Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Page 62
60 ÍSLENZKAR LANDBÚNABARRANNSÓKNIR
eins og þá, að ærnar leita á sömu slóðir í
sumarhögum ár eftir ár. Slíkir þættir leiða
eðlilega til þess, að tvímælingargildið verð-
ur hærra en arfgengið.
Tvímælingargildi ullarþunga ærinnar virð-
ist ekki hærra en arfgengið. Þetta virðist stafa
af því, að ekki sé fullkomin erfðafylgni milii
ullarþungamælinga einstakra afurðaára. Þetta
bendir til, að ekki sé verið að mæla sama
eiginleikann öll afurðaárin. I rannsóknum
sínum í Noregi fann Eikje (1975) erfða-
fylgni milli einstakra afurðaára 0.55. Hugsan-
leg skýring á þessu getur verið sú, að hér
sé um að ræða áhrif af frjósemi árið áður á
ullarþunga næsta ár, sem geta orðið til að
draga úr fylgni milli tveggja samliggjandi
afurðaára, sé um slík áhrif að ræða. Tölurn-
ar í 6. töflu gefa vissa bendingu um, að þessi
skýring sé rétt.
Hvergi virðist um mikla erfðafylgni að
ræða milli einstakra eiginleika nema milli
afurðastigs og ullarflokks. Sú erfðafylgni er
neikvæð. Eðlileg skýring á því virðist hið
missterka úrvál fyrir þunga lamba, sem hefur
átt sér stað í hvítu og gulu fé á þessum bú-
um (Stefán Aðalsteinsson og Jón Yiðar
JÓNMUNDSSON, 1977).
Erfðafylgni milli frjósemi og afurðastigs er
neikvæð, en lág. Engin svipfarsfylgni er milli
þessara eiginleika, eins og vænta má, þar
sem þungi lambanna er leiðréttur fyrir áhrif-
um þess, hvernig lambið gengur undir, áður
en afurðastigið er gefið. Jón Viðar JÓN-
mundsson (1975) fann lága en jákvæða
erfðafylgni ‘G = 0,15 milli afurðastigs og
frjósemi í gögnum úr fjárræktarfélögum.
Ullarþungi hefur jákvæða erfðafylgni við
frjósemi, og afurðastig ærinnar, en svipfars-
fylgni milli þessara eiginleika er hverfandi.
Ætla má, að þessi erfðafýlgni sé bundin við
stærð ærinnar, þannig að þungar ær séu að
öðru jöfnu frjósamari og skili vænni lömb-
um en léttar ær.
Turner (1972), sem hefur skrifað yfir-
litsgrein um tengsl þessara eiginleika, álykt-
ar út frá niðurstöðum fjölmargra rannsókna
á þessum atriðum, að um lítil erfðatengsl
sé að ræða mil'li ullarþunga annars vegar
og frjósemi og mjólkurlagni ánna hins vegar.
Þessi tengsl séu þó fremur jákvæð, svo að
hægt sé að kynbæta alla þessa eiginleika
samtímis.
Enginn umtalsverður munur virðist koma
fram á erfðastuðlum, sem annars vegar eru
metnir með hálfsystrafylgni, og hins vegar
út frá aðhvarfsstuðli dótmr að móður. Aftur
á móti virðist arfgengið, metið eftir aðfetð I,
vanmetið, og er það í samræmi við fræðileg-
ar rannsóknir (Rönningen, 1972). Áhrifin
virðast mest á þá eiginleika, sem ætla má að
úrvali sé beitt við hjá fullorðnum ám, þ. e.
afurðastig og frjósemi.
Breytileiki í ullarmagni áa virðist veruleg-
ur, en breytileikastuðullinn er um 18% í
þessum gögnum. Niðurstöður þær, sem hér
hefur verið gerð grein fyrir, benda til, að
erfðabreytileiki í þessum eiginleika sé um-
talsverður. Þannig ætti að mega auka ullar-
magn af hverri kind með markvissu kyn-
bótastarfi.
Einstaklingsúrval í sauðfjárrækt hér á
landi fer aðallega fram, þegar ásetningslömb
eru valin. Á þeim tíma er engin mæling til á
ullarmagni hvers einstaklings, svo að ekki er
unnt að beita einstaklingsúrváli á þeim tíma
að því er þennan eiginleika varðar. Urvalið
hlýmr umfram allt að verða ætternisúrval.
Mestu máli skiptir því að eiginleikinn sé
tekinn með í kynbótaeinkunnum hrúta fyrir
dætur og í kynbótaeinkunnum áa. Mestra
áhrifa mun að vænta af dætraeinkunn hrúts-
ins, og mætti því miða mælingar á ullar-
magni mestmegnis við yngri ærnar. Vegna
hinna miklu þungaáhrifa á ull veturgamalla
áa virðist vafasamt að miða við mælingar á
ullarmagni á þeim aldri. Ull virðist því mest