Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Síða 68
66 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
2. TAFLA. ÞUNGI ÁNNA í JANÚAR OG ÞYNGDARBREYTINGAR ÞEIRRA
FRÁ HAUSTVIGTUN FRAM YFIR FENGITÍMA (KG).
TABLE 2. BODY WEIGHT OF EWES IN JANUARY AND WEIGHT CHANGES
FROM WEANING UNTIL AFTER MATING (KG).
Ár Year Flokkur Group Meðalþungi í janúar Mean body weight in January (kg) Létting ánna frá sept.-nóv. Body weight loss from Sept.-Nov.(kg) Þynging ánna frá nóv.-jan. Body weight gain from Nov.-Jan.(kg)
1973- '74 A 60,16 3,06 3 ,57
B 60 ,43 2,85 3,81
A 57,24 2 ,80 4,43
1974- 75
B 56 ,54 3,39 4,35
A 58,09 1,97 0,58
1975- 76
B 56 ,41 0,57 0,29
Meðaltal A 58,41 2,57 2,85
Average B 57 ,66 2 ,18 2,66
eldi. Lítill munur var á flokkunum ár hvert,
og er hann óraunhæfur (t-prófun, P>0,05).
Þá eru og sýndar þungabreytingar ánna, ann-
ars vegar frá haustvigtun seint í september
til nóvembervigtunar, er þær voru teknar á
hús, og hins vegar frá nóvembervigtun til
janúarvigtunar við lok fengitíma. Þar kemur
í ljós, að ærnar hafa að jafnaði verið teknar
á gjöf á haustin, áður en þær höfðu létzt
að ráði, og aðeins síðasta árið höfðu þær
ekki náð afmr haustþunga sínum í lok fengi-
tíma í janúar. Þess ber að geta, að meðal-
aldur tilraunaánna var 3,35 ár fyrsta haustið,
2,52 ár annað haustið og 2,73 ár þriðja
haustið.
ÁLYKTANIR
í framangreindri tilraun virtist það ekki skaða
frjósemi ánna í B-flokki, þótt fengieldið væri
tekið af, þegar eftir að hleypt hafði verið til
þeirra, og em þær niðurstöður í samræmi
við reynslu sumra bænda, er taka ærnar frá
strax eða fljótlega eftir fang. Þess ber þó
að minnast, að í tilraununum vom ær, sem
fengu góða meðferð á haustin og fyrri hluta
vetrar, tiltölulega lítið aflagðar, er þær vom
teknar á hús, a. m. k. miðað við það, sem
gerist á Suðvesturlandi, og fengu allgott 2—3
vikna eldi fram að fengitíma. Vera má, að
niðurstöður yrðu á annan veg, ef slíkri með-