Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Side 11

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Side 11
SÚGÞURRKUN HEYS MEÐ YLJUÐU LOFTI 9 TAFLA 5 - TABLE 5 Nýtanlegt fóðnr í hlöðum í lok tilrauna Feeding value of the liay after drying and storage 1960 1961 1962 Kalt Unheated Heitt Preheatecl Kalt Unheated Hcitt Preheated Kalt Unheated Heitt Preheated Innlagt þurrefni, kg Dry matter in, kg 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 Úttekið þurrefni, kg Dry matter out, kg 97,67 97,00 93,54 92,62 98,95 98,67 Útteknar fóðureiningar Feed units out 63,8 57,1 57,9 64,1 61,3 61,1 Útt. meltanl. hráprótein, kg Dig. crude protein out, kg 7,8 7,5 8,4 8,0 9,1 10,9 sem hirt voru. Árið 1961 fékkst hins vegar 11% meira nýtanlegt fóður úr ylþurrkun- inni en úr þeirri hlöðu, sem í var blásið köldu lofti. Skýringin á þessum mun er vafalaust sú, að þetta sumar var heyið hirt mjög blautt (rakastig um 60%). Þurrkunin í kaldþurrkunarhlöðunni gekk seint, og liðu 26 sólarhringar frá hirðingu og þar til heyið í yfirborði stæðu hafði náð 25% rakastigi (2 m há stæða). Hitinn í heyinu í kaklþurrk- uninni fór þetta sumar upp í 61 °C, en í yl- þurrkuninni fór hitinn aldrei hærra en í 33° C, meðan á þurrkun heysins stóð. Er heyið var skoðað í hlöðu að vetri, var það ylþurrkaða vel verkað og myglulaust. Það hey, sem þurrkað var með köldu lofti, var hins vegar allmikið myglað og engan veg- inn eins vel útlítandi og ylþurrkaða heyið. Töflur 4 og 5 bera með sér, að meira fóð- ur heimtist yfirleitt úr þeirri hlöðu, þar sem heyið var þurrkað með köldu lofti en úr ylþurrkunarhlöðunni. Gildir þetta bæði um heildarmagn heys og magn nýtanlegra fóð- urefna, ef meltanlegt hráprótein er undan- skilið, en af því skilaði ylþurrkunin um 17% meira magni en kaldþurrkunin. Þessar niðurstöður eru i nokkru ósamræmi við eldri tilraunaniðurstöður, sem þegar hafa verið raktar. Ekki liggur Ijóst fyrir, hvers vegna ylþurrkuninni fylgir verri verkun en kaldþurrkun heysins. Hér skal reynt að renna stoðum undir líklega skýringu á þess- um mismun. Um leið og Jnirrkloftið streymir ujjp í gegnum heystæðuna, kólnar Jrað jafnt og þétt, unz það hefur náð rakajafnvægi við heyið. Sé loftið yljað upp, verður hitastig þess, er rakajafnvægi er náð, jafnan hærra en hitastig heysins ofan rakajafnvægisbelt- isins. Við þessar aðstæður kólnar því þurrk- loftið enn, jafnframt því sem heyið hitnar. Varmann, sem fer til upphitunar á heyinu, má telja sem tap frá sjónarmiði þurrkun- arinnar. Með því að stöðva upphitun Jrurrk- loftsins með vissu millibili má lrins vegar nýta Jretta varmamagn til þurrkunarinnar (FIall 1957). Sé daggarmark loltsins, er Jrað nær rakajafnvægi við heyið, hærra en hita- stig heysins, er hætta á Jrví, að hluti rakans í loftinu Jréttist í efstu lögum heysins. Þessi hætta er því meiri sem upphitun þurrklofts- ins er meiri. Við meðalveðurfarsaðstæður og eðlilegt rakastig heys við hirðingu (40— 45%), má ætla, að hæfilegt sé að hita þurrk-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.