Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Side 58

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Side 58
56 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR áburðardreifingu, vegi um og yfir 2000 kg. En það er ekki aðeins, að sífellt séu notað- ar þyngri og þyngri dráttarvélar, heldur geta þær einnig dregið þyngri tæki en hin- ar léttari og aflminni vélar. Einkum er áberandi, hve vagnar eru stærri nú en áður og hlass, sem þeir bera, þyngra en fyrr. Fljótlega varð mönnum ljóst, að þungar dráttarvélar og tæki þjappa jarðveginn, og dráttarátak vélanna leiðir oft til rótarslita á plöntum. Einnig óttast menn, að titring- ur frá vélunum geti valdið skaða á jarðvegi með því að hrista hann saman. Nokkrar helztu varnaraðgerðir, sem stungið hefur verið upp, gegn skaða af völdum umferðar eru að nota léttar drátt- arvélar, fara sjaldan um ræktunarlandið og hafa breiða hjólbarða undir dráttarvél- unum. Því miður vinna ofangreind atriði nokkuð hvert gegn öðru. Séu notaðar létt- ar vélar, eykst hætta á rótarsliti, vegna þess að létt vél spólar fremur en þung og fara verður fleiri ferðir um ræktunarland- ið, sé notuð létt vél. Þrátt fyrir það, að sífellt séu notaðir breiðari hjólbarðar undir dráttarvélarnar, nægir það ekki til að létta þunga þeirra á hvern cm2, vegna þess að þær eru sífellt hafðar þyngri og þyngri. Notkun fasttengra tækja færist einnig í vöxt, en við það að tengja verk- færin við lyftibúnað dráttarvélarinnar hvílir þungi þeirra á afturhjólum vélar- innar og þyngja verður dráttarvélina að framan til að gerlegt sé að stjórna henni. Við þetta þyngist vélin öll. Dreifa má þunganum á stærri flöt með notkun breiðra hjólbarða, tvöfaldra hjólbarða eða belta, en rannsóknir hafa sýnt, að áhrif umferðar gætir dýpra í jörðu við notkun breiðra hjólbarða en mjórra miðað við sama þunga á flatareiningu (Ole Bodholt, 1975). Þjöppun jarðvegs og önnur áhrif drátt- arvéla á jarðveginn eru margslungin. Þau atriði, sem mestu máli skipta, eru þungi vélanna, þrýstingur á yfirborð, þ.e. þyngd/flatareiningu, og „spól“ eða snúningshraði hjóla miðað við akstursh- raða. Þrýstingur á yfirborð ræður mestu um þjöppun jarðvegs í efstu cm hans. Dýpra niðri ræður heildarþungi véla- rinnar fullt eins miklu um áhrifin. Skemmdir af völdum umferðar aukast með vaxandi raka í jarðvegi (Arnor Njös, 1972). Á grónu landi er minni hætta á, að vél spóli, en á ógrónu, þar sem rætur jurt- anna veita viðnám gegn láréttri hreyfingu jarðvegs. Umferð dráttarvéfa um tún er fyrst og fremst um sláttinn og við áburðardreif- ingu. Mest er ekið um túnin, á meðan á heyskap stendur. Þá er jarðvegur oftast nær tiltölulega þurr. Þegar tilbúnum áburði er dreift á tún að vori, er oftast nær töluverður raki enn í túnum eftir veturinn, en þó mjög mismikill eftir aðstæðum. Eftir að farið var að nota véltækni við að koma búfjáráburði á völl, hefur orðið að laga áburðartímann æ meira eftir því, hvenær unnt reynist að komast um túnin án þess að valda á þeim skemmdum, en minna tillit verið tekið til þess, hvenær áburður- inn nýtist bezt. Tún eru veruleg flutningaleið innan býlis. Til dæmis að taka eru iðulega flutt 20-30 tonn af búfjáráburði á ha og V2-I tonn af tilbúnum áburði. Við heyskap er nokkrum sinnum ekið um túnin með nokkur hundruð kg þungar vinnuvélar tengdar dráttarvélum og að lokum flutt 4—10 tonn afþurrheyi afha eða 10-30 tonn af grasi, sé heyjað í vothey.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.