Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 13
Ólafur með hundinum Samson sem var klónaður úr erfðaefni Sáms heitins. MYND/VALLI Mitt svar var: Kæru embættis- menn, þau eru vinir mínir. Upphaflega fór ég síðan að hlaupa en hlaupin hafa breyst í kraftgöngur. Mörgum á Sel­ tjarnarnesinu fannst skrýtið að sjá mig í myrkrinu á vet­ urna birtast milli húsa eða á Valhúsahæðinni, svo ég tali nú ekki um þegar ég fór til Bessastaða og íbúar fóru allt í einu að sjá einhvern mann við Bessastaði í myrkrinu og veltu fyrir sér hvaða flæking­ ur þetta væri í morgunsárið. Ég fer í göngu alla morgna, allt árið um kring. Það geri ég líka á ferðalögum, á nýárs­ dag og á jóladag. Ég tek einn og hálfan tíma í æfingar og kraftgöngu, og náttúran hér í Mosfellsbænum hentar ein­ staklega vel til þess.“ Eftir útivistina tekur venju­ lega við fimm til sex tíma vinna, og síðdegis les Ólafur mikið og hefur samband við vini og vandamenn. „Menn spyrja oft hvort ég sé með skrifstofu hér heima en skrif­ stofan er bara í iPadnum mín­ um. Tæknin gerir mér kleift að lifa áfram athafnasömu lífi hvar sem ég er í veröldinni.“ Gríðarleg fagnaðarlæti Og oftar en ekki fær hund­ urinn Samson að fara með í gönguferðirnar. Eins og alþjóð veit var Samson klónaður úr erfðaefni hundsins Sáms sem hélt á vit feðra sinna í árs­ byrjun 2019. Samson kom í heiminn í Bandaríkjunum og þau fengu hann þegar hann var tveggja mánaða en hann varð að ná ákveðnum aldri til að mega fara úr landi og til þeirra Ólafs og Dorritar. „Þegar við fengum Sám á sínum tíma var hann árs gamall og við höfðum því aldrei haft hvolp saman. Það var mjög skemmtilegt en líka áhugavert að fylgjast með honum út frá vísindalegu sjón­ armiði, að sjá hvað Samson er líkur Sámi, ekki bara í útliti heldur líka í lyndi og háttum.“ Sjónvarpsfréttamenn RÚV voru á staðnum þegar Samson losnaði úr einangrunarstöð­ inni í júlí og hitti þau hjónin aftur. Fagnaðarfundirnir voru þvílíkir og datt Dorrit um koll þegar Samson flaðraði upp um hana, vart mátti sjá hvort var glaðara. Ólafur segir hins vegar enn merkilegra hvað Samson var glaður að hitta Dorrit í fyrsta skipti. „Við tókum á móti honum á flugstöðinni í Aspen. Hann kemur í fangið á Dorrit og það linnir ekki fagnaðarlátunum. Hann var þá bara tveggja mánaða og hafði aldrei hitt Dorrit áður. Þetta vekur upp spurningu um kjarnann í erfðavísindum – erfist minn­ ið? Flestir vísindamenn segja nei, en hvernig stendur þá á því að þessi litli hvolpur fagn­ aði svona ógurlega þessari ókunnugu konu sem var með hann í fanginu á flugstöðinni í Aspen? Móttökurnar sem Dor­ rit fékk voru svipaðar þegar hann var kominn hingað en þá hafði hann auðvitað hitt hana áður.“ Jólamánuðurinn er genginn í garð en hann, eins og allt annað, ber keim af kórónu­ veirunni. Ólafur reiknar með að jólahaldið verði með afar breyttu sniði hjá fjölskyld­ unni og vonar að þannig verði það hjá flestum. „Ég segi vonandi því ég held að það sé nauðsynlegt að þjóðin breyti öll sínum jólavenjum. Við í fjölskyldunni höfum haft það sem sið að hittast öll; dætur mínar, dætur Guðrúnar Katr­ ínar og börnin þeirra sem er nokkuð fjölmenn sveit. Það verður ekkert slíkt boð um þessar hátíðir í ár. Það er ekki einu sinni víst að þær systur hittist allar um jólin. Þó það sé kannski sérkenni­ legt að segja það þá vona ég að hvorki hjá minni fjölskyldu né öðrum verði hefðbundin jólaboð. Ég held að það sé einfaldlega hinn harði veru­ leiki þessa faraldurs að við verðum að finna okkur nýjar leiðir til að halda jól og bíða með samkomur í þeim stíl þar til næstu jól. Það verður ekkert hefðbundið á næst­ unni, hvorki jól né áramót. Við verðum að hafa aga og sannfæringu til að breyta til og gleðjast án þess að stofna heilsu og lífi í hættu, því það er það sem þetta snýst um – lífið.“ n FRÉTTIR 13DV 4. DESEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.