Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 4
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Leikhússtjóri og nauðgari Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, var á mánudag dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Jóni Páli var gert að hætta hjá leikfélaginu í janúar 2018 eftir að stjórnin var upplýst um ásökun á hendur honum. Brotið átti sér stað árið 2008, en Jón Páll segir að í kjölfar MeToo-byltingarinnar hafi sáttaviðræður hafist milli hans og brotaþola. Þær viðræður hafa ekki gengið eftir. Jón Páll ætlar að áfrýja dóminum. Jákvæð teikn á lofti Þróun á framgangi COVID-19 hér á landi hélst í skefjum í vikunni. Ekki bar á veldisvexti og undir lok vikunnar var mikill meirihluti nýgreindra þegar kominn í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægður með þessa þróun en minnir þó á að lítið þurfi út af að bregða til að faraldurinn fari aftur af stað. Því er það undir almenningi komið að fara varlega og takmarka fjölda þeirra einstaklinga sem fólk um- gengst um jólin. Nakinn Bubbi Bubbi Morthens hefur hafið sölu á listaverkum sem eru unnin út frá frumtextum á hans þekktustu lögum. Eins og flestir vita er Bubbi skrifblindur og hefur daglega fengið athugasemdir vegna skrifa sinna á netinu. Hann vill hvetja fólk til að láta ekkert stoppa sig og selur því textana sína ó-prófarkalesna, alveg eins og hann skrifaði þá. Segist hann ekki hefðu farið í þessa vegferð nema vegna COVID-19. Eins og hann orðaði það sjálfur: „Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna.“ Smiðshöggið á Landsréttarmálið Yfirdeild Mannréttindadóm- stóls Evrópu kvað upp niður- stöðu sína í Landsréttarmálinu á þriðjudag. Var þar komist að þeirri niðurstöðu að skipun Sigríðar Á. Andersen á fjórum dómurum við Landsrétt þvert á mat hæfnisnefndar, hafi verið ólögmæt og því hafi Ísland brotið gegn ákvæði Mannrétt- indasáttmálans um sanngjarna málsmeðferð fyrir dómnum. Sigríður Á. Andersen gaf lítið fyrir niðurstöðuna og stendur enn föst á því að henni hafi verið heimilt að breyta röðun um- sækjenda um dómaraembættin, þrátt fyrir að bæði undirdeild og yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu séu á öðru máli. Kári og Þórólfur tókust á Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þór- ólfur Guðnason sóttvarnalæknir tókust á um síðustu helgi. Kári hélt því fram að með því að tilkynna um fyrirhugaðar tilslakanir væri Þórólfur að stuðla að því að faraldur CO- VID-19 færi aftur af stað. Þórólfur taldi að með þessu væri Kári ómaklega að veitast að honum. Kári birti þá opið bréf til Þórólfs þar sem hann hafnaði því að hafa veist að honum. Hins vegar teldi hann að Þórólfur, þrátt fyrir að hafa staðið sig vel, mætti huga betur að væntingastjórnun. EM-draumurinn að raungerast Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði Ungverjaland í vikunni í undankeppni EM 2022. Staðan í leikslok var 1-0, Íslandi í vil. Með sigrinum eru stelpurnar búnar að tryggja sér sæti í umspili og eiga möguleika á að tryggja sér beina leið á lokakeppni EM og eru líkurnar á því taldar góðar. Ef það raungerist þá verður þetta fjórða Evrópumótið í röð sem Ísland keppir á. 1 Þormar Vignir Gunnarsson er látinn Þormar Vignir Gunnars- son ljósmyndari varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 12. nóvember síðastliðinn. 2 Gremja í Grafarvogi: Vill að drengirnir verði rassskelltir opinberlega – „Hættulegir og snar­ geðveikir“ Hrekkjalómar í Grafar- vogi köstuðu snjóboltum í rúður í Flétturima, íbúum til lítillar gleði. 3 Brynhildur varar við hárstofu­svikara – „Viljum vara ykkur við að fá þessa konu í stólinn“ Hárstofusvikari hefur stundað það um árabil að mæta í lagningu, en heimta svo endurgreiðslu. 4 Brandari Ómars vekur mikla reiði – „Djöfull á ég eftir að fá mikið hatur á mig núna“ Ómar nokkur vakti litla gleði á TikTok eftir karlrembubrandara þar sem hann líkti konum við lása og körlum við lykla. 5 Svanhildur Hólm í klípu – „Hafi einhvern tímann verið þörf er nú nauðsyn“ Svanhildur Hólm lenti í stökustu vandræðum með að finna afmælisgjöf handa eiginmanni sínum, Loga Bergmanni Eiðssyni. 6 Eiginmaður Söru Heimis keypti stera fyrir 30 millj­ ónir á mánuði – „Hann faldi seðla í boxpúðum, ljósakrónum og á fleiri stöðum um alla íbúð“ Sara Heimisdóttir vaxtarræktarkona var gift Rich Piana og segir hann hafa stundað sölu á sterum. 7 Konunglega hneykslið sem var falið 35 km fá höllinni Frænkur Englandsdrottningar fæddust með fötlun og þóttu mikill smánarblettur á fjölskyldunni. 8 Kröfðust þess að Sölvi myndi eyða út þættinum en vildu alls ekki skoða öryggismyndavélar Sölvi Tryggvason var krafinn um að fjarlægja viðtal sitt við ungu stúlkurnar tvær sem eyddu nótt með enskum landsliðsstjörnum fyrr á þessu ári. 4 FRÉTTIR 4. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.