Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Side 49
RANNSÓKNIR Á VALLARFOXGRASI 47
hefur uppskerurýrnuninni, heldur hefur
seinni sláttur verið sleginn of seint á haust-
in, þegar 9 vikur liðu á milli fyrri og seinni
sláttar, þannig að dregið lrefur úr uppsker-
unni næsta ár.
Enginn munur varð á uppskeru, hvort
sem 120 kg/ha af köfnunarefni voru borin
á í einu lagi að vorinu eða 80 kg/ha köfn-
unarefni borið á að vori og 40 kg/ha á milli
slátta. Einu giltí, hvort slegið var seint eða
snemrna eða hafðar 7 eða 9 vikur á milli
fyrsta og annars sláttar, það varð ekki rnark-
tækur munur á dreifingaraðferðum.
Árið 1966 var uppskera mjög lítil í til-
raun nr. 199—66. Þótti því rétt að sýna með-
aluppskeru eftir 6 ár, þ. e. að hafa árið 1966
með og taka einnig meðaltal uppskerunn-
ar eftir 5 ár, en þá er árinu 1966 sleppt.
Munur á milli liða er marktækur (P <
0,01). Einnig eru líkur fyrir því, að munur
á milli liða fari eftir árum (P<0,01). Aug-
ljóst er, að uppskeran var í upphafi mest
eftir túnvingulinn, en það breyttist fljótlega,
þannig að vallarfoxgrasið varð drýgra í upp-
skeru.
Á grundvelli talna úr tilraun nr. 167—65
var reynt að finna hugsanlegt samband upp-
skerumagns og veðurfarsins um sprettutím-
ann. Fjölmargir þættir koma þar við sögu,
en ætla má, að vænlegast sé að nota lofthit-
ann í einni eða annarri mynd sem mæli-
kvarða á vaxtarskilyrði grasanna, m. a.
vegna náins sambands lofthitans við aðra
þætti veðurfarsins.
Korntegundir eru taldar þurfa ákveðið
varmamagn til þess að ná hinum ýmsu stig-
um þroska (Klemenz Kr. Kristjánsson
1944, Vik 1955). Varmamagnið er táknað í
TAFLA 6 - TABLE 6
Uppskera, hkg/ha, af vallarfoxgrasi og túnvingli, sáð óblönduðum og í
mismunandi hlutföllum. Tilraun nr. 199—66
Yield of Phleum pratense (Engmo) and Festuca rubra (Rubin) in hkg/ha, grown
in pure stand and in mixture. Experiment no 199—66
a b c d
Vallarfoxgras (Engmo) Phl. pratense Hlutföll — Ratio i % Vs
Túnvingull (Rubin) Festuca rubra Hlutföll — Ratio — Vs Vs 1
1966 4.7 4.5 4.5 3.4
1967 60.7 73.0 81.7 82.4
1968 45.8 51.6 44.2 43.3
1969 45.1 39.6 34.6 24.7
1970 49.0 47.2 47.3 40.4
1971 57.8 59.6 54.6 42.0
Meðaltal 6 ára (1966-1971) Average, 6 years 43.9 45.9 44.5 39.4
Meðaltal 5 ára (1967-1971) Average, 5 years 51.7 54.2 52.5 46.6