Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Side 5

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Side 5
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1971 3,2: 3-15 Súgþurrkun heys með yljuðu lofti Bjarni Guðmundsson Ratmsóknastofnun landbúnaðarins, bútœknideild, Hvanneyri Yfirlit. Á árunum 1960—1962 og 1964 voru á Hvanneyri gerðar tilraunir með samanburð á upphituðu lofti og köldu til súgþurrkunar á heyi. Tilgangur tilraunanna var að kanna áhrif upphitunar á verkun heysins og kostnað við súgþurrkunina. Við 6—10°C upphitun Ioftsins mældust afköst súgþurrkunarinnar tvöfalt meiri en afköst súgþurrkunar með köldu iofti. Niðurstöður tilraunanna benda til þess, að hirða beri fremur lítið heymagn í einu í hlöðuna, sé notað upphitað loft, en hirða þeim mun oftar. Lítill munur var á verkun og efnatapi á milii þurrkunaraðferðanna, væri heyið hæfi- lega þurrt við hirðingu (rakastig <50%) og tíð hagstæð. Væri heyið illa þurrt við hirð- ingu (rakastig 50—60%) og tíðarfar óhagstætt til þurrkunar, var þurrefnistapið 6,5— 7,4%. Verkun heysins reyndist þá misjöfn, einkum ef þurrkað var með köldu lofti. Upphituninni fylgir talsverður kostnaður. Virðist hún helzt borga sig, ef heyið er blautt við hirðingu, og í óhagstæðu tíðarfari. Hagkvæmt virðist að miða upphitun lofts- ins við þá tíma sólarhringsins, þegar loftið er rakast. Með því móti helzt afkastaaukn- ing súgþurrkunarinnar í hendur við kostnaðaraukninguna vegna upphitunarinnar. Þrátt fyrir töluverðan mismun á þurrkunargetu útiloftsins á tilraunaskeiðinu, kom lít- ill sem enginn munur fram á þurrkunargetu köldu súgþurrkunarinnar. Benda því líkur til þess, að heyið sjálft og varmamyndun í því ákvarði að verulegu leyti þurrkunarhrað- ann við súgþurrkun með köldu lofti. INNGANGUR Súgþurrkun lieys hefur náð mikilli út- breiðslu á síðastliðnum aldarfjórðungi. Al- gengast er að súgþurrka hey með óupphit- uðu lofti. Hérlendis er tíðarfar oft erfitt til þurrk- unar á heyi, og eru súgþurrkuninni takmörk sett af þeim sökum. Með því að hita upp þurrkloftið má auka afköst súgþurrkunar- innar til muna. Um þetta atriði hafa verið gerðar allmargar tilraunir erlendis. Þær hafa leitt í ljós, að talsverður kostnaður fylgir upphitun loftsins og að það er ýmsum skil- yrðum háð, hvort ávinningur er af upp- hituninni. Á árunum 1953 og 1954 voru gerðar til- raunir með upphitun lofts til súgþurrkun- ar í Svíjijóð (Jordbrukstekniska Institutet 1955). Loftið var hitað upp um 5° C. Það konr í ljós, að orkunotkunin við upphit- unina varð hlutfallslega meiri en sú stytt- ing þurrkunartímans, sem leiddi af upphit- uninni, samanborið við súgþurrkun með köldu lofti. Gerðar voru fóðrunartilraunir á mjólkurkúm með heyið úr þurrkunartil- raunurn. Bæði árin mældist nytin hærri í þeim flokki, sem fóðraður var á kaldþurrk- aða heyinu. Meðalmunur nythæðar var um 0,6 kg 4% m.m. á kú á dag. Dijkstra og Philipsen (1962) rannsök- uðu efnatap og fóðurgildi ylþurrkaðs og

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.