Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 11
Ég sá þá um að elda mat fyrir hana og skildi eftir fyrir utan dyrnar. efni. Þá rifjaðist upp fyrir honum hvatning frá Kára Stefánssyni, forstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, um að skrifa bók um kynni sín við áhugavert áhrifafólk um allan heim. Hvatningin kom eftir að Kári leitaði liðsinnis hjá Ólafi í glímu sinni við kínversk stjórnvöld. Úr varð bókin „Sögur handa Kára“ sem er nýkomin út á prentuðu formi en var gefin út á hlaðvarpi í byrjun september í samstarfi við Storytel. En það stóð aldrei til að skrifa neina bók. „Þetta var í raun og veru óvart og á engan hátt í sam- ræmi við þær áætlanir sem ég hafði í upphafi árs en eins og hjá flestum hefur þetta ár sett margt á hvolf. Ég byrjaði að skrifa sögurnar mér til skemmtunar og þetta var meira dundur en nokkuð annað. Þegar komið var fram á sjómannadaginn voru sög- urnar orðnar 34 og ég stóð frammi fyrir því að ákveða hvað ég ætti að gera við þær. Dætur mínar og nokkrir vinir höfðu lesið sögurnar og hvöttu mig til að gefa þær út. Ég er af þeirri kynslóð að bóka útgáfa er nánast hátíðleg athöfn svo ég hló léttilega að því. Þá fæddist sú hugmynd að ég myndi lesa þetta sjálfur í hlaðvarpi, eins og ég sæti fyrir framan arineld að segja góðum vini skemmtilega sögu. Mér fannst skemmtilegt að kynnast þessari nýju tækni og þúsundir lögðu við hlustir. Viðtökurnar fóru fram úr mínum væntingum. Forlagið hafði síðan samband og vildi endilega gefa sögurnar út með nafnaskrá og myndum. Það er nú orðið að veruleika,“ segir Ólafur. Bókin er safn lýsinga á fólki og atburðum frá hinum ýmsu löndum, og samskiptum Ólafs við hina ýmsu leiðtoga. Smá- sögurnar heita flestar einfald- lega eftir fornafni þess sem þar er helst fjallað um. Þarna eru til að mynda sögurnar Pútín, Bill, Hillary og Rajiv, en líka Jiang Zemin og Sitting Bull. Eitt af því sem einkennir frásagnirnar er hvernig Ólafi hefur tekist að eiga árangurs- rík samskipti við fólk frá öðr- um menningarheimum. Hann segir hægt að lesa sögurnar á ólíkan hátt – sem skemmti- sögur, sem sögur af tilteknu fólki en líka sem lærdóms- ríkar frásagnir. „Það var ekki ætlun mín í upphafi að skrifa handbók um að ná árangri á alþjóða- vettvangi en eftir því sem sögurnar fóru að fæðast þá sá ég að í frásögninni leyndist lærdómur í þessum efnum, fleiri en einn. Til að skapa fjölbreytni fór ég 40 ár aftur í tímann, sagði mikið frá al- þjóðlegu stússi mínu þegar ég var í forystu þingmannasam- takanna og kynnum mínum af áhrifamönnum á Indlandi og í Bandaríkjunum. Ég vann mikið með Bandaríkjamönn- um og mér er til efs að nokkur kjörinn fulltrúi hafi unnið jafn lengi og náið með banda- rískum forystumönnum og ég hef gert, þó ýmsir telji að ég hafi nú bara verið í Kína,“ segir Ólafur kíminn. Lexíurnar þrjár Hann tiltekur þrjár mikilvæg- ar lexíur sem hafa ber í huga í samskiptum við leiðtoga á al- þjóðavettvangi. „Fyrsta lexían er að þú verður að hafa eitt- hvað fram að færa sem skiptir viðmælandann máli. Þegar þú ert kominn á fund með leið- toga fjölmenns ríkis, eins og til dæmis Rajiv Gandhi sem var forsætisráðherra Indlands, þá skiptir ekki höfuðmáli hvort þú ert með 300 þúsund manns á bak við þig eða rúmlega milljarð. Aðalatriðið er hvort þú hefur eitthvað fram að færa sem gagnast þeim sem þú ert að tala við. Mistökin sem flestir gera, þar á meðal ýmsir íslenskir ráðamenn, er að þegar þeir eru komnir á svona fund þá tala þeir bara um það sem þeir hafa sjálfir áhuga á. Við Íslendingar erum oft mjög sjálfhverfir og höfum gaman af að tala um okkur sjálfa. Það skilar hins vegar engum árangri á svona fundum. Þessir áhrifamenn – hvort sem það eru leiðtogar í Kína, forseti Bandaríkjanna eða for- sætisráðherra Indlands – sitja fjölda funda á hverjum degi og það eru hundruð vanda- mála sem þeir þurfa að kljást við. Það skiptir þá máli að þú getir opnað þeim nýja sýn eða fundið með þeim nýjar leiðir.