Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Qupperneq 67
Á FENGIELDI AB HALDA ÁFRAM 65
flokki eingöngu 1,2 kg af töðu á dag eftir
fang.
NIÐURSTÖÐUR
Rúmlega 98% allra áa í báðum tilrauna-
flokkum festu fang og báru, en munur á
flokkum var hverfandi lítill. Fjöldi algeldra
áa, tæplega 2%, var innan eðiilegra marka
fyrir viðkomandi bú þessi ár. Við uppgjör
á fjölda lamba eftir á var sleppt úr þeim
ám, sem gengu upp eftir fyrstu tilhleypingu
og festu fang síðar, en það voru samtals
rúmlega 4% ánna. I 1. töflu er sýnd meðal-
frjósemi tilraunarflokkanna A og B hvert ár
fyrir sig og öll þrjú árin saman. Þar kemur
fram, að nokkur munur er á flokkum fyrsm
tvö árin, en nær enginn munur þriðja árið,
og séu öll þrjú árin tekin saman, er munur
flokkanna hverfandi lítill og reyndar töl-
fræðilega óraunhæfur (P>0,05) í öllum til-
vikum samkvæmt bæði t- og X2-prófunum.
Athyglisvert er, að ærnar í A-flokki, sem voru
á eldi út fengitímann, voru frjósamari að-
eins eitt árið. Þess er vert að geta, að munur
á meðalfangdögum flokkanna innan ára var
hverfandi lítill og óraunhæfur (P>0,05).
I 2. töflu er sýndur þungi ánna í janúar.
Að undanteknu fyrsta ári voru ærnar í A-
flokki þyngri í janúar, enda fengu þær lengra
1. TAFLA. FRJÓSEMI ANNA (FÆDD LÖMB).
TABLE 1. NUMBER OF LAMBS BORN PER EWE LAMBING.
Ar Flokkur Fjöldi áa Fjöldi lamba eftir ána No. of lambs per ewe
Year Group Number of Meðaltal Meðalfrávik
ewes Mean Standard deviation
1973-1974 A 66 1,45 0,50
B 6 9 1,61 0 ,49
1974-1975 A 76 1,57 0 ,55
B 73 1,49 0,50
1975-1976 A 82. 1,56 0,52
B 86 1,57 0,50
Samtals og meðaltal A 224 1,53 0,53
Total and average B 228 1,56 0,50