Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 33
Döðlubrauð Þetta döðlubrauð svíkur engan, fullkomið með helgarkaffinu. Fljót- gert og bragðast einstaklega vel volgt með smjöri og osti. 1,5 dl döðlur 1,5 dl vatn 3 msk. smjör 0,5 dl sykur 1 stk. egg 3 dl hveiti 1 tsk. matarsódi 1 tsk. vanilludropar Byrjið á að hita ofninn í 180 gráður. Skerið döðlurnar niður í litla bita. Blandið döðlunum, smjöri og vatni saman í pott og leyfið að sjóða í um 2-3 mínútur og hrærið vel í á meðan. Hrærið saman egg og sykur í skál Blandið öllum hráefnunum saman og hrærið vel. Smyrjið brauðform vel að innan með smjöri eða ég nota einnig PAM-sprey sem er frábær lausn svo að ekkert festist við formið. Hellið deiginu í brauðformið og bakið í um 40-50 mínútur. Gott er að stinga prjóni í miðjuna á brauðinu til að vera viss um að það sé tilbúið. Njótið vel. Una í eldhúsinu Marengs jóla-rúlluterta Mjúkur marengsbotn rúllaður upp með hindberjarjóma og bræddu súkkulaði með piparkökubragði. Þetta getur ekki klikkað. 4 stk. eggjahvítur 200 g sykur 2 tsk. vanilludropar 170 g fersk hindber 400 ml rjómi 200 g Nóa Síríus-súkkulaði með piparkökubragði Byrjið á að stilla ofninn á 150 gráður. Klæðið bökunarplötu með bökunar- pappír. Þeytið eggjahvítur þar til þær fara að freyða vel og hellið sykrinum hægt og rólega saman við, vanillu- droparnir fara svo næst saman við. Þeytið vel saman eða þar til stíf marengsblanda myndast. Hellið marengsblöndunni á bök- unarpappírinn og sléttið vel úr. Bakið í 25 mínútur, takið út úr ofn- inum og látið kólna. Á meðan marengsinn er að kólna er upplagt að byrja á fyllingunni. Þeytið rjóma. Hrærið um 100 g af ferskum hindberjum saman við þar til rjóminn verður smá bleikur. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Snúið marengsbotninum varlega við svo að botninn snúi upp, leggið rjómann ofan á ásamt helmingnum af súkkulaðiblöndunni. Rúllið botninum varlega upp í rúllu, gott að rúlla honum upp með hjálp bökunarpappírsins. Hellið restinni af súkkulaðinu yfir ásamt hindberjum og fallegum skreytingum að ykkar vali. Geymist í kæli í um 2 klukkustundir áður en borið fram. Verði ykkur að góðu. Matgæðingurinn okkar ljúfi hefur gefið grænt ljós á bakstur alla daga í kuldakastinu. Volgt döðlubrauð í kaffitímanum og brakandi marengs með kvöld- kaffinu er allra meina bót. Ekki er verra að skella sér í göngutúr og fá svo kræsingarnar í kald- ann kroppinn við heimkomu. MYNDIR/AÐSENDAR MATUR 33DV 4. DESEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.