Fréttablaðið - 27.11.2020, Síða 46

Fréttablaðið - 27.11.2020, Síða 46
æðinu á föstudagsmorgni gripum við konu sem var að troða frosnum humarhölum ofan í buxurnar sínar. Hún tók umbúðirnar utan af og henti þeim á dekkjahrúgu sem var þarna til sýnis.“ Blóðþyrsta móðirin Sumar sögurnar eru beinlínis ógn- vekjandi. „Á síðasta ári beindi ég konu sem var í leit að dóti óvart í vitlausa átt í mannhafinu sem hafði myndast. Ég áttaði mig fljótlega á mistökunum, hljóp á staðinn þar sem Dóru-dúkkurnar voru, greip eina og labbaði svo um búðina þar til ég fann konuna. Í einfeldni minni bjóst ég við að fá einhvers konar þakkir og asnaðist til að staldra við ögn lengur en ég hefði átt að gera. Konan greip í handlegg- inn á mér, dró mig aðeins of nálægt sér, brosti og sagði: „Það er eins gott að þú komast aftur.“ Svo benti hún með hökunni niður að handtösk- unni sinni svo ég gæti rétt séð glitta í handfangið á skammbyssu áður en ég færði mig snögglega frá henni og hún bætti við: „Vegna þess að ég var að fara að leita að þér!“ Svo gekk hún blóðþyrst til baka í röðina þar sem börnin hennar höfðu verið frá því að búðin var opnuð. Einn notandinn kveðst hafa upplifað allar verstu hliðar mann- skepnunnar en tekst þó að minnast á eitt jákvætt við þetta allt saman. „Ekkert sérstök saga en að vinna í átján tíma samfleytt er martröð út af fyrir sig. Fólk hefur hent hlutum í mig, rifið hluti úr höndunum á mér sem voru ætlaðir öðrum, stolið og brotið hluti, notað mátunarher- bergi sem salerni, ælt og liðið út af í verslunum sem ég hef unnið í. Það jákvæða er þó að ég er alltaf með skrefamæli og labba allt að 13-16 kílómetra á Svörtum föstudögum svo ég get réttlætt það fyrir mér að belgja mig út á þakkargjörðarhátíð- inni.“ Inn á milli leynast þó sögur sem hægt er að hugga sig við. „Mjög sorglegt. Ég fór á miðnæturút- gáfu á Wii í Walmart. Við fengum úthlutað númeri og allir sátu bara í stólum og slökuðu á. Einn gaurinn var með rafal í bílnum sínum og leiddi framlengingarsnúru þangað sem við sátum. Svo stillti hann upp fartölvunni og kveikti á litlum myndvarpa. Allir sátu bara saman, horfðu á bíómyndir, fengu sér poppkorn, mat og drykki. Þetta var frábært og mér þykir það dapurlegt að þetta sé svona einstakt tilfelli.“ Sem betur fer hafa ekki borist margar sögur af hegðun fólks af þessu tagi á stórútsölunum hér á landi. En það er ágætt að hafa þetta í huga og sýna náunganum og þá sérstaklega starfsfólki verslana sérstaka tillitssemi og virðingu þegar örtröð myndast. Þá þarf auð- vitað núna í ár fyrst og fremst að gæta fjarlægðar og fara eftir öllum sóttvarnafyrirmælum samvisku- samlega. Svo er í mörgum tilfellum hægt að versla á netinu og tilvalið að notfæra sér það. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Á heimasíðunni Reddit má finna fjöldann allan af sögum frá starfsfólki versl- ana sem hefur orðið vitni að eða lent í viðskiptavinum sem svífast einskis til að fá vörur á afslætti. Sögurnar eru margar skondnar og skringilegar en aðrar hreint út sagt óhugnanlegar. Lygilegar uppákomur Einn notandi segir frá óvæntri atburðarás. „Á námsárum mínum þegar ég var blankur var ég að vinna í Walmart þegar það braust út slagur vegna hjóls. Hnefar hófust á loft og blóðið rann. Á endanum náði einn gaurinn taki á hjólinu, tókst að færa sig frá hópnum, svo settist hann á hjólið og hjólaði á flótta undan þvögunni. Án þess að greiða fyrir hjólið.“ Enginn virðist ónæmur fyrir brjálæðinu sem runnið getur á fólk á stórútsölum. „Ég vann í Radio Shack í ár á meðan ég var í mennta- skóla. Þegar Black Friday skall á var ein af útsöluvörunum vasareiknar sem kostuðu vanalega tíu dollara en þarna var búið að lækka verðið niður í fimm dollara. Tvær blíðlegar eldri konur komu inn í búðina að leita að þeim. Þegar ég sagði þeim að það væri bara einn eftir, þá byrjaði ballið. Þetta var eins og öldrunar-hjólaskauta-rallý – án hjólaskautanna. Amman sem laut í lægra haldi kallaði hina „andskot- ans tík“ þar sem hún stóð í röðinni og ríghélt í verðlaunin sem voru andvirði fimm dollara. Ég sá alltaf fyrir mér einhvern krakka að opna gjafirnar á jólunum og fá þennan heimskulega vasareikni án þess að vilja hann í rauninni, algjörlega ómeðvitaður um söguna að baki, á meðan amma hans sat og sötraði te, með sigrihrósandi glampa í augunum.“ Annar notandi greindi frá þegar hann varð vitni að því þegar kona gerðist óþægilega kræf. „Þegar ég vann í Sam’s Club, í miðju brjál- Ömmuslagur og humarhalar í brókum á svörtum degi Þjónustustörf geta verið einstaklega krefjandi og á það sennilega aldrei betur við en á stórum út- söludögum í Bandaríkjunum. Starfsfólkið hefur skondnar sögur að segja frá þessum svarta degi. Mannmergð á Black Friday í New York í Bandaríkjunum árið 2011. Varla verður svona mikil traffík í verslunum í dag, trúlega færist æðið yfir á netið. Þegar Walmart í Danvers var opnað klukkan fimm að morgni árið 2005 hafði fjöldi fólks beðið í röð í nístingskulda frá miðnætti. Þegar fólk sem var nýmætt á staðinn ruddist fyrir framan þá sem beðið höfðu brutust út slagsmál og lögreglan var kölluð á svæðið. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY Svartur föstudagur! Grettislaug okkar vinsælasti pottur ásamt einangruðu loki á frábæru tilboði, aðeins 259.000 kr.! Auðbrekku 6 - Kópavogi - Sími 565 8899 - normx@normx.is Íslenskframleiðsla í yfir 35 ár! Tilboðin gilda aðeins föstudaginn 27. nóvember! Háfur m/lengjanlegu skafti Áður 5.900 kr. Nú 4.425 kr. Frábær pottabursti Áður 7.900 kr. Nú 5.925 kr. Hitamælir, öndin vinsæla Áður 2.500 kr. Nú 1875 kr. Fullt verð 328.400 kr. Nú aðeins 259.000 kr. Þú sparar 69.400 kr. -25% -25% -25% 8 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RSVARTUR FÖSTUDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.