Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Side 7

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Side 7
ATHUGANIR Á INNYFLAORMUM ÍSLENZKRA NAUTGRIPA 5 hafa það í huga sér, að talsverðu af sauð- fénu, sem hér um ræðir, var slátrað vegna einhvers krankleika, en alltaf má búast við því, að ormarnir magnist, þegar mótstöðuafl skepnunnar minnkar. Nautgripirnir voru hins vegar allir taldir heilbrigðir. Engu að síður bendir þessi mikli munur til þess, að T. axei muni eiga miklu erfiðara uppdráttar í nautgripum en í sauðfé. Ostertagia ostertagi og Ostertagia lyrata. Erfittt er að greina kvendýr þessara tegunda í sundur, en hins vegar auðvelt að greina karldýrin. Hér er gert ráð fyrir því, að hlut- fallið milli kvendýra þessara tegunda sé hið sama og hlutfallið milli karldýranna. Alls fundust þessir ormar í 31 nautgrip eða 97%. Meðalfjöldi orma í þessum 31 grip var 4010, en mesti fjöldi í einum grip 20800. O. ostertagi er mun algengari en O. lyrata. Þannig fundust kafldýr af O. ostertagi í öll- um þeim 27 nautgripum, þar sem einhver karldýr fundust, en O. lyrata aðeins í 16 af þessum 27. I þessum 27 gripum var áætl- aður meðalfjöldi O. ostertagi 3830, en áætl- aður meðalfjöldi O. lyrata í þeim 16 grip- um, sem karldýr af þessari tegund fundust í, var aðeins 1260. Báðar umræddar tegundir eru bundnar við nautgripi og hafa ekki fundÍ2t í sauðfé, a. m. k. ekki hérlendis. I sauðfjárvinstrum er hins vegar um tvær teg- undir af þessari ættkvísl að ræða, þ. e. Oster- tagia circumcincta og O. trifurcata, en hvorug þeirra hefur fundizt hér í nautgripum. Fjöldi Ostertagia í nautgripum hér er nokkuð mik- ill, a. m. k. ef miðað er við fjölua Trichos- trongylus axei. Til samanburðar má geta þess, að í 40 kindum, sem atbugaðar voru á tímabilinu janúar—júní 1962, fannst O. circumcincta í 35 (87.5%) og O. trifurcata í 23 (57.5%). Meðalfjöldi O. circumcincta í þeim 35 kindum, sem hún fannst í, var 7370, en meðalfjöldi O. trifnrcata í þeim 23, sem hún fannst í, 2630. Ormalirfur. Lirfur voru ekki greindar í teg- undir. Lirfur fundust alls í 15 nautgripum (53%), og voru þær að meðaltali 950 í þessum 15. Athuganir þær, sem gerðar voru með því að skafa slímhúð vinstrar og melta skafið, staðfestu í megindráttum ofannefndar niður- stöður, en auk þess fengust við þær athug- anir nokkrar upplýsingar um árstíðabundnar breytingar. Þannig fækkaði lirfum mikið í hlutfalli við fullvaxta dýr á tímabilinu frá janúar—júlí. Voru þær mun algengari en fullvaxta dýr á tímabilinu frá janúar—apríl, en mun færri í júní og júlí. Ekkert bendir til þess, að mismunandi aðferðir, notaðar á tímabilinu, valdi þessum mun. Rétt er að hafa hér í huga, að þær tölur, sem að ofan eru ræddar, byggjast eingöngu á ormaskoð- un (skolun á vinstrum) nautgripa, sem slátr- að var í júní og júlí, þegar lirfur virðast í lágmarki. Talningar á ormum í slímhúð virmst einnig benda til nokkurrar aukningar á Ostertagia frá janúar til maí (rúmleg tvö- földun á því tímabili), en hins vegar var ekki að sjá neina reglubundna breytingu á T. axei. Ekki var unnt að sjá neinn mun orma- fjölda nautgripa miðað við aldur þeirra að kálfum undanskildum. AIls var skolað úr vinstrum 8 kálfa. I einum þessara fannst enginn orraur í vinstur, en í hinum 7 voru að meðaltali um 7340 Ostertagia, en 24 eins árs og eldri nautgripir voru að meðaltali með aðeins 2950 Ostertagia (en þessir ormar fundust í öllum 24 nautgripum). Tveir kálf- ar voru með um tvöfalt fleiri orma en nokk- ur eldri gripur. Hins vegar var enginn sjá- anlegur munur á kálfum og e’dri gripum um fjölda á T. axei. T axei fannst í 5 hinna 8 kálfa, að meðaltali 820, en 9 af hinum 24 eldri gripum höfðu þennan orm, að meðaltali 1310 í grip.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.