Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 32
Matseðill Birgittu Haukdal Morgunmatur Ég fæ mér alla morgna engifer- skot og vítamín ásamt hinum ýmsu heilsuskotum sem eru í boði. Víta- mín og ómega fæ ég mér líka en morgunmaturinn er svolítið breyti- legur eftir árstíðum. Þessa dagana þegar kalt er í veðri og dimmt er hann hafragrautur ásamt eplum eða ávöxtum. Millimál Ég borða mikið af hnetum og holl- um hnetustykkjum á milli mála. Eyði löngum tíma oft í búðum að leita að góðum stykkjum. Eins á ég nánast alltaf epli eða gulrætur og kaffibollinn er alltaf á sínum stað. Hádegismatur Ég viðurkenni það að ég missi stundum af hádegismatnum en annars borða ég oft afganga frá kvöldinu áður. Ef ég er á ferðinni þá er ég ansi tíður gestur á Local. Millimál á daginn Ætli ég drekki ekki yfirleit t tvo góða kaffibolla yfir daginn. Kvöldmatur Þar er allur gangur á en við eldum og grillum mjög of t bleikju og kjúkling. Við erum líka mikið salat fólk svo það er alltaf mikið af grænmeti með öllum máltíðum. Ég elda þó nánast einu sinni í viku kjöt fyrir hina á heimilinu og fæ mér þá salat. Kvöldsnarl Ég borða sennilega poppkorn sex sinnum í viku. Elska að setjast niður þegar börnin eru sofnuð með popp í skál. Einföld uppskrift að bleikju Ofureinföld bleikjuuppskrift sem ég geri með dassi af hinu og þessu. Bleikja Smjör Sojasósa Hvítlauksrif Smjör og sojasósa brætt saman í potti og bætt út í pressuðu hvít- lauksrifi. Passa að hafa ekki of mikið smjör. Helmingnum helt yfir bleikjuna ásamt svörtum pipar sem fer svo í ofninn eða á grillið. Passa að hafa hana ekki lengi inni. Ekki taka tímann þar sem flök eru svo misstór heldur fylgjast með. Þegar bleikjan lítur út fyrir að vera ekki alveg tilbúin, takið hana út. Má vera bleik í miðjunni. Þegar bleikjan er tilbúin, skvettið aftur yfir hana dressingunni og hafið hana svo með til hliðar fyrir þá sem vilja meira bragð. Létt kínóasalat 1 dl kínóa á móti 2 dl vatni. Soðið í 15-20 mín. Mangó Skorið í teninga Lúka af kóríander Mynta á sumrin. Granataepli Eitt box kirsuberjatómatar Skornir í helminga. Tvær lúkur spínat Sítrónuolía Dassað yfir sem og góðri ólífuolíu (eða ólífuolíu og kreista vel af sítrónusafa út í) Ca. 1 msk. kóríanderfræ Sett í mortél Salt og pipar 32 MATUR 4. DESEMBER 2020 DV Barnabókahöfundur með poppæði Birgitta Haukdal byrjar daginn á engiferskoti og fær sér popp alla jafna sex sinnum í viku. Hún er óhrædd við að prófa sig áfram í eldhúsinu og deilir skotheldri uppskrift að bleikju með kínóasalati. S öngkonan og rithöfund-urinn Birgitta Haukdal gaf nýlega út tvær nýjar bækur um Láru og Ljónsa, Lára fer í leikhús og Lára lær- ir að lesa. Það hefur því verið nóg að gera hjá henni undan- farið og við báðum hana um að lýsa hefðbundnum degi í lífi sínu. „Vinnudagarnir eru mjög mismunandi hjá mér eftir árstíðum. Sumir dagar eru fyrir framan tölvuna á skrif- stofunni heima þegar ég er í vinnutörn fyrir bækurnar mínar og aðrir á tónlistar- æfingum, í tónlistarkennslu, upptökum og á hinum ýmsu fundum. Ég hreyfi mig mjög reglulega og útivera og göngur í náttúrunni eru í uppáhaldi. Ég stunda jóga bæði heima og á jógastöðvum og þegar það má þá líður mér best ef ég fer reglulega í ræktina. Ég er þó engin öfgamanneskja og tek stuttar æfingar og fleiri frekar en langar og erfiðar. Göngur í náttúrunni gefa mér mest og þá geri ég heima jóga- teygjur fyrir eða á eftir,“ segir hún. Meðvituð Birgitta segist vera mjög með- vituð um það sem hún borðar og reyna eftir bestu getu að leita í hollustuna. „En auðvitað dett ég líka í óhollustuna og er reglulegur gestur í kökubúð- inni Bake me a wish í Garða- bænum hjá Sylvíu systur sem gerir svo sjúklegar kökur og gotterí.“ Birgitta borðar ekki rautt kjöt. „En ég borða mikið af fiski og kjúklingi. Ég elska góð salöt og er mikill snarlari. Það er, ég elska popp, hnetur, fræ og alls konar snarl í óholl- ari kantinum til dæmis nachos og gvakamóle.“ Ágætis kokkur Birgitta freistast gjarnan til að gera tilraunir í eldhúsinu og lýsir sér sem ágætis kokki. „Ég er óhrædd við að gera eigin uppskriftir en þykir þó gaman að fara á netið og prófa nýjar. Eins finnst mér líka mjög notalegt að panta gott „take away“ til að brjóta upp vikuna. Ég baka með börnunum en það er ekki mín besta hlið. Sylvía systir fékk öll þau gen þannig að það er gott að treysta á hana. En við gerum kanilsnúða og steikjum kleinur reglulega saman ásamt því auðvitað að baka fyrir jólin,“ segir hún. n Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Ég elska góð salöt og er mikill snarlari. MYND/GETTY Birgitta er mikið fyrir jóga og útiveru. MYND/AÐSEND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.