Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 37
Þ essa vikuna er spáð fyrir Steinunni Ólínu leikkonu með meiru en hún ber ófáa titla enda fædd Krabbi. Krabbinn er þekktur fyrir að halda mörgum boltum á lofti, við rifjum upp meira um hann. Við fáum ekki leið á því að tala um Krabbann hann er svo mikið krútt. Hann er nægjusamur, fjölskyldumaður, allir vinir eru eins og þeir væru blóðskyldir honum. Hann leysir vanda- mál, hugsar í lausnum og sinnir fjölbreyttum störfum. Þeir eru bara hálfgerðir kærleiks- birnir sem gott er að hafa í kringum sig og oft miklir prakkarar með lúðahúmor. Einsetumaðurinn Sjálfsskoðun | Einvera | Innri leiðsögn Eins mikil félagsvera og Krabbinn getur verið þá kann hann verulega að meta tíma einn með sjálfum sér. Þetta ár hefur því verið smá lán í óláni, þú hefur vissulega fengið meiri tíma með sjálfri þér en þú hefðir óskað en á sama tíma hefur þú gengið í gegnum mjög þroskandi tímabil, þar sem þú fékkst tíma til þess að vera ein með sjálfri þér og þínum hugsunum. Tími til þess að ná áttum og sjá hvert þú vilt stefna og hvað skiptir þig helst máli. Fimma í bikurum Persónuleg áföll | Fyrirgefning | Framför Þetta spil minnir mann einmitt á að fylla sinn bikar, ekki bara hella í hjá öllum öðrum. Þú ert svo svakalega gjaf- mildur einstaklingur að þú gleymir gjarnan sjálfri þér. Nú eru falleg kaflaskipti þar sem þú áttar þig á þínum eigin þörfum og sinnir þeim. Það er mikill léttir sem fylgir þessari breytingu eins og þú sért að endurskapa þig. Þú sérð allt mun skýrar (með aðstoð gleraugna) en svona í alvöru þá er allt einhvern veginn allt að koma heim og saman. Gosi í bikurum Ást | Ný sambönd | Samkennd | Sköpun Það er svo mögnuð afleiðing af því að gefa sér leyfi til að vera fullkomlega eins og maður er og þurfa ekkert að afsaka sig eða útskýra það nánar. Þú ert að fara að detta inn í mikið jafnvægi þar sem allt gengur bara upp Skilaboð frá spákonunni Ef þú ert að leita eftir svari við einhverju, prófaðu að spyrja kosmósið upphátt, það er fyndið hvernig þetta líf er og hvað gæti komið til þín. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Steinunn Ólína SVONA EIGA ÞAU SAMAN Vikan 04.12. – 10.12. Mögnuð afleiðing af því að gefa sér leyfi… Lítill Pírati kom í heiminn MYND/AÐSEND stjörnurnarSPÁÐ Í Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og Kristinn Jón Ólafsson eignuðust barn fyrir rúmlega viku. DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Halldóra er Krabbi og Kristinn er Vatnsberi. Andstæður heilla og það er svo sannarlega satt þegar kemur að Krabbanum og Vatnsber- anum. Vatnsberinn er þekktur fyrir að vera mannblendinn og opinskár á meðan Krabbinn á það til að vera dulur og hafa meiri áhuga á eigin hugarheimi en samskiptum við aðra. Krabb- inn á auðveldara með að kljást við tilfinningar sínar og deila þeim með öðrum, en Vatnsberinn á það til að sópa þeim undir teppið og vona að þær hverfi. Þarna erum við að tala um tvo mjög ólíka ein- staklinga og gæti það skapað spennu, en lykill- inn að hamingjusömu sambandi er að forgangs- raða vandamálunum og reyna að skilja hvernig þau tjá tilfinningar sínar á ólíkan hátt. Ef þau ná tökum á þessu þá erum við að horfa á par sem á bjarta framtíð fyrir sér. n Halldóra Mogensen Krabbi 11. júlí 1979 n Uppátækjasöm n Hlý n Traust n Tilfinninganæm n Skapstór n Óörugg Kristinn Jón Ólafsson Vatnsberi 23. janúar 1981 n Frumlegur n Sjálfstæður n Mannvinur n Framsækinn n Flýr tilfinningar n Feiminn MYND/ERNIR