Fréttablaðið - 27.11.2020, Síða 42

Fréttablaðið - 27.11.2020, Síða 42
Hjá mér er alltaf í forgangi að finna bestu gjöfina fyrir hvern og einn af mínum nán- ustu. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Caroline er upprunalega frá Frakklandi en flutti til Íslands fyrir tveimur og hálfu ári ásamt fjölskyldu sinni. Hún segir að afsláttardagar eins og Black Friday hafi ratað til Frakk- lands og verði sífellt fyrirferðar- meiri þar í landi. „Deginum þar í ár hefur meira að segja verið frestað þar af því að þar er útgöngubann og verslanir lokaðar,“ segir hún. Caroline segist sjálf ekki fylgjast sérstaklega með afsláttardögum eða bíða eftir þeim þegar hún kaupir jólagjafir. „Hjá mér er alltaf í forgangi að finna bestu gjöfina fyrir hvern og einn af mínum nánustu. Ég gef ekki margar gjafir. Bara eina á mann og ég hugsa frekar um gæðin en verðið. Auðvitað tek ég líka eftir verðinu svo ég sé ekki að sóa peningum, en mér er oft sama þó ég borgi meira ef gjöfin hentar fullkomlega.“ Í Frakklandi byrjar fólk yfirleitt ekkert að hugsa um jólin fyrr en í desember að sögn Caroline og hún er ekki byrjuð að kaupa jólagjafir eða undirbúa jólin enn þá. „Við kaupum yfirleitt gjafir og skreytum húsið okkar og jólatréð nokkrum vikum fyrir jól en ekki svona mikið eins og á Íslandi. Ég er þess vegna hissa á þessari íslensku venju að byrja að undirbúa jólin snemma í nóvember. En ég verð að viðurkenna að þetta er mjög glaðleg og skemmtileg hefð.“ Verslum í heimabyggð til að styðja við litlu fyrirtækin Aðspurð hvort hún hafi eitthvað breytt kauphegðun sinni á þessum óvenjulegu tímum sem við erum öll að ganga í gegnum, svarar Caroline að henni finnist sér- staklega mikilvægt að versla við lítil fyrirtæki sem mörg berjast í bökkum núna. „Mér finnst að við ættum að versla minna á netinu og reyna að versla meira í heimabyggð til að styðja litlu fyrirtækin eins vel og við mögulega getum. Þannig að á þessu ári ætla ég að gera mitt besta til að kaupa hluti framleidda á Íslandi, eins og lopapeysur, skart- gripi og snyrtivörur.“ Caroline segir að bestu kaupin sem hún hafi gert á Íslandi hafi verið í sumar þegar fjölmörg góð tilboð voru á gistingu. „Við vorum svo heppin að geta gist á fallegum stöðum fyrir lítinn pening, stöðum sem við hefðum venjulega ekki haft efni á að gista á. Til dæmis á Panorama Glass Lodge rétt hjá Hellu, sem er mjög góður staður að gista á.“ Caroline, sem rekur hönnunar- stúdíóið Bonjour, hefur tekið eftir því í gegnum sína eigin viðskipta- vini að fólk er orðið meðvitaðra um að skapa gott andrúmsloft heima hjá sér nú þegar margir vinna heima. „Fólk er að óska meira eftir litum og vill síður hafa allt svart- hvítt. Ég held að það að vinna heima hjálpi fólki að átta sig á því að smá breytingar heima geta aukið mjög á þægindi og hamingju. Ég hef selt mikið af þægilegum sófum og fólk óskar meira eftir ullarteppum, litríku veggfóðri og alls kyns ljósum og kertum en áður. Það hefur aldrei áður verið eins mikilvægt að fjár- festa í eigin heimili.“ Caroline hefur sjálf fært vinnuna sína nær heimili sínu á Álftanesi en áður var hún með stúdíóið sitt í miðbænum. „Það er besta ákvörðun sem ég hef tekið. Bæði vegna sjálfrar mín og fjölskyldunnar, því núna er ég meira til taks fyrir börnin mín, en líka vegna viðskiptavina minna. Nú tek á á móti þeim á hlýlegu heimili með svolítilli sveitastemn- ingu. Þeir hafa allir minnst á hvað útsýnið er fallegt og það sitja allir lengi og spjalla við mig með te eða kaffi. Svo þökk sé COVID er ég að bjóða upp á betri þjónustu fyrir viðskiptavinina. Þessir skrýtnu tímar hafa því orðið að einhverju mjög jákvæðu fyrir mig.“ Fengu ódýra gistingu á fallegum stöðum Innanhússhönnuðurinn Caroline Cheron fylgist ekki mik- ið með afsláttardögum en fylgist þó með verðlagi. Hún var ánægð með afslætti á gistingu innanlands í sumar. Caroline leggur áherslu á gæði umfram verð og vandar valið á því sem hún kaupir. Í sumar nýtti hún sér afslætti á gistingu innanlands. MYND/AÐSEND Fallegar gersemar Vefverslun og sölustaðir á oskabond.is í jólapakkann hennar BLACK FRIDAY TILBOÐ Á VEFVERSLUN OSKABOND.IS SVARTIR DAGAR 27. nóv. - 2. des. 25% afsláttur af allri vöru í versluninni Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15 Kíkið á myndir og verð á Facebook 4 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RSVARTUR FÖSTUDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.