Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Síða 40

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Síða 40
38 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR HELZTU NIÐURSTÖÐUR. K ornastærðarmælingar. Helztu niðurstöður kornastærðarmæíinga eru þær, að meðalstærð korna í móajarðvegi í Skagafirði er 3,760, sem flokkast sem mjög fínn sandur. Breytingar á meðalkornastærð innan sniða eru ekki mjög miklar, hins vegar er nokkur munur á hlutfalli grófra korna í jarðvegssniðinu, sjá mynd á 33. bls. Þessi munur er einkum sá, að hlutfall grófra korna í jarðvegi fer minnkandi jafnt og þétt fram að síðara mýraskeiði, en eykst úr því og verður jafn mikið eftir landnám og í upphafi jarðvegsmyndunar. Skýring á þessum gróf- leikamun er trúlega sú, að því meiri sem gróðurinn er og jafnari gróðurþekjan, þeim mun minna verður rofið, og því minnkar áfokið. Einnig er hugsan’egt, að fíngerðari korn fjúki lengra og því verði hluti grófra korna 'hærri. Sumt af grófu kornunum eftir landnám kemur vitaskuld lengra að, en meg- inhluti gæti verið til kominn vegna umlög- unar við uppblástur, þ.e. fínu kornin tínast, en grófu kornin setjast. Loftslag fer versnandi fyrir um það bil 2500 árum, og hnignar þá gróðri, og vindrof eykst með búsetu manna og bústofni þeirra samfara síversnandi loftslagi, er hefur gengið nærri viðkvæmu gróðurríki, og rofið magnast. Svipuð er niðurstaða kornastærðarmælinga af Haukadalsheiði að öðru leyti en því, að þar er hlutfall grófra korna hvers tímabils lægri. Þar er meðalkornastærð fokjarðvegsins einn- ig helmingi minni en í Skagafirði. Hugsan- legt er því að nota kornastærðarmælingar til að ákvarða myndunartíma jarðvegs á svæð- um, þar sem öskulög er ekki að finna. Samsetnmg jarðvegsins. Móajarðvegur í Skagafirði er að langmestu leyti gerður úr dökku móbergsgleri og um- mynduðu móbergsgieri, um 70% að meðal- tali. Ljós aska er nær 17% af magni móa- jarðvegs í Skagafirði. Afgangurinn, um 15%, eru bergbrot og kristallar. Ljóst er af því, sem áður er sagt um berggrunn, að þessi jarðvegsefni hljóta að hafa fluzt inn á svæðið með einhverjum hætti nema bergbrot og kristallar, sem geta verið ætmð að mestu af blágrýtissvæðinu. Jarðvegssnið þau, sem mæld voru, sýna, að jarðvegur er allþykkur á þessu svæði, en meðalþykkt þeirra 27 sniða, sem mæld voru, reyndist vera 85 cm. Mest þykkt mældist 174 cm, en minnst 30 cm, þar sem samfelld jarðvegsmyndun hefur verið frá ísaldarlok- um. Skoðun korna í smásjá sýnir, að móbergs- glerið og ummyndaða glerið er yfirleitt allvel ávalað. Rannsóknir benda til þess, að korn, sem berast með vindi, núist og ávalist bemr en þau, sem berast með vatni, enda svífa þau smærri oft í vatninu án verulegrar snertingar við annað en vatnið. A þetta einkum við um smærri korn. Kuenen (1964) ályktaði sam- kvæmt rannsóknum sínum, að kvarzteningur, sem væri 0,4 mm í þvermál, þyrfti að flytjast nokkra milljón km í vatni til þess að verða hnöttótmr. Þungatap fersks feldspats var að- eins tvöfalt á við kvarz. Avölun kvarzkorna við vindflutning reyndist hins vegar allt að hundrað- til þúsundföld á við ávölun í vatni. Þetta kemur vel heim við skoðanir ýmissa á myndun móajarðvegsins. Móbergsgler og eld- fjallaaska eru uppistaða móajarðvegsins. Bergbrot og kristallar eru aðeins verulegur hluti jarðvegskornanna neðst í sniðunum. Ljósa askan er ekki áberandi í jarðvegssnið- unum, fyrr en eftir að öskulagið Ht hefur fallið. Gróðurmyndun er komin það langt á veg, þegar öskulagið H5 fellur, að það hreyf- ist varla mikið úr stað og tekur þess vegna lítinn þátt í jarðvegsmynduninni, enda er lagið þunnt á Norðurlandi. Eftir að öskulagið

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.