Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Page 23

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Page 23
MYNDUN MÓAJARÐVEGS í SKAGAFIRBI 21 INNGANGUR Við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins fara einkum fram rannsóknir á efnafræðilegum eiginleikum íslenzks jarðvegs. Hins vegar hefur mörgum öðnun þáttum jarðvegsrann- sókna lítt verið sinnt hin síðari ár. Björn JÓhannesson (1960) flokkaði íslenzkan jarðveg. Sú flokkun fer eftir eiginleikum jarðvegsins annars vegar og berggrunni hins vegar. Ákveðið var með verkefni þessu að rann- saka með jarðfræðilegum aðferðum afmark- að svæði og eina jarðvegsgerð. Rannsóknir á íslenzkum móajarðvegi hafa einkum beinzt að þykknun hans vegna áfoks. A því sviði hefur Sigurður ÞÓRARINSSON (1961) unn- ið brautryðjandastarf. Guttormur Sig- bjarnarson birti 1969 grein um rann- sóknir sínar á Haukadaisheiði. Þar er fjallað mjög ýtarlega um myndun og gerð móa- jarðvegs á því svæði. JARÐFRÆÐILEGAR AÐSTÆÐUR Gerð og aldur berggrimns og landslags. Berggrunnur rannsóknarsvæðisins er hluti af elztu jarðmyndun Islands, blágrýtismyndun- inni, en hún varð til á tertíer. Aldur tertíeru jarðmyndunarinnar er yngst þriggja milljón ára gömul. Samkvæmt jarðlagahalla og aldursákvörð- unum, sem gerðar hafa verið á tertíeru bergi, er elzta berg að finna í Fjörðum og í Gerpi austan lands, við norðanvert Isafjarðardjúp og Borgarnes vestan lands. Blágrýtismynd- unin í Skagafirði ætti samkvæmt þessu að vera frá síðtertíer. Islenzka blágrýtismyndunin er gerð að meginhluta úr hraunlögum, sem hafa orðið til í flæðigosum. Hraunlögin eru tiltölulega þunn, en við síendurtekin gos hlóðst upp þykkur hraunlagastafli. Á mill hraunlaganna eru víða misþykk, rauðleit setlög svo og Val á rannsóknarsvæði beindist að Norð- urlandi. Skagafjörður varð fyrir valinu eink- um af tveimur ástæðum. Skagafjörður er blá- grýtissvæði, gagnstætt Haukadalsheiði, sem er á móbergssvæði, og Skagafjörður er til- tölulega afmarkað svæði. Rannsókn var unn- in á þann hátt, að tekin voru og mæld snið í móajarðveginn. Reynt var að hafa sem jafnast bil milli sniða, og teknar voru tvær línur eftir endilöngu Skagafjarðarhéraði, úr Vesturdal að Reykjaströnd að vestan og Austurdal út á Höfðaströnd að austan (mynd á 23. bls.). Sniðin voru mæld sumurin 1970 og 1971, en rannsóknarstofuvinna unnin síðastliðið ár og það, sem af er þessu ári. Rannsóknarstofu- vinna var fólgin í kornastærðarmælingum og smásjárrannsókn á þunnsneiðum af jarðvegs- kornum til athugunar á grófleika og sam- setningu fokjarðvegsins. nokkuð um árset (Sigurður Þórarinsson 1951). Samkvæmt skjálftamælingum (Guð- mundur Pálmason 1971) er bylgjuhraði í yfirborðsbergi á blágrýtissvæðunum 4,1 km/ sek. — lag 1. Þetta lag er um 1000 m á þykkt undir Skagafirði, en í fjöllum vestan og austan Skagafjarðar er þessi jarðmyndun um 1500—2000 m þykk. Yfirborð blágrýtismyndunarinnar hefur verið fremur mishæðalítið, eins og sjá má á fjallakollum vestan og þó einkum austan Skagafjarðar, en þeir eru allflestir flatir að ofan. Fjallakollarnir eru í 900—1300 m hæð yfir sjó. Upphaf núverandi landslags mun vera frá lokum tertíers eða byrjun kvarters. Þá tóku dalir að myndast í tertíeru „slétt- una", og þeir hafa síðan dýpkað og breikkað smám saman á ísöld af völdum ár- og jökul- rofs. Á ísöld var eldvirkni á Skagafjarðar-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.