Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Qupperneq 27
ÁTMAGN TVÍLEMBNA AÐ SUMARLAGI 25
izt um 0.14 kg íyrir hverja prósentu, sem
þurreí'nið í grasinu hækkar um.
Á töflu IX sést, að fjöldi étinna fóður-
eininga á dag hefur hækkað að meðaltali
um 0.018 F.E. á dag á tímabilinu. Fyrir
aukningu um 0.1 kg þurrefnis í fóðurein-
ingu hefur fjöldi étinna lóðureininga á dag
lækkað um 0.49, og fyrir aukningu á þurr-
efni í grasi um 1% heiur fóðureiningaát
aukizt um 0.094 F. E. á dag.
Tafla X sýnir, að vegið grasmagn, sem
ázt á dag, minnkaði um 2.251 kg fyrir hvert
1% sem þurrelnið í grasinu hækkaði, og
étið grasmagn hefur jafnframt aukizt um
0.217 kg á dag á tímabilinu.
ÁLYKTANIR
Athugun sú, sem hér hefur verið lýst, gefur
ekki tilefni til að draga miklar ályktanir
um fóðurþörf tvílembna að sumarlagi. Þó
eru mælingar á þurrefnismagni þvi, sem
ærnar átu, í góðu samræmi við mælingar,
sem áður höfðu verið gerðar i beitartilraun
á Korpu (Sturla Friðriksson, 1963).
Jafnframt geía niðurstöðurnar til kynna,
að tvílemban þurfi nálægt 4 kg þurrefnis
með 1.5 kg Jrurrefnis í F.E. sér til viður-
væris á dag á sumarbeitilandi eða nálægt
240 F.E. á 90 daga beitartímabili. Þessi
tala er nokkru hærri en áður hefur verið
talið. Gunnar Ólafsson (1972) telur tví-
lembu, sem er af sömu þyngd og með jafn-
væn lömb og hér var um að ræða, þurfa
218 F.E. til viðurværis á 90 dögum.
Þessi athugun gefur ekki til kynna, hver
ástæða er fyrir því, að erfitt reynist að ná
góðnm þroska lamba á túngróðri í góðri
sprettu.
ÞAKKARORÐ
Við viljum sérstaklega þakka Einari Er-
lendssyni, ráðsmanni á Korpu, fyrir um-
sjón og Gunnari Stefánssyni fyrir daglega
framkvæmd tilraunarinnar.