Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 2
Fjaðrafok og Sigga liggalá Mannréttindadómstóll Evrópu var lítið hrif­inn af því uppátæki Sigríðar Á. Andersen að skipa fjóra dómara við Landsrétt þvert á álit hæfnisnefndar og hefur nú opinberað þá af­ stöðu sína í tvígang. Skiptar skoðanir eru á niðurstöðunni. Gott og vel. Svarthöfði er enginn lagatæknir og ætlar ekkert að fullyrða um hvaða þýðingu þessi dómur hefur fyrir Ísland. Hins vegar hafði Svarthöfði gaman af því að fylgjast með fjaðrafokinu eftir að dómur­ inn féll. Sigríður Á. Andersen sagði Mannréttindadómstól­ inn sýna Alþingi „ótrúlega óvirðingu“ með dómi sínum. Og fyrirsjáanlega ítrekaði hún þá afstöðu sína að hún hefði ekkert rangt gert. Viðbrögð Sigríðar nú koma samt minna á óvart en að það snjói í nóvember. Sigga ligga­ lá hefur undanfarið reynt að finna sér nýjan stað innan Sjálfstæðisflokksins til að vera ekki öllum gleymd í næstu kosningum, enda lítið farið fyrir henni frá afsögn­ inni. Og hvaða leið er betri til að vekja athygli á sér en að hjóla í þríeykið og sótt­ varnaaðgerðirnar? Svarthöfði þurfti að minna sjálfan sig á að Sigga liggalá er í Sjálfstæð­ isflokknum, því hún virðist alfarið marsera eftir sínum eigin takti þessa daganna. Svo voru viðbrögð núver­ andi dómsmálaráðherra líka nokkuð spaugileg. Hún treysti sér ekki til að ræða niður­ stöðuna efnislega þegar eftir því var leitað fljótlega eftir að niðurstaðan var opinberuð. Sagðist hún þurfa að leggjast yfir málið og hélt sig til hlés í gífuryrðunum. Hún mætti svo tvíefld degi síðar í Kastljósið þar sem hún gat heldur betur slegið um sig, enda þá mögulega búin að liggja yfir niðurstöðunni í rúman sólarhring, þó ekki telji dómurinn margar blað­ síður. Kannski þurfti hún að hringja í vin áður en hún gat tjáð sig frjálslega? Jafnvel nokkra vini. Eða Svarthöfði leyfir sér að velta því upp. Þegar hún mætti aftur til leiks í Kastljósinu tilkynnti hún að það væri eðlilegt að ráðherra hefði endan­ legt mat um skipan dómara, enda þyrfti ráðherra að bera ábyrgð en ekki hæfnisnefndin sjálf. Það ætti að taka dóminn alvarlega, sagði hún, en á sama tíma sagði hún að af­ leiðingar hans væru engar. Lærdómurinn væri sá að það hefði mátt hræra í lista hæfnisnefndar, það var bara ekki gert með nægilegum rökstuðning. Þegar hún var spurð hreint út hvort Sigríður Á. væri þá ein ábyrg vék hún sér meistaralega undan því að svara og nýtti tækifærið til að auglýsa endurupptökudómstól og minnast sérstaklega á hvað Sjálfstæðisflokkurinn væri frábær og hefði byggt upp frábært dómskerfi. Klassískt xD múv. Svo meistarlega gert að maður verður eiginlega að dást að því. Hins vegar strendur eftir spurningin hvort þessi hæfn­ isnefnd sé þá ekki bara gróf sóun á almannafé og betra að ráðherra geri þetta bara alveg sjálfur. Svona fyrst þetta mat skiptir engu teljan­ legu máli þegar á hólminn er komið. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Frumvörp á Tripadvisor E inkunna­ og stigakerfi hefur lengið vel verið notað til þess að forgangs­ raða og finna samnefnara um hvað það er sem í raun skiptir máli í tilteknum aðstæðum. Þannig veljum við okkur gjarnan veitingastaði og hótel eftir stigakerfum og stjörnugjöf, kaupum okkur vörur á Amazon eftir sömu aðferð, veljum skóla og vinnustaði eftir ábendingum fólks og veljum okkur jafnvel maka eftir meðmælum vina og vandamanna og leitumst þá gjarnan eftir því að viðkomandi sé samstíga okkur í lífsskoðunum og trú. Í síðustu viku lagði Andrés Ingi Jónsson þing­ maður fram frumvarp þess efnis að við setningu laga skuli meta áhrif þeirra á loftslagsmál og jafnrétti kynjanna. Það er fyrirtaks ábending en um leið má velta vöngum yfir því hvers vegna málið sé ekki tekið lengra og það einfaldað um leið. Hvað finnst okkur skipta