MYND/FACEBOOK Tilvalin gjöf fyrir hvert og eitt stjörnumerki... Hrútur 21.03. – 19.04. Hrúturinn vandar verulega til verka þegar hann gefur gjafir. Hann passar að það sé einhver minning eða að það sé eitthvað sem tengist þér og þínum per- sónuleika. Því kann hann einstak- lega vel að meta ef þú gerir slíkt hið sama fyrir hann. Naut 20.04. – 20.05. Nautið er þekktur nautnaseggur. Það vill hafa það kósí og róman- tískt, svo er það lúmskt mikið fyrir merkjavöru. Það gæti vel kunnað að meta til dæmis mjúkan slopp, inniskó og ilmkerti. Og ef þú hefur efni á því eitthvað eftir íslenskan hönnuð. Tvíburi 21.05. – 21.06. Tvíburinn er svakalega listrænn en líka skemmtilega praktískur. Ég myndi mæla með listaverki eða einhverri sérhönnun. Ef það er unnið úr náttúrulegum hráefnum þá er það alveg plús. Fallegt skurðarbretti út við eða keramikverk myndi slá í gegn. Krabbi 22.06. – 22.07. Krabbinn er fallega nægjusamur, hann elskar að elda og gæti því verið ánægður með fallegan pott eða aðra eldhúsgræju. Hann elskar líka allt persónulegt eins og fjölskyldumynd. Svo gæti góð bók líka verið málið! Ljón 23.07. – 22.08. Ljónið er gjarnan mikil tískuvera sem hefur gaman af því að vera með sérstakan og djarfan stíl. Það myndi elska hatt, trefil, leður- hanska eða förðunarvörur. Allt þetta er eitthvað sem það tímir ekki að kaupa handa sér sjálfu og ætti því að hitta vel í mark. Meyja 23.08. – 22.09. Meyjan er líka einstaklega nægjusöm og bara þakklát fyrir að þú hafir hugsað til hennar. Hún myndi elska fallega skipu- lagsbók fyrir komandi ár, skemmtilegt spil eða jafnvel gjafabréf á námskeið. Vog 23.09. – 22.10. Vogin elskar allt sem glitrar og er litríkt. Hún elskar listina en vill þó ekki sóa peningum í óþarfa. Falleg vintage-vara gæti verið málið fyrir Vogina, eitthvað með persónuleika og sögu eins og hennar gamla sál er svo gjarnan. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Það fyrsta sem ég hugsa fyrir Sporðdrekann er falleg mínímal- ísk gullkeðja eða einstakur ilmur frá Andreu Maack. Sporðdrekinn kann að meta vandaðar gjafir, hann kaupir svo sem allt sem hann langar í sjálfur en engar áhyggjur, hann skilar bara gjöfinni ef hann á hana nú þegar. Bogmaður 22.11. – 21.12. Bogmaðurinn er einstaklega mikið jólabarn og ELSKAR að gefa gjafir og þiggja þær. Það væri tilvalið að gefa Bogamann- inum einhverja upplifun. Gjafa- bréf út að borða, í nudd eða til snyrtifræðings myndi gleðja hann einstaklega mikið. Steingeit 22.12. – 19.01. Steingeitin er mikið partídýr og væri mjög ánægð með eina góða Tommasi Prosecco flösku! Svo leggur hún sig fram við að styðja litla manninn, þannig að hönnun- arvara frá upprennandi hönnuði eða bolur sem styrkir eitthvert ákveðið málefni gæti verið málið. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Þetta hippakrútt myndi til dæmis vilja einhvern fallegan kristal frá Lunu Flórens eða jógadýnu frá Systrasamlaginu. Svo myndi hann líka fíla eitthvað heimagert og persónulegt eins og heimagerðar kökur eða ljóð. Fiskur 19.02. – 20.03. Fiskurinn elskar að hafa það kósí og það er frekar auðvelt að gleðja hann. Ef hann á baðkar þá er baðsalt málið annars væri gott ullarteppi eða vönduð bók sem er bæði áhugaverð og stofuprýði málið. og þú ert svo sannarlega búin að vinna þér inn fyrir því. Sköpunarkrafturinn kemur inn eins og aldrei fyrr, ég sé þig vera að skrifa bók eða handrit og ef svo er þá ertu á réttri braut með það. FÓKUS 37DV 4. DESEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.