Fréttablaðið - 27.11.2020, Síða 64
GEISLADISKUR
Klarinettukvintettar
Brahms & Khoury
Útgefandi: Paladino Music
Munurinn á lauk og klarinettu er
sá að þegar klarinettan er skorin,
grætur enginn.
Þessi brandari
e n d u r s p e g l a r
þá staðreynd að
hljóðfærið getur
verið býsna hvasst
ef þannig er leikið á
það. Verra er þó að
bölvun fylgir því.
Dæmin sanna það:
Mozart skrifaði
k l a r i n e t t u k o n s
ertinn KV 622 árið
1791. Tveimur mán
uðum síðar dó hann. Carl Nielsen
samdi klarinettukonsert 1928.
Hann lifði aðeins í þrjú ár eftir það.
Francis Poulenc samdi klarinettu
sónötu árið 1962. Nokkru síðar var
hann allur. Schubert lét eftir sig
Fjárhirðinn á bjarginu, fyrir klar
inettu, sópran og píanó, fáeinum
mánuðum fyrir dauða sinn. Camille
SaintSaëns samdi klarinettusónöt
una op. 167 skömmu áður en hann
lést úr hjartaáfalli. Og Brahms, sem
var sestur í helgan stein og hættur
tónsmíðum, heillaðist svo af spili
klarinettuleikara að hann dró
fjaðurpennan aftur fram og skapaði
nokkur klarinettuverk. Litlu síðar
datt hann niður dauður.
Dimitri Ashkenazy leikur
Ein þessara tónsmíða
eftir Brahms er klarin
ettukvintett. Kvintett
inn er að finna á nýút
komnum geisladiski.
Dimitr i Ashkenazy
leik ur á k lar inett
una, Robin Sharp og
Mechthild Karkow á
fiðlur, Jennifer Ansc
hel á víólu og Gundula
Leitner á selló.
Tónlistin er fremur lágstemmd,
samin af manni sem er saddur líf
daga. Ástríðurnar sem einkenndu
eldri tónlistina eru kulnaðar, en
eftir er einhver hjartahlýja sem
kemst fullkomlega til skila í vönd
uðum leiknum. Hér eru engar mála
miðlanir. Það er ekkert verið að
skapa spennu til að gera tónlistina
bitastæðari fyrir spennufíkla. Tón
listin fær að f læða áreynslulaust,
alveg ómenguð. Þetta er ekki kvik
myndatryllir, hvað þá spennusaga,
heldur meira í ætt við ljóðaupplest
ur. Stemningin er innhverf, gædd
ljúfsárri nostalgíu sem hittir mann
í hjartastað.
Þvert á móti kurteisleg
Brahms gat verið dálítill þurs í sam
skiptum, og einu sinni, þegar hann
var að kveðja veislugesti, sagði
hann: „Hafi ég gleymt að móðga
einhvern, þá biðst ég afsökunar.“
Þennan hrjúfa karakter er ekki að
finna í tónlistinni á geisladiskinum.
Þvert á móti er hún fáguð og á ein
hvern hátt kurteisleg. Í takt við það
er hljóðfæraleikurinn nákvæmur og
tær, tæknileg atriði eru eins og best
verður á kosið. Allir eru í spariföt
unum, stimamjúkir og diplómat
ískir.
Hitt verkið á geisladiskinum er
Gardens of Love eftir líbanska sam
tímatónskáldið Houtaf Khoury.
Þar vefst keimur austurlenskra
þjóðlaga saman við vestræna fjöl
röddun og aga. En ekki bara það,
heldur blandast líka andrúmsloft
trega og kærleika, eftirsjár og vonar,
óhugnaðar og útópískrar sýnar. Rétt
eins og hjá Brahms er tónlistin lág
stemmd, hún gefur í skyn fremur
en að skella meiningunni framan í
opið geð hlustandans.
Hljóðfæraleikurinn hér er einn
ig firnagóður. Fínleg blæbrigði eru
nostursamlega ofin, samleikurinn
er f lottur. Hljóðfæraleikararnir
fimm spila sem einn maður. Hvert
smáatriði er úthugsað. Form verks
ins er dálítið óljóst og erfitt að skil
greina nákvæmlega hvað gerist,
en þetta EITTHVAÐ nær tökum á
manni. Ekki er hægt að biðja um
meira en það.
Þess má geta að kvintettinn var
saminn fyrir rúmum tíu árum og
Khoury er enn á lífi. Nú? Bölvun
klarinettunnar hefur sennilega
verið af létt í seinni tíð, sem betur
fer.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Mögnuð tónlist
með frábæru listafólki.
HLJÓÐFÆRALEIKUR-
INN HÉR ER EINNIG
FIRNAGÓÐUR. FÍNLEG BLÆ-
BRIGÐI ERU NOSTURSAMLEGA
OFIN, SAMLEIKURINN ER
FLOTTUR.
ÞAÐ ER ANNAÐHVORT
AÐ VINNA HEFÐ-
BUNDNA VINNU EÐA VERA Í
VINNU ÞAR SEM ER GAMAN OG
VESEN.
Formfast er yfirskrift sýningar Árna Más Erlingssonar í Gallery Porti. Á sýningunni eru um 30 verk.„Undirbúningur fyrir
þessa sýningu hefur staðið yfir í
um ár. Hún heitir Formfast og er
stúdía um form almennt. Þetta eru
þó heldur óhefðbundin form, ekki
hringur, kassi og þríhyrningur,“
segir Árni. „Formin fóru að læðast
inn í skissubækur mínar í kringum
2012 og ég gerði eina og eina mynd,
en tók þetta samt ekki föstum
tökum. Það var kominn tími að gera
þetta almennilega.
