Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Side 56

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Side 56
54 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR an hrúta einstök afurðaár allt að 5 vetra áldri og tilsvarandi samvikagreining milli ára. Greining þessi var gerð til að kanna hugsanleg aldursáhrif á erfðabreytileika í ullarmagni. Fjöldi mælinga að baki þessari greiningu er sýndur í 2. töflu. Arfgengi, erfðafylgni milli einstakra áa og skekkjan á stuðlunum var metin á sama hátt og gerð er grein fyrir við 1. greiningu. IV. AÐHVARFSSTUÐULL Arfgengi frjósemi, afurðastigs og ullarmagns tvævetlna ásamt erfðafylgni milli þessara eiginleika var metið frá aðhvarfsstuðli dótt- ur að móður. Greiningin var gerð innan feðra, og tvö- faldur aðhvarfsstuðull dóttur að móður gefur arfgengi eiginleikans. Skekkja arfgengisins var reiknuð samkvæmt formúlu frá Fal- coner (1960) og skekkja erfðafyigninnar eftir formúlu frá Reeve (1955). Þessi greining náði til samtals 856 móður- dóttur para. NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR a) Umhverfisþættir. í 3. töflu er sýndur meðalullarþungi eftir árgöngum áa á einstökum búum. Á öllum þessum búum er hluti fjárins rúinn að vetr- inum. Er það allt yngra féð, en misjafnt er KG ULL ALDUR 1. mynd. Breyting á ullarþunga áa með aldri. Ovegin meðaltöl úr töflu. Oll bú. Fig. 1. Variation in wool weight of ewes with age unweighted means from table. eftir búum og árum, hversu mikið af fénu er vetrarrúið. Ekki verður sagt um, hver áhrif þetta hefur á samanburð aldurshópa, en þó má ætla, að þau áhrif séu lítil, þar sem í tilraunum með vetrarrúning kom ekki fram neinn munur í ullarmagni af vetrar- rúnu og sumarrúnu fé. (Stefán AðalsTeins- son o. fl. 1976). Tölurnar frá Reykhólum gefa ekki rétta mynd af aldursáhrifum, þar sem aðeins yngri árgangar voru til þar fyrsta hluta tímabilsins vegna fjárskiptanna árið 1961. Vegna þess 3, Tafla. Ullarþungi eftir aldursflokkum áa. Óveqin meðaltðl einstakra ára. Table 3. Fleece weight of different age groups of ewes. Unweighted mean of years. BÚ Farm Aldur Age of ær , ewe, ár year 1 2 3 4 5 6 1 8 9 10 Hestur 1966-1975 2.08 2.91 2.48 2.17 2.06 1.91 1.75 1.59 1.61 1.33 Hvanneyri 1968-1975 1.89 2.83 2.48 2:19 2.14 1.95 1.80 1.59 1.29 Reykhólar 1966-1975 2.33 3.01 2.77 2.67 2.66 2.55 2.50 2.44 2.12 2.09 Skriðuklaustur 1971-1975 2.22 3.09 2.65 2.46 2.35 2.25 2.12 2.00 1.89 1.74 Hólar 1968-1975 1.94 3.01 2.58 2.29 2.03 1.90 1.74 1.67 1.57 1.49

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.