Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 39

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 39
GÆRUFLOKKUN OG ÞUNGI Á ÍSLENZKUM LÖMBLIM 37 TAFLA2 - TABLE2 Arfgengi á gæruflokk lamba sem línulegt samband milli afkvæmis og móður Heritability of pelt class of lambs calcu- lated as regression of offspring on dam Bú Farm Fjöldi para No. of pairs Arfgengi /i 2 ± s. e. Hvanneyri 679 0.26 ± 0.09 Reykhólar 839 0.71 ± 0.09 Skriðuklaustur . .. 1428 0.52 ± 0.06 Hólar 750 0.61 ± 0.08 Öll bú All farms . 3696 0.54 ± 0.04 um magn rauðgulra illhæra í gærunni, og umhverfisáhrifa hlýtur að gæta næsta lítið. Ekki liggja fyrir niðurstöður úr öðrum rannsóknum en þeim, sem hér er lýst, á arf- gengi á gæruflokk, nema hvað bráðabirgða- útreikningar á tölum frá þessum búum frá haustinu 1965 gáfu arfgengið 0.60 á gæru- flokk (Stefán Aðai.steinsson, 1966). Á það má benda, að arfgengi á illhæru- magni í ull larnba við fæðingu, dærnt með einkunnagjöf, hefur sýnt svipað arfgengi og hér er fundið (Purser, 1963). Terrill (1947) rannsakaði erfðir á dökk- um lit á fótum á Columbia- og Targhee-fé í Bandaríkjunum og fann arfgengið 0.16 ± 0.05 í Columbia-kyninu og 0.34 ± 0.07 í Targhee-kyninu. I'ær tölur eru öllu lægri en arfgengið í þessari rannsókn, og má bú- ast við, að skýringin á mismuninum sé sú, að í fé því, sem Terrill (1947) vann með, hafði lengi verið valið gegn lit á haus og fótum. Við athugun á töflum 1 og 2 sést, að arf- gengið í töflu 1 er nokkru lægra á Hvann- eyri og Reykhólum en á hinum búunum. í töflu 2 fékkst hins vegar hæst arfgengi á Reykhólum, þannig að meðaltöl beggja að- ferða gefa arfgengi milli 0.5 og 0.6 á Reyk- hólum, Skriðuklaustri og Hólum, en meðal- talið á Hvanneyri verður 0.36 fyrir báðar aðferðir teknar saman. Áður hefur fundizt ákveðin bending um það, að gulur litur á lömbum við fæðingu sé að nokkru liáður því, hvort lambið er arfhreint eða arfblendið fyrir erfðavísinum fyrir hvítum lit, Ax (Stefán Aðalsteinsson, 1970). Tækifæri gafst til að kanna þetta atriði nokkuð í þessari rannsókn á gögnum frá Skriðuklaustri og Hólum yfir ær fæddar 1965 og síðar, og voru niðurstöður þeirrar könnunar í samræmi við fyrri niðurstöður. Þar voru mislitir hrútar notaðir í nokkrum mæli á hvítar ær í öllum gæruflokkum og hvítir hrútar í öllum gæruflokkum notaðir á mislitar ær. Tíðni mislitra lamba var 3.6%, þegar annað löreldrið var í A- eða B-flokki, en hitt mislitt (28 lömb). Tíðnin var 2.9%, þegar annað löreldrið var í C. flokki, en liitt mislitt (35 lömb) og 21%, þegar annað foreldrið var i D-llokki, en hitt mislitt (128 lömb). Þessi munur á tíðni mislitra lamba eftir gæruflokk hvíta for- eldrisins er raunhæfur (x2z = 10-50; 0.01 > P > 0.001). Einnig er útlit fyrir, að alhvítt fé sé oft arfblendið eða arfhreint fyrir erfða- vísi fyrir tvilit, S2. Þessi dæmi benda í þá átt, að gæruflokkun geti byggt að verulegu leyti á erfðavísum í tveimur erfðavísasæt- um. Ef magn á rauðgulum illhærum byggist á dltölulega fáum erfðavísum, má búast við því, að arfgengið á gæruflokki sé breytilegt eftir því, hver tíðni þessara erfðavísa er í stofninum. Þá mætti búast við hækkandi arfgengi í byrjun úrvalstímabilsins, meðan verið er að fjölga alhvítu fé, en gult fé er líka notað, og hæst mætti ætla, að það yrði, þegar tíðni aðalerfðavísanna, sem að baki liggja, er kringum 0.5. Um þessi atriði verð- ur þó ekkert hægt að fullyrða, fyrr en nán- ari rannsóknir liggja fyrir. Arfgengi á gæruflokk er það hátt, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.