Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Side 57

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Side 57
ULLARÞUNGI ÁA 55 eru nokkur áhrif af áram í tölunum frá Reykhólum. Óvegin meðaltöl hinna fjögurra búanna eru sýnd á 1. mynd. Mestur ullar- þungi er af tvæveflum. Lækkun ullarþunga eftir tveggja vetra aldur virðist mjög regkdeg, og má lýsa henni með eftirfarandi líkingu: Y=3.54—0.356X-f-0.0156X2 en í líkingunni er Y ullarþungi og X áldur ærinnar í áram. Ull af veturgömlum ám er um 0.9 kg minni en af tvævetlum, en þriggja vetra ærnar skila um 0.4. kg minni ull en tvævetlurnar. I rannsóknum á áhrifum aldurs á ullar- þunga áa í Noregi fann Eikje (1971) mestan ullarþunga af tveggja vetra ám, en í Spælsau-kyninu, sem skyldast er íslenzku sauðfé af þarlendu fé, er munur á aldurs- flokkum nokkru minni en fundinn er hér. I Merínó-sauðfé í Astralíu, þar sem aldurs- áhrif á ullarmagn hafa verið rækilega könn- uð, er ull mest af þriggja og hálfs árs göml- um ám (Turner og Young, 1969). Merínó- féð er sennilega mun seinþroskaðra fé en íslenzkt sauðfé, meðferð þess állt önnur og ullargerð mjög ólík, og er því ekki að vænta samræmis með þessum kynjum. Módelið, sem notað er til að kanna áhrif umhverfisáhrifa á ullarþunga af veturgöml- um ám, skýrði 18,67% af breytileika ullar- þungans. Eini raunhæfi þátturinn var þó haustþungi lambsins. Aðalhvarfsstuðullinn fyrir ullarþunga að haustþunga var 0.0367 kg/kg. Fjöldi lamba gemlingsárið hafði raun- hæf áhrif á ullarþunga tvævetlna. Ull var minni af þeim ám, sem átt höfðu lamb gemlingar. Ær, sem höfðu gengið með tvö lömb gemlingar, skiluðu að vísu meiri ull en þær, sem áttu eitt lamb, en fjöldi tví- lembdra gemlinga var svo lítill, að ekki er sá munur marktækur. Ær, sem átt höfðu lamb gemlingar skiluðu 0.26 kg minni ull en þær, sem geldar voru gemlingsárið. Steine (1974) fann 0.21 kg minni ull af ám í Noregi, sem gengið höfðu með lambi gemlingar, en þeim, sem geldar voru. Ahrifin af lambs- burði gemlingsárið vora aftur á móti horfin hjá þriggja vetra ám í hans rannsókn. I 4. Tafla Arfgengl, erfóa- og svipfarsfylgni, metið eftir aðferð I. Arfgengi-á hornalínunni, erfóafylgnl yfir hornalínunni oq svipfarsfýlgni undir. Table 4. Heritability, genetic and phenotypic correlation estimated by method I. Heritabilities on the diagonal and genetic correlations above the diagonal. Eiginleiki Trait Frjósemi Fecundity Afurðastig Carcass weight score Ullarþungi Fleece weight Ullarflokkur Wool class Frjósemi 0.14+0.02 -0.30+0.10 0.29+0.10 0.06+0.11 Fecundity Afuróastig -0.05 0.12+0.02 0.39+0.10 1 -0.58+0.07 Carcass weight score Ullarþungi 0.01 0.02 0.19±0.03 0.28+0.09 Fleece weight Ullarflokkur Wool class 0.00 -0.06 -0.02 0.55 0.06

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.