máli og eigi að greiða götu frum­ varpa? Það er sannarlega ekki sama hver aular því út úr sér og sú staðreynd að gengi tveggja nánast eins frum­ varpa hljóti mismunandi meðbyr eftir því hvort Jón eða séra Jón kemur því á dagskrá er óþolandi. Væri ekki rakið að þegar lagt er fram frumvarp sé til staðar ákveðið skor sem horfa þurfi til – skori frumvarpið hátt þá komist það fyrr á dagskrá? Ef svo væri yrðu þeir sem semja frum­ vörpin að horfa til þátta á borð við umhverfismál, jafnrétti, öryggi barna, hvort frumvarpið vinni á ofbeldi og hvert þeirra atriða sem væru á skor­ blaðinu til þess að koma sínu frumvarpi framar­ lega í röð. Það færi vissulega töluverð vinna í að setja niður þær mælistikur sem taldar eru skipta hvað mestu máli og bæta líf fólksins í landinu. Þá yrðu viðkomandi aðilar að byrja á að sammælast um grundvallarmálefni sem ættu að njóta forgangs á þinginu. Slíkt myndi þó neyða ólíka einstaklinga með ólík forgangsmál til að komast að samkomulagi um grunngildi. Það myndi síðan til lengri tíma spara tíma og skila ómerkilegum tuð­ vörpum aftast á lista þar sem þau eiga heima. Hljómar kannski barnalega einfalt – en þarf allt að vera svo flókið? Ef ráðherrar, þingmenn og ­kon­ ur geta ekki komið sér saman um einföld atriði sem tryggja frumvörpum forgang þá er betur heima setið en af stað farið. Tafir, málþóf og annar subbuskapur kemur niður á sálarlífi þjóðar og fer gjarnan fram á kostnað mikilvægra mála. Fólk sem elskar slaginn meira en útkomuna getur setið heima í eigin fýlu. Sandkassaleikurinn mætti bara almennt fokka sér. Það á ekki að skipta sköpum hver drullar frumvarp­ inu út úr sér; það á að skipta máli hverju það skilar – og það á fleiri sviðum en einu. Þó málefnið sé ekki þitt þá þjónar það mjög líklega þjóðinni í heild. Það er fallegt að taka orðið „ég“ út og setja „við“ í staðinn. Það erum nefnilega „við“ sem stjórnmálafólkið vinnur fyrir. n UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Sigurbjörn Richter,sigurbjorn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. MYND/ERNIR Ragnheiður M. Kristjóns- dóttir íslenskuséní og orða­ undur deilir hér snilld sinni. „Í fyrsta lagi skal það tekið fram að ég vildi óska þess að ég ætti að nefna 20 uppá­ haldsorðin mín, nei 100! Því ég ekkert eðlilegur orðaperri og hendi jafnvel í nýyrði þegar vel liggur á mér.“ 1 Offitungur Ég horfði nýlega á Seven í um það bil sjöunda skiptið og þar kættist ég við að sjá þýðandann kalla gríðar­ lega þéttholda fórnarlamb offitung. Ekki það að ég gleddist yfir örlögum manns­ ins heldur það að mér þykir orðið fyndið og mottó mitt í lífinu er að hafa skuli það sem fyndnara reynist. Þar til ég uppgötvaði þetta orð hafði átvagl lengi verið í uppá­ haldi, ekki síst vegna þess að ég er sjálf átvagl og var einu sinni offitungur. 2 Lostakústur Á ritstjórn ónefnds glans­ tímarits notuðum við orðið óspart um ræktarlega efri­ vararmottu og þann skilning leggja flestir í orðið held ég. Eftir lauflétt gúggl sé ég að í lagi Þursaflokksins frá 1979 á það við um getnaðarlim og það er auðvitað rugl góð sam­ líking. Bæði betra. 3 Ódæmigerð fjölbumba Í skávinahópi einum skil­ greina meðlimir sig annað­ hvort sem einbumbu eða tvíbumbu. Þar sem ég sat í búningsklefanum í Laugum í sumar gat ég ekki staðsett mig í þessari flokkun svo ég varð að greina mig sjálf. Niðurstaðan var ódæmigerð fjölbumba. 4 Fylgjukrókur Vinkona mín hnoðaði í þetta orð í Fimbulfambi og það rataði í Orðakver undir­ ritaðrar frá árinu 2016. 5 Nóboddí með kyndil „Þetta eru bara nóboddís með kyndla,“ hreytti Eiríkur Jónsson, þáverandi ritstjóri Séð og Heyrt, út úr sér von­ svikinn þegar myndir úr þrettándafögnuði í Vestur­ bænum duttu í hús eitt árið. ORÐIN MÍN 2 EYJAN 4. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.