Verkin eru f lest öll unnin í
blönduðum miðlum, það er olía,
aklrýl, sprey og lakk en síðan eru
skúlptúrarnir unnir úr krossvið og
vikursteini og þrjár myndir unnar
á við með sparsli. Myndirnar eru af
ýmsum stærðum og þar eru grænn
litur og bleikur mest áberandi.“
Auk þess að leika sér að hinum
ýmsu formum hefur Árni einnig
gert portrettmyndir. Hann er lærð
ur ljósmyndari en segist hafa byrjað
að mála á veggi tíu ára gamall. Þetta
er fyrsta einkasýning hans í Gallerý
Porti og jafnframt hundraðasti við
burðurinn sem er haldinn þar. Árni
er einn af stofnendum Ports. „Þann
ig að það var kominn tími til að ég
sýndi þar,“ segir hann.
Gallery Port var stofnað í mars
árið 2016. „Galleríið átti ekki að
verða jafn langlíft og það hefur
orðið. Mér var boðið þetta pláss
tímabundið. Svo fór þetta að ganga
mjög vel og listamenn voru áhuga
samir um að sýna og það fór að
sank ast að okkur hópur af söfn
urum og menningarunnendum.
Listamenn sem sýna hjá okkur
er u f lestir tiltölulega nýlega
útskrifaðir úr námi. Okkur finnst
skemmtilegast að hjálpa fólki að
móta sín fyrstu skref. Steingrímur
Eyfjörð og Helgi Þórsson héldu
nýlega sýningu og Snorri Ásmunds
son hefur sett upp sýningu hérna,
þannig að hér sýna líka listamenn
sem hafa verið lengur að. Við veljum
sýningar inn en það er líka eitthvað
um umsóknir. Núna tökum við ekki
við fleiri umsóknum í bili því búið
er að bóka sýningar út næsta ár.“
Spurður hvort það sé ekki mikið
streð að eiga listagallerí segir Árni:
„Það er annaðhvort að vinna hefð
bundna vinnu eða vera í vinnu
þar sem er gaman og vesen. Þetta
er skrýtnasta árið sem við höfum
verið í rekstri en við höfum aldrei
selt f leiri verk.“
Stúdía um form
Árni Már Erlingsson sýnir í Gallery
Porti. Hann er meðal eigenda gallerísins
og þetta er fyrsta einkasýning hans þar.
Það var kominn tími til að ég sýndi hér, segir Árni Már. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Bölvun klarinettunnar lætur vel í eyrum
Sn e r t i n g eftir Ólaf Jóhann er
í f y rsta sæti
m e t s ö l u l i s t a
Ey mundsson,
sem byggist á
sölu d ag a na
18.24. nóvem
ber. Þagnarmúr
ef t i r A r na ld
Indriðason er
í öðru sæti og
Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur er í
þriðja sæti. Vetrarmein eftir Ragnar
Jónasson er í fjórða sæti.
Á Bóksölulistanum sem byggist
á sölu 1. 22. nóvember er Arnaldur
Indriðason í fyrsta sæti með Þagn
armúr. Orri óstöðvandi eftir Bjarna
Fritzson er í öðru sæti, Snerting eftir
Ólaf Jóhann Ólafsson í þriðja sæti,
Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur
í því fjórða og Vetrarmein eftir
Ragnar Jónasson í fjórða sæti.
Ólafur Jóhann og
Arnaldur á toppnum
Arnaldur Indriðason, rithöfundur.
Veglegt bókauppboði stendur yfir á vef Gallerí Foldar og lýkur sunnudaginn 6. des
ember. Bækurnar eru til sýnis hjá
Fold uppboðshúsi. Að þessu sinni
eru boðnar upp 135 bækur og rit
flokkar.
Gott úrval ljóðabóka er á upp
boðinu. Þar má nefna ljóðabókina
Nei, fyrsta og eina verk Ara Jóseps
sonar, gott kápueintak, úrval bóka
eftir Hannes Pétursson, meðal ann
ars mörg hans verka sem komu út í
takmörkuðum eintakafjölda í sinni
tíð, með fallegri áritun Hannesar
Pétursson, svo sem Rauðamyrkur,
Ýmsar færslur og Heima á Nesi.
Afar vandað eintak af sögulegu
verki í Íslandssögunni, Rit hins
Íslenska Lærdómslistafélags er
á uppboðinu, hér eru boðin upp
14 fyrstu bindin (1–14), prentuð í
Kaupmannahöfn 1780–1794, en
verkið var alls 15 bindi. Unnur
Stefánsdóttir batt verkið í 14 gull
skreyttar bækur á sínum tíma og
ber verkið vitni um stórkostlega fal
legt handbragð hennar og listfengi.
Þá má nefna mjög fágætt og
merkilegt rit, Tilskipanir. – Kóngs
Bréf, áhrærandi af leggingu þess
íslenska tukthúss fyrst um sinn.
Ritið var prentað í Viðey árið 1820
og er því 200 ára og hefur ekki sést
lengi á fornbókamarkaði.
Bókauppboði lýkur
á sunnudaginn
Veglegt bókauppboð er á netinu.
2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R46 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð