Fréttablaðið - 27.11.2020, Side 82

Fréttablaðið - 27.11.2020, Side 82
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is UMBOÐSMAÐURINN OKKAR, SEM VAR BÚINN AÐ VERA EDRÚ Í TUTT- UGU ÁR, HANN FÉLL Í ÞESSARI FERÐ. Þetta er þrusuplata. Við erum alveg með eina rokkstjörnu í bandinu líka vegna þess að Jenni í Brainpolice var söngv-ari í þessu bandi,“ segir Baldvin Z, trommari og einn stofn- enda hljómsveitarinnar Toymach- ine, um plötuna Royal Inbreed sem kemur á vínyl 4. desember, tveimur áratugum á eftir áætlun. „Það er voða gott að hafa alvöru söngvara í svona hljómsveit,“ heldur Baldvin áfram en auk hans og Jens Ólafssonar spila þeir Atli Her- geirsson og Kristján Örnólfsson á plötunni sem verður aðgengileg á Spotify eftir áramót. Platan inniheldur tíu lög sem voru samin á árunum 1998-2001 en koma nú út í nýjum upptökum, tveimur áratugum of seint þar sem rokkstjörnudraumurinn bar strákana ofurliði á sínum tíma og bandið leystist upp áður en platan var tilbúin. „Eitt lag er byrjað í spilun á X-inu þannig að þetta er voða gaman fyrir okkur,“ segir Baldvin sem er þekkt- ari sem leikstjóri kvikmyndanna Vonarstræti og Lof mér að falla en sem rokkstjarna. „Ég var trommari í þessu bandi og var reyndar líka alltaf í kvikmynda- gerð áður en ég stofnaði hljómsveit- ina en svo hélt ég bara áfram í því þegar bandið leystist upp og hélt mig við það.“ Svaka tækifæri Toymachine kom fram á fyrstu Ice- land Airwaves- hátíðinni í f lugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli árið 1999 og var í kjölfarið boðið til Banda- ríkjanna þar sem þeir spiluðu á hinum goðsagnakennda klúbbi CBGB’s í New York. „Við semsagt spilum í f lugskýli 4 og fáum þetta svaka tækifæri í Ameríku eftir það, gigg sem bara einhver fimm bönd voru valin inn á og það var bara allt að gerast hjá þessari hljómsveit. Nítján ára gaurar bara skelltu sér til Ameríku í tíu daga og þessi ferð hún bara fokkaði okkur alveg upp,“ segir Baldvin og hlær þegar hann rekur upphaf langrar eyðimerkur- göngu plötunnar. „Þetta er bara svona fyndin Almost Famous-saga, eftir á að hyggja sko.“ Fall í draumi falið Umboðsmaðurinn okkar, sem var búinn að vera edrú í tuttugu ár, hann féll í þessari ferð og bróðir minn, sem fór með til að halda utan um þetta, fékk taugaáfall og ég veit ekki hvað. Þetta var alveg … það tók okkur hljómsveitina alveg fjórtán ár að setjast niður og ræða þessa ferð. Það fylgdi þessu alveg uppgjör. Við komumst ekkert yfir þessa ferð og allt sem gerðist. Bandið einhvern veginn sprakk.“ Rokkararnir þagna Baldvin segir vinnuna við fyrstu plötu sveitarinnar hafa verið í full- um gangi þegar hún leystist upp. „Við vorum bara á fullu að æfa og taka upp demó og gera klárt og þá bara… og þetta varð alveg til þess að sumir meðlimir töluðu ekki saman í mörg ár á eftir og eitthvað svona.“ Hljómsveitin hefur því lítið sem ekkert spilað í þessi tuttugu ár. „En svo bara urðum við aftur vinir og héldum tónleika 2015 á Akureyri og það var bara ógeðslega gaman sem varð til þess að við höfum spilað í brúðkaupum og afmælum vina okkar og einhverjum svona litlum uppákomum hér og þar. Þannig að við höfðum ekkert spilað neitt af viti áður en við fórum í stúdíóið og tókum bara þrettán tíma æfingu helgina áður og unnum plötuna svo bara á sex dögum.“ Í upphafi skyldi Airwaves skoða Airwaves er mikill örlagavaldur í dramasögu hljómsveitarinnar. Þar byrjaði ævintýrið fyrir aldamót og svo aftur þegar Toymachine kom fram á Iceland Airwaves 2018 á 20 ára afmæli hátíðarinnar. Baldvin segir að niðurstaða strákanna eftir þá tónleika hafi í raun einfaldlega verið: „Ókei, gerum þessa plötu,“ og þeir hafi fundið þörfina fyrir að klára þetta ein- hvern veginn. „Þannig að við bara settum Karo- lina Fund af stað og söfnuðum fyrir plötu og fórum í stúdíó í sumar og gerðum þetta. Og erum ógeðslega glaðir,“ segir trommari björtustu vonarinnar á Íslensku tónlistar- verðlaununum tuttugu árum síðar þegar fyrsta platan er loksins að koma út. toti@frettabladid.is Platan sem aldrei kom út er væntanleg Strákarnir sem stofnuðu hljómsveitina Toymachine 1996 ætluðu sér stóra hluti en fall, rokkstjörnudraumar og taugaáfall sprengdu bandið þannig að fyrsta platan er nú að koma út 20 árum of seint. Árni Elliott, Jenni, Atli Hergeirsson, umboðsmaðurinn Guðmundur Cesar, sem er látinn, Kristján Örnólfsson og Baldvin nýlentir í New York 1999. Baldvin Z mættur aftur á Airwaves þegar Toymachine tróð upp á sérstakri afmælisdagskrá. MYNDIR/AÐSENDAR Frí heimsending innanlands á öllum bókum á forlagid.is 27.–30. nóv. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R64 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.