Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 7
SÚGÞURRKUN HEYS MEÐ YLJUÐU LOFTI 5
TAFLA 1 - TABLE 1
Meðalhita- og rakastig útilofts á þurrkunarskeiðum
Mean temperature (°C) and relative humidity (°/0) at Hvanneyri
1960 (9. júlí-3. ágúst) Kl. 8 Kl. 12 Kl. 16 Kl. 20
Hitastig, °C .................................. 10,0 12,9 13,4 12,8
Rakastig, % ................................... 81 70 67 70
1961 (12. júlí—5. ágúst)
Hitastig, °C .................................. 10,8 13,5 13,4 12,4
Rakastig, % ................................... 83 69 67 70
1962 (31. júlí—27. ágúst)
Hitastig, °C ................................. 8,9 11,9 12,1 11,5
Rakastig, % .................................. 78 69 66 72
1964 (8.-29. júlí) Kl. 9 Kl. 15 Kl. 21
Hitastig, °C .................................. 9,8 11,8 10,2
Rakastig, % ................................... 78 71 79
sýni úr báðum hlöðum, sem á voru gerðar
fóðurrannsóknir á vegum búnaðardeildar
Atvinnudeildar Háskólans. Af tæknilegum
ástæðum reyndist ekki unnt að gera fóður-
rannsóknir á heyinu úr tilrauninni árið
1964.
VEÐURFAR
Daglega voru gerðar mælingar á hita- og
rakastigi útiloftsins í nágrenni við tilrauna-
hlöðurnar. Á þurrkunarskeiðum var loft-
hiti og loftraki svo sem tafla 1 sýnir:
Um veðurfar að öðru levti skal vísað lil
eftirfarandi yfirlits:
1960:
Ágæt tíð til heyskapar. Norðaustan- og
austanátt ríkjandi á þurrkunarskeiði
(60%). Eimhungurssumma1) var 39 mm
Hg-klst. í júlí.
1961:
Tíðarfar heldur óhagstætt til heyskapar.
Vestlæg og suðlæg vindátt ríkjandi (50%,).
Eimhungurssumman var 39 mm Hg-klst.
í júlí.
1962:
Tíðarfar erlitt til heyskapar, þótt austari-
og norðaustanátt væri ríkjandi (60%).
Þurrviðrisdagar í ágúst voru 10 færri en
í meðalári. Eimhungurssumman var 36
mnr Hg-klst.
1964:
Tíðarfar mjög óhagstætt til heyskapar.
1) Mælikvarði á þurrkunargetu lofts. Eim-
hungurssumman er margfeldi af meðaleim-
hungri lofts (saturation deficit) og tíma fyrir
tímabilið kl. 9 til kl. 21, samkv. ísl. staðaltíma
(Bjarni GuÐMUDSSON 1970).