Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Side 33

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Side 33
MYNDUN MÓAJARBVEGS í SKAGAFIRBI 31 DREIFINGARSKEKKJA FRÁ NORMALKÚRFU 0 SKEWNESS ÁRSANDUR RIVER SAND 0 \ -0.5 FJÖRUSANDUR ' DEACH SAND ^ I -U50 -2.00 \ l \ \ \ \ 0.50 \ \ 0.75 \ FOKJARÐVEGUR LOESSIAL SOIL OQ % GO o o O O AÐGREINING 0 STANDARD DEVIATION (SORTING) 1.75 2.00 2.25 2.50 2.75 3.00 Hins vegar er dreifingarskekkja frá normal- kúrfu mjög lítil. Á mynd á 32. bls. er sýnt hlutfall grófra korna, að og með 0,062 mm, af heildarþunga á móti dýpi. Af myndinni má ráða, að hlut- fall grófra korna í sýninu er mest á tíma- bilinu, frá því að jökla leysir og að þeim tíma, er öskulagið H5 fellur, um 75% af heildarþunga. Athyglisvert er, að næsthæsta hlutfall grófra korna er fyrir ofan öskulagið frá 1104. Minnst er þetta hlutfall milli H3 —H5, þ.e. á birkiskeiðinu síðara. Samanburður við Haukadalsheiði sýnir, að meðalsamsetning korna er nokkuð frábrugð- in. Meðalkornastærð á Haukadalsheiði er 0,043 mm og flokkast því sem méla. Meðal- kornastærð í Skagafirði er 0,078 mm og flokkast því sem mjög fínn sandur. Bergfrœðileg samsetnmg móajarðvegsins. í því skyni að kanna samsetningu móajarð- vegsins voru gerðar þunnsneiðar af jarðvegs- kornum. Ur hverju sýni var gerð ein þunn- sneið úr hverjum kornastærðarflokki frá 1,00 mm og niður í 0,063 mm. Þunnsneiðarnar urðu því 76 talsins. Til að meta hlutfall frumsteina í þunn- sneiðinni var notuð svonefnd punktatalning, en það er ein hraðasta og nákvæmasta aðferð, sem notuð er til að greina korn. Notað er míkrómeter okúlar með krosshárum í berg- smásjá. Netkerfi er sett upp og þunnsneiðin yfirfarin langsum, að minnsta kosti þrisvar. Nomð var talningarvél og vélrænt borð, sem hreyfir þunnsneiðina á kerfisbundinn hátt, svo að bil milli færslna er alltaf jafnt. I hverri þunnsneið vom taldir um 470 punktar, og vom því alls taldir 35.720 punktar. Nið- urstöður greininganna má sjá á eftirfarandi súluritum, sem sýna hvern flokk, sem talinn var, en það vom: 1. bergbrot, 2. kristallar, — einkum feldspat og pýroxen, 3. ljóst gler, 4. dökkt gler, 5. ummyndað gler.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.