Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Síða 89

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Síða 89
THE EFFECT OF RAM ON EWE FECUNDITY 87 ÍSLENZKT YFIRLIT Áhrif hrútsins á frjósemi œúnnar. SVEINN HALLGRÍMSSON Búnaðarfélagi Islands, Bcendahöllinni, Reykjavík. Sumir íslenzkir bændur hafa haldið því fram að hrúturinn hefði áhrif á það hversu mörg lömb ærin ætti. Rannsóknir Stefáns Aðal- steinssonar (1970) sýna að slík áhrif hafa sannast, þegar um vissar litararfgerðir er að ræða. Einnig hafa komið fram hrútar í Austur-Skaftafellssýslu, sem hafa sannanlega gefið mun færri lömb en eðlilegt getur talist (Stefán Aðalsteinsson og Sveinn Hallgrímsson, 1977). Rannsókn sú er hér er um fjallað var gerð til að kanna hvort hrúmrinn hefði áhrif á fjölda fæddra lamba hjá ám, sem hann er notaður á. I fyrsta lagi voru könnuð áhrif hrútsins á fjölda fæddra lamba, með og án geldra áa og í öðru lagi voru könn- uð áhrifin af skyldleika ærinnar og hrútsins. Upplýsingar voru fengnar úr Sf. Þistli í Svalbarðshreppi, N.-Þing. og Sf. Mýrahrepps, A.-Skaftafellssýslu árin 1945—’6l. Voru notaðar tölur frá 4 bæjum í Þistli sem allir voru með öll árin, og tölur frá 9 bæjum í upphafi en 13 bæjum í lok tímabilsins hjá Sf. Mýrahrepps. Alls voru notaðar upp- lýsingar um 12.651 burð, sem skiptust þann- ig á flokka: Lömb ................ 0 1 2 3 Fjöldi áa í flokki 308 6337 5972 34 Hundraðshluti % 2,43 50,09 47,21 0,27 Þar sem fjöldi þrílemba er mjög lítill var ákveðið að sleppa þeim alveg úr rannsókn- inni. I töflu 1 eru gefnar niðurstöður fervika- greininga á áhrifum hrútsins á fjölda fæddra lamba, með geldum ám og án geldra áa. Samkvæmt fervikagreiningunni hafði hrút- urinn engin áhrif á fjölda fæddra lamba, hvort sem geldar ær voru teknar með eða ekki. AUar fervikagreiningar eru gerðar inn- an ára og bæja. Til að kanna áhrif skyldleika ærinnar og hrútsins var pörunum skipt í eftirfarandi flokka: 1. Lítill eða enginn skyldleiki (minni en 12,5%) 2. Skyldleiki minnst............... 12,5% 3. — — ............... 25,0% 4. — — ................ 50,0% Áhrifin voru nú könnuð á tvo vegu. Ann- ars vegar var reiknaður aðhvarfsstuðull af frjósemi ærinnar á skyldleikaflokk (1 til 4) og fékkst b = — 0,007, þ. e. að 2,1 færri lömb fæddust á 100 ær þegar skyldleikinn var 50% eða meiri miðað við lítinn eða engan skyldleika. Svona reiknað hafði skyldleikinn ekki marktæk áhrif á frjósemina. Hins vegar voru áhrifin könnuð með því að bera saman með fervikagreiningu, frjósemina í flokk 1 (lítill eða enginn skyld- leiki) á móti hinum þremur. Kom þá í Ijós marktækur munur milli þessara flokka. Niðurstöðurnar eru bornar saman við erlendar niðurstöður um sama efni. Ymsir höfundar hafa sýnt fram á áhrif skyldleika- ræktar hrútsins á sæðisgæði og þar með lambafjölda og einnig hefur verið sýnt fram á mismunandi sæðisgæði hrúta, óháð skyld- leikarækt, sem leitt hafa til færri lamba hjá ánum sem þeir voru notaðir á. En þær rann- sóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum hrúts- ins á frjósemi ærinnar, eins og þessi, sýna flestar engin áhrif hrútsins, við venjulegar aðstæður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.