“ Annar lærdómurinn kemur við sögu í bókinni oftar en einu sinni, og hann er sá að þú yfirgefur ekki vini þína. „Í alþjóðasamskiptum byggjast flest samskipti á því að fólk er í ákveðnum stöðum í sínu heimalandi. Það er sjaldgæft að vinátta myndist en ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að margt af þessu fólki – í Banda- ríkjunum, Indlandi og víðar – varð nánir vinir mínir og ég ræktaði þá vináttu. Ég gaf þá ekki upp á bátinn þó þeir misstu þingsæti sitt eða færu í stjórnarandstöðu. Ég lýsi því í bókinni þegar Sonia Gandhi, ekkja Rajiv, kom hingað til lands og emb- ættismenn sögðu við mig að ég gæti ekki verið að hitta þetta fólk því það væri ekki í neinum embættum. Mitt svar var: Kæru embættismenn, þau eru vinir mínir. Þegar Sonia og félagar komu hingað sögðu flestir í Evrópu og Bandaríkjunum að þetta fólk ætti aldrei eftir að komast aftur í valdastóla á Indlandi og enginn nennti að hitta þau. Nokkru síðar urðu þau valda- mesta fólk Indlands og voru í tíu ár, og komu Íslandi afar vel í kjölfar hrunsins.“ Upptekið áhrifafólk Þá fjallar hann einnig um Tom Harkin, fyrrverandi öldunga- deildarþingmann í Banda- ríkjunum, sem Ólafur hefur haldið sambandi við síðustu fjóra áratugi. „Hann er góður vinur minn. Ég hef heimsótt hann til Washington og hann hefur komið hingað að heim- sækja mig. Tom er síðan náinn vinur Joe Biden sem nú er að taka við sem forseti Banda- ríkjanna. Það getur borgað sig á margan hátt að viðhalda vinatengslum á alþjóðavett- vangi,“ segir hann. Og þá er það þriðji lærdóm- urinn. „Ekki vera með neinar vífilengjur heldur tala skýrt og koma þér strax að kjarna málsins. Ég hef stundum gefið yngra fólki það ráð að setja sig í þær stellingar að það hafi tvær mínútur til að koma erindinu frá sér. Áhrifafólk hefur oft mjög lítinn tíma og hver fundur er kannski tíu mínútur. Bak við ráðamenn- ina eru síðan taugaveiklaðir embættismenn sem minna á að fundurinn sé alveg að verða búinn. Þessi þrjú atriði sem ég hef talið upp eru í sjálfu sér einföld en flestir hafa ekki áttað sig á þeim og í sögunum birtast fjölmörg dæmi um hvernig þessi einföldu ráð geta gagnast vel.“ Í einni sögunni segir þú frá því að það hafi truflað Davíð Oddsson og Halldór Ásgríms- son, þáverandi forsætisráð- herra og utanríkisráðherra, að þú værir sem forseti að eiga fundi með bandarískum ráðherrum og öðrum ráða- mönnum, og að þeir hafi upp- lifað að þú værir að fara inn á þeirra verksvið. Þú breyttir þá um taktík og fórst að hitta þessa ráðherra á veitinga- stöðum í stað þess að bóka tíma á skrifstofunni. Hefur þú talað um þetta opinber- lega áður? ágæta hvíld frá vettvangi ís- lenskra þjóðmála þegar hann lét af embætti forseta. „Ég held auðvitað áfram að fylgj- ast með og ræði við ýmsa ís- lenska ráðamenn ef þeir leita eftir því. Blessunarlega er þó engin löngun til að vera áfram á þeim velli. Ég fann mér nægar annir við að byggja upp Hringborð Norðurslóða og sinna alþjóðlegum verk- efnum á sviði loftslagsmála og hreinnar orku. Síðan hafa skrifin bæst við. Það hafa verið forréttindi að geta notið þess að sjá nýjar kynslóðir taka við áhrifastöð- um í landinu. Ég persónulega fann mér engar áskoranir þar lengur. Eftir hálfa öld á sviði íslenskra stjórnmála gat ég nánast talað um þau í svefni, ég kunni þau utanbókar. Eitt af því sem heillaði mig við Hringborð Norðurslóða er hversu mikið ónumið land var þar á sviði rannsókna, stjórn- mála og umhverfismála,“ segir hann. Frá árinu 2013 hefur Hring- borð Norðurslóða verið haldið árlega í Hörpu þar sem um 2 þúsund þátttakendur frá sex- tíu löndum koma saman. En í ár var ráðstefnunni frestað vegna kórónufaraldursins, eins og svo mörgu öðru. Dorrit Moussaieff, eigin- kona Ólafs, fékk veiruna snemma í vor. „Hún var nokk- uð veik í rúmlega vikutíma. Hún dvaldi þá meira og minna í móki hér í lokuðu herbergi. Ég sá þá um að elda mat fyrir hana og skildi eftir fyrir utan dyrnar. Hún vildi ekki borða mikið en ég eldaði handa henni grænmeti, laxbita og fleira sem henni finnst gott. Það tók hana síðan þó nokkurn tíma að ná fyrri styrk. Hún er reyndar hörð af sér og fljótlega eftir að hún komst á ról byrjaði hún að fara í gönguferðir, jafnvel upp á Esj- una. Það tók hana síðan einn til tvo mánuði að ná fyrri orku eftir að hún var laus við sjúk- dóminn. Þetta sýnir manni að þetta er engin venjuleg flensa. Það að veikjast af Covid er eins og að taka þátt í rúllettu í spilavíti. Þú getur skyndilega tapað illilega.“ Sögur fyrir framan arineldinn Eftir að Dorrit hafði náð sér blasti við að Ólaf vantaði verk- FRÉTTIR 11DV 4. DESEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.