Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR „Nei, það hef ég ekki gert. Það er fjölmargt nýtt í þess- um sögum sem hefur hvergi komið fram og er áhugavert ef maður les þær með stjórn- málagleraugum af því tagi sem þú notar í spurningunni. Ég bara ákvað að láta vaða, ef svo má að orði komast, af því það passaði inn í frásögnina. Í sögunum kemur fram hvað eftir annað að Bandaríkin voru sá vettvangur þar sem ég hafði hvað mest tengsl og sinni erindum með hvað áhrifaríkustum hætti. Margir hafa skemmt sér við að segja að ég hafi fyrst og fremst haft áhuga á Kína en ástæðan fyrir því að ég sinnti Kína og Indlandi eins og raun bar vitni var að ég taldi mig vita að á 21. öldinni yrðu þessi tvö Asíuríki í for- ystu í heimsviðskiptunum og þá væri mikilvægt fyrir litla þjóð eins og Íslendinga að ná góðum tengslum áður en allir vildu þá Lilju kveðið hafa. Með fullri virðingu fyrir fyrirrennurum mínum þá hafði enginn áður tekið við forsetaembættinu með jafn víðtæk alþjóðleg tengsl og ég kom með til Bessastaða og ég var staðráðinn í að nýta þau Íslandi til hagsbóta. Íslenskir ráðamenn þekktu ekki þennan veruleika að það væri kominn forseti á vettvang sem gæti sjálfur útvegað sér fundi í Hvíta húsinu. Ég segi frá því þegar Tom Harkin hjálpaði mér að koma á fundi með Bill Clinton og allir í íslensku utanríkisþjón- ustunni göptu því þetta hefði verið svo stórt verkefni fyrir þá. Það fór kannski pínulítið í taugarnar á þeim sem sátu hér heima að allt í einu gat for- setinn farið til Washington og skipulagt fundi án þess að ráð- herrar eða ráðuneyti kæmu við sögu. Einkum var það metnaðarmál fyrir forsætis- ráðherrann að hann væri aðal- maðurinn í Washington hvað Ísland snerti. Þegar þetta var búið að vera í gangi í ákveðinn tíma fór að bera á því að bæði for- sætisráðherra og utanríkis- ráðherra voru orðnir létt pirraðir á þessum umsvifum forsetans og fannst hann kom- inn út fyrir sitt verksvið. Ég var alls ekki sammála því en þeim fannst ekki ganga að for- setinn væri að eiga fundi með fulltrúum framkvæmdavalds- ins og ef ég héldi því áfram þá myndi það hafa afleiðingar. Ég komst að þeirri niður- stöðu að togstreita á milli for- seta og einstakra ráðherra væri ekki vænleg útflutnings- vara og þjónaði ekki hagsmun- um Íslands. Ég fann þá bara leiðir til að komast fram hjá þessari prótókollkröfu og hitti þá í morgunmat eða í kaffi, eins og ég lýsi í sögunni. Þeim fannst gott að komast út af skrifstof- unni og fundirnir gerðu áfram sitt gagn en ekki var hægt að gera formlegar athugasemdir við þá.“ Hrifinn af Kamölu Harris Ólafur átti mikil og góð sam- skipti við Clintonhjónin, og sömuleiðis varaforsetann Al Gore. „Þau eru einstakt þríeyki og eru öll enn mjög áhrifarík þó langt sé síðan þau yfirgáfu Hvíta húsið. Sögur í bókinni varpa ljósi á að hæfileikar Bill og Hillary eru í sérflokki. Á vissan hátt má segja að kjör Joe Biden opni leiðir fyrir þá stefnu sem þríeykið þróaði í Demókrata- flokknum fyrir tæpum þrjá- tíu árum. Þetta sést ekki síst á því að Biden hefur skipað John Kerry sem alþjóðlegan fulltrúa í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ég er þeirrar skoðunar að það væri mun meiri óvissa um hvað væri fram undan ef sá sem tekur við af Trump hefði ekki verið skólaður í þessu skeiði í sögu Bandaríkjanna.“ Hann telur að áhrifa Trumps komi ekki til með að gæta mikið á alþjóðavettvangi eftir að hann hættir sem for- seti en meira innan Bandaríkj- anna sjálfra. „Ég hef haldið því fram eftir að Trump var kosinn að hann sé ekki sjálfur vandamálið heldur hafi hann nýtt sér djúpstæð vandamál í bandarísku samfélagi varð- andi efnahag, litarhátt og trú- mál. Kjör hans endurspeglar hversu klofin Bandaríkin eru og núna þarf þjóðin að glíma við þennan klofning. Ég tel að arfleifð Trumps verði áfram- haldandi ágreiningur innan Bandaríkjanna og að aðrar þjóðir og ríki haldi áfram að finna sína framtíð óháð því sem gerist í hinu daglega leik- riti í Washington.“ Þá fer Ólafur fögrum orðum um Kamölu Harris, verðandi varaforseta. „Hún er greini- lega mjög hæfileikarík. Kjör hennar er staðfesting á að Bandaríkin eru enn land þar sem dóttir innflytjenda, dóttir fátækra námsmanna sem koma frá ólíkum löndum til að stunda þar nám, getur í eigin krafti vegna eigin verð- leika orðið dómsmálaráðherra í Kaliforníu, öldungadeildar- þingmaður og nú varaforseti Bandaríkjanna. Hún er per- sónugervingur þess að banda- ríski draumur innflytjandans getur enn ræst.“ Með skrifstofuna í iPadnum Ólafur hefur alltaf verið mikið á ferðalögum en vegna kórón- ufaraldursins eru rúm 40 ár síðan hann hefur verið jafn lengi samfleytt á Íslandi, og honum líkar það hreint ágæt- lega. „Íslenskar rætur mínar eru mjög sterkar og ég uni mér hvergi betur en í íslenskri náttúru, í íslensku samfélagi. Ég hef notið þess að búa á Seltjarnarnesi með hafið og Esjuna fyrir framan mig, á Bessastöðum með alla þá fegurð náttúrunnar í kring og síðan nú í Mosfellsbænum þar sem Varmá rennur fram hjá húsinu okkar og við erum umlukin háum trjám. Í raun er ekki til betra umhverfi fyrir skriftir og ég get hér farið í göngu um fagurt umhverfi sem er jafn heillandi allt árið um hring. Ég er í raun feginn þeirri hvíld sem ég fékk frá ferðalögum við þennan far- aldur og mun breyta taktinum í mínu lífi í framhaldinu.“ Það eru margir áratugir síðan Ólafur byrjaði að fara í daglegar gönguferðir. „Ég tamdi mér þennan lífsstíl þeg- ar ég bjó á Seltjarnarnesi. Ég byrja hvern dag á æfingum. Ólafur segir að eftir hálfa öld á sviði ís- lenskra stjórn- mála hafi hann nánast getað talað um þau í svefni. MYND/VALLI Þetta vekur upp spurningu um kjarnann í erfða- vísindum – erfist minnið? 4. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.