Fréttablaðið - 27.11.2020, Side 48

Fréttablaðið - 27.11.2020, Side 48
...aldrei að vita nema ég næli mér í eitthvað ef ég sé eitt- hvað sem hugurinn girnist. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Því er þó ekki að neita að hægt er að gera frábær kaup með því að nýta sér afslættina sem verslanir gefa oft eingöngu á þessum eina degi. Einnig má vænta þess að margar búðir bjóði upp á tilboðin á netinu í ár til þess að koma í veg fyrir raðamyndanir fyrir framan verslunarhúsnæði, sem mun koma sér vel fyrir all- marga sem hyggjast skafa töluverð- ar fjárhæðir af jólagjafainnkaupum þetta árið. Bandaríkjamaðurinn Samuel Patrick O‘Donnell, eða Sam, hefur búið á Íslandi í rúmlega tvö ár eða síðan í ágúst 2018. Eftir að hafa unnið nær alla svarta föstudaga á sínum fullorðinsárum segist hann nú orðið eiga dágott safn af áhugaverðum sögum úr skot- gröfum kapítalískrar fríverslunar af viðskiptavinum sem gengu einu eða nokkrum skrefum of langt á þessum svarta föstudegi rétt fyrir jól. „Sjálfur hef ég aldrei verið neitt sérstaklega spenntur fyrir Black Friday í Bandaríkjunum. Ég get meira að segja fullyrt að ég hef aldrei fjárfest í neinu dýrara en Sögur úr skotgröfunum Ár hvert eftir að útsölum föstudagsins svarta lýkur vestanhafs berast okkur sögur af ótrúlegri hegðun viðskiptavina sem gera allan fjandann af sér til þess að næla sér í gómsætustu tilboðin. Sam O’Donn­ ell segist eiga dágott safn af sögum sem gerðust á föstu­ deginum svarta í Bandaríkj­ unum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI hádegismat á þessum degi, enda hef ég yfirleitt staðið vaktina, og í Bandaríkjunum er oftast þörf á öllu starfsfólki í vinnu á þessum degi,“ segir Sam sem leggur nú stund á meistaranám í ensku í Háskóla Íslands. Sam ólst upp í Norður-Dakóta en bjó síðar í Michigan og á Rhode Island, þar sem hann hitti eigin- konu sína Hörpu Lind Jónsdóttur sem dró hann með sér til Íslands. Í ár segist Sam vera á báðum áttum hvort hann muni nýta sér útsölurn- ar. „Ég hef reynt eftir fremsta megni að versla ekki á svörtum föstudegi, helst vegna þess hvernig fólk hagar sér á þessum degi, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. En þar sem útsölurnar eru að mestu leyti á netinu núna í ár, þá er aldrei að vita nema ég næli mér í eitthvað ef ég sé eitthvað sem hugurinn girnist.“ Kannski það sé nafnleysið „Ég veit ekki hvað það er við þennan dag. Kannski eru það allir afslættirnir, mögulega er það mannmergðin og nafnleysið sem hún veitir, hugsanlega er það blanda af báðu. En það er eitthvað við Black Friday í Bandaríkjunum sem fær fólk til þess að haga sér eins og skepnur. Eitt sinn var ég að vinna í versluninni Macy‘s og einhver hafði ákveðið að létta af sér í einum mátunarklefanum. Bara beint á bekkinn, skildi eftir stóran lort. Við fundum aldrei út hver sökudólgurinn var. Þegar ég lít til baka þá var þetta frekar fyndið atvik, en það var það ekki á þessari stundu. Það er líka mikið um að fólk taki hluti ófrjálsri hendi á Black Friday í Bandaríkjunum. Ég mun aldrei skilja tilganginn þar sem hlutirnir eru allt að því ókeypis hvort eð er, afslátturinn er þvílíkur. Ég hef þó sem betur fer aldrei orðið vitni að slagsmálum en hef oft heyrt um slíkt frá sam- starfsfólki. Kosturinn við svartan föstudag í Bandaríkjunum er að dagurinn líður fáránlega hratt ef þú ert að vinna. Flestir vinnustaðir borga líka ein og hálf laun fyrir að vinna á frídegi. Því er þetta góð leið til þess að vinna sér inn peninga, svo lengi sem þú hefur unnið hjá fyrirtækinu í sex mánuði eða lengur, annars er hætta á því að þú fáir bara venjuleg laun. Ég hef alveg brennt mig á því.“ Stema Basic 750 134.900kr. 154.900 Stema Systema 750 270.000kr. 305.900 Ásafl er umboðs- og þjónustuaðili Stema á Íslandi Eigum til varahluti á lager sem henta einnig í fleiri gerðir kerra Kíktu við! ÁSAFLÁsafl ehf. Hjallahrauni 2 220 Hafnarfirði Sími: 562 3833 Opið 8:30 - 17 virka daga asafl@asafl.is asafl.is Ó T R Ú L E G U R A F S L Á T T U R Á V Ö L D U M S T E M A K E R R U M 10 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RSVARTUR FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.