin á kaf í sönginn. Ég ætlaði ekki að verða söngkona heldur var draumurinn að verða leikkona. Ég fór til Boston að læra leiklist og Musical Theater, og var við nám í fjögur ár og bætti síðar tveimur árum við. Ég hef sungið í fjöl­ mörgum söngleikjum, nú síðast í Mary Poppins og Vesalingunum. Stundum sakna ég þess að vinna í leikhúsi en það er sannarlega töfrandi heimur,“ segir Margrét. Næstu mánuðina ætlar hún að halda áfram að kenna söng og stjórna kórnum en gæta þess að vinna ekki of mikið. „Ég vil líka einbeita mér að því að syngja og sinna mínum söngferli. Ég hef lent í því að kenna of mikið og átti ekkert eftir fyrir sjálfa mig og það var ekki góður staður að vera á. Undanfarið hef ég lært að standa með sjálfri mér og ætla að vera duglegri við það. Ég er orðin 48 ára og ætla að syngja í fjörutíu ár í við­ bót,“ segir söngdívan Margrét Eir að lokum. Framhald af forsíðu ➛ Undanfarið hef ég lært að standa með sjálfri mér og ætla að vera duglegri við það. Ég er orðin 48 ára og ætla að syngja í fjörutíu ár í viðbót. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.