Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Side 60

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Side 60
58 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR gamalla á fæti. Áhrif lambsburðar gemlings- árið á gæruþunga tvævetlna voru aftur á móti hverfandi. b) Erfðaáhrif. Niðurstöður útreikninga á arfgengi, erfða- og svipfarsfylgni er að finna í 4.—-7. töflu. Tölur þær, sem hér eru fundnar um arf- gengi, frjósemi og afurðastig eru í ágæm samræmi við eldri rannsóknir á þessum þátt- um í íslenzku sauðfé (Sveinn Hallgrímsson, 1966, Stefán Aðalsteinsson, 1971, og Jón Yiðar Jónmundsson, 1975). Arfgengi ullarþunga áa hefur ekki áður verið metið í íslenzku sauðfé. Niðurstöður þær, sem hér er gerð grein fyrir, benda til, að það sé 0.25—0.30. Fjölmargir útreikningar hafa verið gerðir á arfgengi ullarþunga erlendra sauðfjárkynja. Niðurstöður þeirra útreikninga eru breyti- legar, og nefna Turner og Young (1969) tölur frá 0.0—0.7. Cunningham og Gjed- rem (1970), sem birtu yfirlit yfir fjölda út- reikninga, fundu meðaltal þeirra 0.35. Um- fangsmestu útreikninga á þessum þætti hefur Eikje (1975) gert á norskum sauðfjárkynj- um. Hann fann arfgengið 0.36 metið sem hálfsystrafylgni og 0.41 metið frá aðhvarfs- smðli dóttur að móður. Enginn umtalsverð- ur munur á fjárkynjum kom fram í rann- sókn hans. Arfgengistölurnar í 6. töflu benda til, að ekki sé munur á arfgengi ullarþunga ánna eftir afurðaámm. Á niðurstöðurnar í 5. töflu um arfgengi ullarþunga vemrgamalla áa má ekki leggja mikla áherzlu. Þeir útreikningar ná til mjög lítils fjölda, og í öðru lagi má ætla, að þar sé um að ræða valinn hóp að einhverju leyti, þar sem aðeins eru teknar með í útreikninga þær ær, sem átt hafa lamb veturgamlar. I rannsókn sinni á arfgengi norskra áa fann Eikje (1975) hæst arf- gengi hjá veturgömlum ám, en lægst hjá tvævetlum, og var munurinn á aldurshóp- um vemlegur. Hann nefnir sem hugsanlega skýringu ófullkomna leiðréttingu vegna áhrifa af lambsburði ánna veturgamalla, en vegna þeirra áhrifa var ekki leiðrétt. Eins og að framan er greint, fundust slík áhrif í þessum gögnum og hefur ekki verið leiðrétt vegna 8, Tafla. Samhengi milli gæruflokks lambshaustið og ullarflokks hjá ánni tveggja vetra gamalli. Table 8. Classificatiön of wool classes for two year old ewes in relation to classification of lamb pelt at weaning. Gæruflokkur lambs Pelt class as lamb Ullarflokkur - Wool class A B C Samtals Total A+B 346 68 5 419 C 169 150 39 358 D 73 169 195 437 Samtals Total 588 387 239 1214

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.