Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Síða 42

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Síða 42
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1971 3, 2: 40—73 Rannsóknir á vallarfoxgrasi (Engmo) I — Áhrif sláttutíma, köfnunarefnisáburðar og sambýlis við tún- vingul á uppskeru og efnamagn vallarfoxgrass og gilcli þess til heyverkunar. Magnús Óskarsson tilraunastjóri, Bcendaskólanum á Hvanneyri Bjarni Guðmundsson sérfrœðingur, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútæknideild, Hvanneyri Yfirlit. Á árunum 1965—1971 voru gerðar tilraunir á nýframræstri og nýbrotinni mýri á Hvanneyri með Engmo vallarfoxgras. Rannsakað var uppskeru- og efnamagn grassins við mismunandi sláttutíma og mismunandi dreifingarhætti köfnunarefnisáburðar. Einnig var rannsakað sambýli Engmo vallarfoxgrass og Rubin túnvinguls. Uppskera úr fyrri slætti óx eftir því, sem síðar var slegið. Var uppskeruaukningin mjög háð veðurfari á sprettutíma. Eftir því sem fyrri sláttur var sleginn síðar, varð eftirtekja seinni sláttar minni. Tvískipting köfnunarefnisáburðar leiddi ekki til meiri heildaruppskeru samanborið við að bera allan köfnunarefnisáburðinn (120 kg/ha N) á í einu lagi, en jafnaði skiptingu uppskerunnar milli fyrri og seinni sláttar. Engmo vallarfoxgras gaf meiri uppskeru en Rubin túnvingull að meðaltali eftir 6 ár, enda dó túnvingullinn að mestu út á 3. og 4. ári. Annað ár eftir sáningu hafði tún- vingullinn hins vegar greinilega vinninginn. Kal var meira á þeim reitum, þar sem seinni sláttur var sleginn seint, en á þeim, sem snemma voru slegnir. Það virtist flýta fyrir því, að kalskellur greru, að fyrsti sláttur væri sleginn snemma kalárið. Líkur eru til þess, að grösin hafi frekar dáið af völdum kals, þegar köfnunarefni var borið á milli slátta. Þetta kom fram kalárin 1968 og 1969. Próteínmagn vallarfoxgrassins féll um 1,68% á viku fram að fyrri slætti, en rýrnun próteínsins í seinni slætti var mun minni eða um 0^65% á viku. Heildaruppskera af pró- teíni var mest, þegar fyrri sláttur var sleginn um það leyti, sem vallarfoxgrasið skreið, og seinni sláttur sleginn sjö vikum síðar. Tvískipting köfnunarefnisáburðar leiddi til jafnari skiptingar próteínuppskerunnar milli slátta. Rakastig vallarfoxgrassins lækkaði um 2,45% á viku fram að fyrra slætti, og var rakastigið hærra í fyrri slætti, en lægra í seinni slætti, þegar köfnunarefnisáburðurinn var borinn á í einu lagi. Magn steinefna fór yfirleitt minnkandi eftir því, sem fyrri sláttur var sleginn seinna. Þannig lækkaði fosfórmagn vallarfoxgrassins um 0,03% á viku og kalsíummagnið um 0,02% á viku. Natríum var eina efnið., sem rannsakað var, sem virtist vaxa eftir því, sem dróst að slá fyrsta slátt. Efnamagn og rakastig eru háð fjölda lifandi blaða. Við fyrsta sláttutíma voru fleiri lifandi blöð á sprota en við síðari sláttutíma. Niðurstöðurnar benda til þess, að við votheysgerð sé hagkvæmast að slá vallarfox- grasið um það leyti, sem það skríður, og ætti þá í flestum árum að fást viðunandi háar- uppskera 7—9 vikum seinna. Við votheysgerð virðist tvískipting köfnunarefnisáburðar

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.