Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Side 20

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Side 20
18 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR hvern dag allt skeiðið, og notuð IN-VITRO meltanleikaaðíerð, en fóðurgildið reiknað út frá sörnu líkingu og notuð er við ákvörð- un fóðurgildis í þurrheyi (Gunnar Ólafs- son, 1972). Tekið var eitt sýni úr fóðrinu yfir daginn, þannig að vegið var saman úr fóðri að morgni og kvöldi í hlutfalli við étið þurrefni í hvort skipti. Vegna fjölda sýna var ekki höfð tvítekning á meltan- leikagreiningu. í töflu I er sýndur meltanleiki og út- reiknað fóðurgildi á einstökum tímabilurn. TAFLA I - TABLE I Meðaltöl meltanleikaákvörðunar In-Vitro yfir hverja viku Average In Vitro digestibility per week Tímabil Period % melt % digested kg þurrefni í F.E. kg D.M./F.f.e. (Feed units) 24/6-30/6 73.8 1.28 1/7- 7/7 68.7 1.43 8/7-14/7 67.1 1.48 15/7-21/7 68.6 1.43 22/7-28/7 70.4 1.37 29/7- 4/8 67.7 1.46 5/8-11/8 67.6 1.46 12/8-18/8 65.5 1.54 19/8-25/8 63.8 1.60 26/8— 1/9 65.3 1.54 2/9- 8/9 67.4 1.47 9/9-15/9 65.2 1.54 16/9-21/9 66.2 1.51 Meðaltal Average 67.5 1.47 Tekið skal fram, að taflan sýnir ein- ungis meltanleika og fóðurgildi túngrasa. Síðustu 10 dagana voru einnig að hluta gefnir hafrar, sem höfðu að meðaltali 73.1% meltanleika, sem svarar til 1.30 kg þ.e. í F.E. Hafrar voru urn þriðjungur af heildar- gjöf á móti grasi, en fóru rnest upp í að vera helmingur af fóðri næstsíðasta dag skeiðsins, 20. september. 2. Atrnagn, vöxtur og þrif fjárins Vöxtur lambanna var nokkuð jafn, nerna vikuna 9/9—15/9. Má segja, að lömbin liafi þá staðið alveg í stað eða lét/t að meðal- tali um 7 g/lamb (sjá línurit I og töflu II). Vikurnar 19/8—25/8 og 2/9—8/9 fór vaxt- arhraðinn einnig nokkuð niður. Var þunga- aukningin 121 g og 190 g/larab á dag. Eins og áður var sagt, voru tekin saur- sýni vikulega frá 27. júlí, til að fylgjast nreð þrifum fjárins af völdum iðraorma og hnísla. Við fyrstu talningu virtist vera nokkurt magn hnísla og einnig var lítils- háttar magn ormaeggja. í byrjun ágúst var því fénu í fóðrunar- flokknum gefið aftur inn ormalyf. Eftir það liéldust hníslar og iðraormar í lágmarki út tilraunaskeiðið. Fjöldi iðraorma varð því aldrei það mikill, að þeir gætu haft áhrif á þrif fjárins. Ærnar voru vegnar vikulega um leið og lömbin og þeim gefin holdastig, sjá línu- rit II. I ljós kemur, að ærnar hafa bætt veru- lega við sig á tilraunatímabilinu, enda ekki í nógu góðum holdum í byrjun. Ær nr. 70170 liefur þyngzt um 9 kg, sem svarar til 100 g þungaaukningu á dag. Ær nr. 170 hefur þyngzt um 7.5 kg, sem svarar til 83.3 g aukningu á dag, og ær nr. 333 hefur þyngzt mest eða um 12 kg, sem svar- ar til 133.3 g á dag. Þessar tölur miðast við þunga á fyrsta og síðasta degi skeiðsins. Holdastigin fylgja aukningu í þunga nokkuð vel með hækkunum í stigum. Þó eru frávik frá því, sem sennilega urðu vegna ónákvæmni milli manna við stigagjöf. 3. Magn mjólkur og efnasamsetning Mæling á mjólkurmagni úr ánum fór tvisvar fram, 7. og 8. júlí og 20.—21. júlí.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.