Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Síða 73
ARFGENGI Á FJÖRI í ÍSLENZKUM HROSSUM ~j\
My.nd 1.
Text figure 1■
Afkvani
Progeny
:8
2 +
aj
u
o
. u
4h w
•8 £
kjjj
4h fO
U
bO 0)
•H Oi
■P 6
CO QJ nJ
Eh ° —
1 ■'
—I-----------
0
Stig fyrir fjör
+
2
Temperament score
fííeöur-Dams
Talnagögnin eru takmörkuð, og í þeim
geta leynst kerfisbundin áhrif, sem auka lík-
indi milli móður og afkvæmis umfram það
sem ræðst af sameiginlegu erfðaeðli þeirra.
sem dæmi um slík áhrif má nefna, að móðir
og afkvæmið eru í mörgum tilvikum alin
upp á sama stað og stundum tamin af sama
manni. Slík áhrif leiða til ofmats á arfgeng-
inu.
A hinn bóginn er þetta háa arfgengi, sem
hér hefur fundist, í góðu samræmi við þá
almennu reynslu, að undan sumum hryssum
kæmu því nær einvörðungu blóðlatar bykkj-
ur, en undan öðrum væri því nær óbrigðult
að fá öskuviljug fjörhross.
Háu arfgengi á eiginleika fylgja miklir
möguleikar á kynbótum með einstaklingsúr-
vali.
Arfgengisútreikningarnir hér að framan
eru byggðir á tölum, sem safnað var fyrir
nálægt 30 árum.
Hafi verulegt úrval fyrir vaxandi fjöri átt
sér stað á þeim tíma, sem liðinn er, síðan
ofangreindum tölum var safnað, gæti arf-
gengið á viijanum hafa lækkað eitthvað.
Mörg rök hníga að því, að ástæða sé til
að rannsaka betur en hér hefur verið gert,
hversu hátt arfgengi á fjöri eða vilja er.