Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 16
16 EYJAN 4. DESEMBER 2020 DV VILL AUKA GLEÐI Í STJÓRNKERFINU Dóra Björt Guðjónsdóttir vill aukið gagnsæi í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og ein falda það, rétt eins og hún einfaldaði líf sitt til að minnka streitu og fann gleðina á ný. Þ egar ég kom inn í stjórnsýslu Reykjavík-ur eftir kosningarnar 2018 fannst mér umhverfið svo flókið, upplýsingar óað- gengilegar, ég vissi ekkert hvernig best væri að snúa mér til að afla gagna. Þessu vil ég breyta svo ákvarðanir séu teknar út frá bestu mögulegu upplýsingum því það getur bara bætt gæði ákvarðana og stjórnsýsluna sem slíka,“ segir Dóra Björt Guðjóns- dóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar. „Ég vil líka hjálpa íbúum að leita sér upplýsinga og hafa áhrif á ákvarðanir og gera þeim og fjölmiðlum auð- veldara með að veita stjórn- sýslunni aðhald. Við erum að fjárfesta veglega í þessu öllu á næsta ári. Það snýst um traust og það vantar verulega traust á stjórnmálum í dag. Þú átt samt ekki að þurfa að treysta kjörnum fulltrúum eða emb- ættismönnum í blindni. Þú átt bara að geta tékkað á stöðunni sjálf og haft tækin og tólin til að hafa áhrif. Með því að stuðla að auknu trausti er vonandi hægt að minnka aðeins streituna í samfélag- inu, minnka þennan landlæga pirring sem hefur svolítið leg- ið í loftinu eftir hrun, eðlilega. Búa til meira zen með alvöru aðgerðum,“ segir Dóra. Viðspyrna vegna Covid Reykjavíkurborg kynnti í vikunni fjárhagsáætlun sína til næstu fimm ára og segir Dóra hana vera afar metn- aðarfulla. „Við ætlum að nýta viðspyrnu vegna Covid sem stökkpall inn í framtíðina með því að nútímavæða borgina á 2-3 árum í stað 10. Það þýðir að við erum að setja í þetta 10 milljarða á þremur árum í stað þriggja. Viðspyrnan á að vera græn með minna veseni, minni tímaeyðslu, minni skrif- finnsku, minni sóun og minni mengun. Sem betur fer höfum við lært af sögunni. Á kreppu- tímum verður hið opinbera að fjárfesta kröftuglega. En við viljum ekki bara fjárfesta í malbiki og steypu, heldur fólki. Og við viljum fjárfesta í því sem þjónar loftslaginu og framtíðinni og er hagkvæmt til lengri tíma,“ segir hún. Betra aðgengi að þjónustu Dóra segir það skipta sig miklu að fólki sem þurfi á þjónustu að halda fallist ekki hendur þegar það þarf jafn- vel að fara með skjöl á milli margra staða, bíða í röðum, tala við hinn og þennan og bíða og vona. „Við erum að taka gamla og gamaldags þjónustuferla og breyta þeim frá grunni og laga þá og setja þá á rafrænt form svo fólkið sé sett í fyrsta sæti og þæg- indi þess. Þetta fækkar líka ferðum milli staða, minnkar pappírsfarganið, sparar tíma starfsfólks og íbúa og hefur í raun mjög umfangsmikil og jákvæð áhrif. Með rafvæðingu fjárhagsað- stoðar fækkaði starfsfólki sem stóð að baki umsóknarferlinu um fjölmarga og tíminn sem umsóknarferlið tók styttist um marga daga, jafnvel vikur. Þetta er svo miklu meira en rafvæðing, þetta er stafræn umbreyting. Það er nýsköpun. Í grunninn snýst það um gott aðgengi að þjónustu sem þú átt rétt á svo engar hindranir séu að koma í veg fyrir að þú hafir þau tækifæri sem þér eru ætluð. Svo þú getir eytt tíma þínum í annað en að bíða í röðum. Þannig er þetta lýð- ræðisleg þróun,“ segir hún. Alls konar tilraunir Það skiptir hana persónulega máli að einfalda stjórnkerfið og segist hún hafa reynt á eigin skinni hvað streita geti haft neikvæð áhrif. „Ég kom auðvitað inn og dýfði mér gjörsamlega í djúpu laugina þegar ég gegndi á sama tíma stöðu forseta borgarstjórnar sem yngsta manneskjan sem hefur nokkurn tíma gert það, formanns fagráðs og oddvita borgarstjórnarflokks fyrsta árið mitt á þessum nýja vett- vangi þegar ég var að kynnast umhverfinu og handbragðinu. Það er jú álag í sjálfu sér eins og öll þekkja sem hafið hafa nýja vinnu. Það tók ekki marga mánuðina í borgarstjórn áður en ég var farin að finna fyrir verulegum heilsufarslegum afleiðingum af stressinu og álaginu, bæði andlega og lík- amlega. Ég þróaði með mér aukið ofnæmi, hætti að sofa og leið í raun ömurlega. Ég var að standa mig vel í vinnunni en ekkert veitti mér neina gleði lengur,“ segir hún. Staðan hafi verið sú að annaðhvort hafi hún þurft að pakka saman eða finna nýja umgjörð um líf sitt. „Ég vil ekki bara komast í gegnum daginn, skila mínu dagsverki. Ég vil geta notið mín, upp- lifað hamingju, liðið vel. Auk þess að skila árangri fyrir fólkið mitt. Við tóku margir mánuðir af tilraunum. Ég hef prófað alls konar mataræði, alls konar rútínur. Ég er loks búin að finna eitthvert jafn- vægi sem gefur mér það sem ég þarf og gengur upp. Flesta daga,“ segir hún. Hætta að beita sig hörku Dóra segist hafa lagt á hill- una að beita endalausri hörku og fara frekar yfir í mýktina. „Sýna sjálfri mér samúð og skilning. Samhliða breyting- um á mataræði og að halda inni reglulegri hreyfingu reyni ég að passa vel upp á svefnrútínuna mína, skrifa tilfinningadagbók til að losa um það sem er í gangi og svo hugleiði ég. Þetta hefur breytt mjög miklu. Ég hef tekið gleði mína. Auðvitað á ég enn erfiða daga en núna skila ég árangri fyrir fólkið mitt sem er ekki jafn mikið á kostnað minnar eigin hamingju. Annað er ekki sjálfbært og þá fellur þetta allt um sjálft sig. Ég vil ekki bara lifa af, heldur lifa vel,“ segir hún. n Dóra Björt tók í taumana þegar streitan í vinnunni var farin að hafa áhrif á hana. MYND/SIGTRYGGUR ARI Ég þróaði með mér aukið of- næmi, hætti að sofa og leið í raun ömurlega. Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.