Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Page 6
4 ÍSLENZKAR LANDBUNAÐARRANNSÓKNIR
kaldþurrkaðs heys. Ekki kom fram mikill
munur á verkun heysins. Efnatapið reynd-
ist nokkru minna við ylþurrkun, væri veð-
urfar óhagstætt til þurrkunar. í góðu tíðar-
fari var munurinn svo til enginn. I þess-
um tilraunum var miðað við, að lofthitinn
við ylþurrkunina færi ekki yfir 25° C.
Dijkstra og Philipsen telja aðalkost yl-
þurrkunarinnar vera þann, að hægt er að
hirða nokkru blautara en þegar urn kakl-
þurrkun er að ræða.
Dijkstra (1970) greinir frá tilraunum
með fóðrun mjólkurkúa á ylþurrkuðu og
kaldþurrkuðu heyi. í ljós kom, að enginn
munur var á fóðurgildi heysins né heldur
nythæð kúnna á milli samanburðarflokk-
anna.
Danskar tilraunir frá árunum 1958—1965
leiddu í Ijós, að þurrefnistapið við þurrkun
og geymslu var um 12% niinna við ylþurrk-
un en við súgþurrkun með köldu lofti
(Winther et al. 1970). Kostnaðurinn við
ylþurrkunina var hins vegar um 43% meiri
en við kaldþurrkunina. Loftið var hitað
upp um 5 til 10° C. Telja höfundarnir, að
ylþurrkunin eigi einkum rétt á sér, þar
sem erfitt er að forþurrka heyið nægilega
vel úti fyrir hirðingu (<40% rakastig).
Fleiri hafa bent á, að ylþurrkunin dregur
úr efnarýrnun og leiðir til betri verkunar
heysins en kaldþurrkun (Beckhoff 1965).
Á árunum 1960—1962 og 1964 voru gerð-
ar tilraunir nteð ylþurrkun á heyi í súg-
þurrkunarhlöðu á vegum Verkfæranefndar
ríkisins og Tilraunaráðs búfjárræktar. l’il-
gangur þessara tilrauna var að kanna áhrif
ylþurrkunarinnar á verkun heysins og fóð-
urgildi, svo og að kanna þurrkunarkostnað
heysins.
RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR
í skýrslum Verkfæranefndar ríkisins nr. 7
(1961), nr. 9 (1963) og nr. 11 (1965) hefur
verið gerð grein fyrir framkvæmd tilraun-
anna, og verður það atriði því aðeins rakið
rnjög lauslega hér.
Árin 1960—1962 var gerður samanburður
á súgþurrkun nreð köldu lofti og upphit-
uðu lofti. Var loftið hitað upp allan sólar-
hringinn. Þessu atriði var breytt í tilraun-
inni árið 1964. Þá var upphitunin aðeins
miðuð við þær stundir sólarhringsins, þegar
rakastig útiloftsins fór yfir 75%. Eins og
áður var súgþurrkun með köldu lofti höfð
til samanburðar. Var kalda súgþurrkunin
látin ganga nær stöðugt til þess að forða
hitamyndun í heyinu.
Tilraunirnar voru gerðar á Hvanneyri og
voru framkvæmdar í tveimur hlöðum, sem
hvor um sig eru 64 m2 að flatarmáli. Súg-
þurrkunarkerfin í báðum hlöðum, svo og
1)1 ásarar, eru eins að allri gerð. Við 3—4 m
háa heystæðu er lofthraðinn upp úr stæðu
6,0—6,5 cm/sek. í báðum hlöðum.
Árin 1960—1962 var loftið hitað upp með
olíukynditæki, sem Guðmundur Jóhannes-
son, ráðsmaður á Hvanneyri, smíðaði.
Orkunýting tækisins var góð, eða um 90%
(Verkfæranefnd ríkisins 1957). Árið 1964
var notað Bacho olíukynditæki af gerðinni
VTA 60 (Verkfæranefnd ríkisins 1965). Var
olíunýting tækisins góð.
Við hirðingu var heyinu blásið inn í
hlöðurnar og sitt hlassið jafnan látið í
hvora hlöðu, þannig að sams konar hey var
látið í báðar hlöðurnar. Á meðan á þurrk-
un stóð, voru gerðar mælingar á hita- og
rakastigi útilofts, upphitun og fleiri þáttum,
er varða þurrkun heysins.
Til ákvörðunar á efnatapi var ákveðið
þurrefnismagn vegið í netpoka og þeir lagð-
ir eftir vissu kerfi í heystæðurnar. Er pok-
arnir komu í Ijós að vetri, var þurrefnis-
magnið í þeirn mælt. Efnatapið var síðan
fundið sem mismunur á innlátnu og út-
teknu efnamagni. Að meðaltali liðu um sjö
mánuðir frá því pokarnir voru lagðir í
stæðu og þar til þeir komu í leitirnar að
vetri, og var þurrefnismagnið í pokunum
mælt fljótlega eftir það. I.oks voru tekin