Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Qupperneq 53
RANNSÓKNIR Á VALLARFOXGRASI 5]
blöð á sprota við slátt 18. júní 1965 eða 6,0
að meðaltali, en 19 dögum síðar voru þau
ekki nema 4,9. Hinn 21. júní 1966 voru líka
6,0 lifandi blöð á sprota. í síðari slætti
1965 voru að meðaltali frá 3,2 upp í 4,7 lif-
andi blöð á sprota.
Það hefur áhrif á efnamagnið, hvenær
grösin skríða. í töflu 7 er getið um, livenær
tilraunareitirnir í tilraun nr. 167—65 urðu
grænir og hvenær grösin skriðu.
Að jafnaði var vallarfoxgrasið að skríða,
þegar komnir voru 215 gráðudagar frá þeim
tíma, er meðalliiti sólarhringsins fór fyrst
yfir -þ 4,0°C. Breytileiki á milli ára var tals-
verður og var meðalfrávikið ± 25 gráðu-
dagar.
Veðurfar ræður miklu um það, hvenær
grösin ná þroska. Samkvæmt niðurstöðum
Vik’s (1955) er neikvæð fylgni á milli þess
tíma, er grösin ná ákveðnu þroskastigi, og
meðalhitans. Við athugun gagna úr tilraun
nr. 167—65 kom þetta atriði einnig í ljós.
Sambandinu á milli dagafjölda (y) frá 1.
maí til þess tíma, er vallarfoxgrasið skríð-
ur, og meðalhita í maí og júní (xi) má lýsa
með eftirfarandi aðhvarfslíkingu:
y = 100 -i- 4,4 • xi (r = = 0,38; 0,5> P > 0,4)
Fylgnin er ekki marktæk, en gefur bend-
ingu um, að tíminn frá 1. maí að skriði stytt-
ist um 4 daga við hverja gráðu, sem með-
alhiti maí og júní hækkar. Er það sam-
hljóða niðurstöðum Vik’s (1955).
í athugun, sem gerð liefur verið á Hvann-
eyri um 12 ára tímabil, kom í ljós, að mjög
há og marktæk fylgni (r = -f- 0,85; P <
0,001) var á milli meðalhita í maí og júní og
skriðdags vallarfoxgrass( Bjarni Guðmunds-
son 1972, óbirt ritgerð).
Veðurfarið ræður einnig miklu um það,
hve hratt grösin taka út þroska sinn. Gögn
úr tilraun nr. 167—65 bentu til þess, að um
samverkandi áhrif úrkomu og hitastigs á
þroskahraða vallarfoxgrassins væri að ræða.
Með þroskahraða er hér átt við dagafjölda,
frá því er vöxtur hefst og þar til grösin
skríða, en vöxtur er talinn hefjast, er meðal-
hiti sólarhrings fer fyrst yfir -þ 4,0°C (sjá
kafla um uppskerumagn). Eftirfarandi að-
hvarfslíking var reiknuð:
ye = 66 0,007 -X1-X2 (r = = 0,35; 0,5>P>0,4)
TAFLA 8 - TABLE S
Hlutdeild vallarfoxgrass í gróðri í tilraun nr. 167—65
Participation of Phleum pratense (Engmo) in vegetation in experiment no 167—65
Ár Year I 120 kg N/ha — borið á í einu lagi 1120 kg N/ha — appliecl in spring II 80 +40 kg N/ha — tvískipt II 80 kgN/ha — applied in spring 40 kg N/ha applied after first cut
Slegið snemma (a og b) Cut before shooting Slegið, er grös skríða (c og d) Cut at shooting time Slegið seint (e og f) Cut before flowering Slegið snemma (a og b) Cut before shooting Slegið, er grös skríða (c og d) Cut at shooting time Slegið seint (e og f) Cut before flowering
1968 1971 66% 87% 65% 91% 63% | 74% 65% 68% 54% 82% 61%