Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 28
ÓVINIR EIGA EKKI SKILIÐ BÓK Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona og rithöfundur, elskar bækur. Hún er með fjölbreyttan smekk og nýtur þess að sefa forvitnina með lestri á milli þess sem hún skrifar sjálf. 1Q84 eftir Haruki Murakami Útgáfurár: 2009 Bókin er í raun samansafn þriggja bóka. Gríðarmikið verk sem hefur farið sigurför um heiminn. Kona í hvarfpunkti eftir Nawal El Saadawi Útgáfuár: 2019 Firdaus hefur verið dæmd til dauða fyrir morð. Hún segir sögu sína nóttina fyrir aftökuna. Egypsk, femínísk klassík sem afhjúpar undirokun kvenna í samfélögum Austurlanda nær eftir höfund sem hefur verið á dauðalistum íslamskra öfgahópa. Mergjuð skáldsaga. Framúrskarandi vinkona eftir Elenu Ferrante Útgáfuár: 2015 Framúrskarandi vinkona segir frá vinkonunum Elenu og Lilu, uppvaxtarárum þeirra í alþýð- legu hverfi í Napólí, á sjötta ára- tugnum, þegar heimurinn er að taka miklum stakkaskiptum. Þetta er saga af vináttu, umbreytingum og lífsins gangi. Elena Ferrante er einn vinsælasti höfundur Ítalíu um þessar mundir, og bækur hennar eru þýddar á ótal tungumál. Ferr- ante fer huldu höfði, hefur aldrei veitt viðtöl eða komið fram. Í bréfi til útgefanda síns hefur hún sagt að bækurnar tali fyrir sig sjálfar og þurfi hennar ekki lengur með. Bróðir eftir Halldór Armand Útgáfuár: 2020 Saga þeirra systkina Tinnu og Skorra var saga um hrylling og of- beldi ástarinnar, þetta var saga um grimmd örlaganna, þetta var saga um það hversu lítið manneskjur hafa um það að segja hvernig líf þeirra fer. En þetta var líka saga um venjulegan mann. Mann sem hafði – til að orða það groddalega – drepið systur sína og vildi að ég skrifaði um það til þess að heimurinn vissi að honum hefði aldrei gengið nema gott eitt til. Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur Útgáfuár: 2012 Dag einn vaknar Eyja í sjávarþorpi vestur á landi, nýgift drykkfelldum karli sem er tuttugu árum eldri en hún. Þau búa á rauðu svæði, ör- fáum skrefum frá rústunum þar sem snjóflóð féll skömmu áður og hreif með sér nítján mannslíf. Röskar konur taka höndum saman til að koma ungu konunni frá eigin- manninum og í annað land, í sam- floti með skíðadrottningu sem á ekki til orðið uppgjöf í orðaforða sínum. Löngu síðar skrifar Eyja sig aftur á sama stað til að reyna að skilja fortíðina, skáldskapinn í lífinu, fjölskyldu sína og þýðingu þess að vera skáldkona. 28 FÓKUS Ég er dálítill lestrarhest-ur og hef alltaf verið. Bæði er ég mjög for- vitin um alla mögulega hluti og svo finnst mér gaman að komast inn í hugarheim ann- arra. Það að festast í vel gerðri sögu er einhver besta tilfinning sem ég veit um,“ segir Björg sem sjálf hefur skrifað skáldsögu og hand- rit að sjónvarpsþáttum sem slegið hafa í gegn. „Fyrsta alvöru bókin sem ég man eftir að hafa smyglað með mér undir sæng var verkið Dauðarósir eftir Arn- ald Indriða, sem hefst á því að lík ungrar stúlku finnst á leiði Jóns Sigurðssonar skömmu eftir hátíðarhöld 17. júní. Eftir þann lestur leið mér, 13 ára stúlkunni, eins og ég væri orðin fullorðin,“ segir Björg og hlær sínum bjarta hlátri. Hún segist ómögulega geta sagt hvaða bók hún myndi gefa óvini sínum. „Ef þetta væri raunverulegur óvinur ætti viðkomandi aldrei skilið að fá bók.“ Björg er jákvæðnin uppmál- uð að eðlisfari og segir kófið ekki vera aðeins myrkur og ömurð. „Það jákvæða við kófið er klárlega að hafa aukinn tíma í lestur.“ Aðspurð um hvaða jólabæk- ur heilli hana í ár segir Björg að það sé af nægu spennandi að taka. „Fyrir utan Bróður eftir Halldór Armand er ég spennt að lesa Blóðberg eftir Þóru Karítas, 107 Reykjavík eftir Auði Jóns og Birnu Önnu, Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Eldana eftir Sigríði Hagalín, Vetrarmein eftir Ragnar Jónasson og Hans- dætur eftir Benný Sif,“ segir Björg með sneisafullt nátt- borð – hálfgert hlaðborð fyrir hugann. n Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Umsögn: „Murakami hefur verið uppáhaldsrithöfundurinn minn mjög lengi. Eins furðulega og það hljómar líður mér alltaf eins og hann sé að skrifa bara fyrir mig, ég tengi sjúklega við bækurnar hans. Hann á margar góðar en biblían er klárlega 1Q84 sem er einhver magnaðasta bók sem ég hef lesið.“ Umsögn: „Ég er aðdáandi Angúst- úru sem gefur út vel valdar sögur sem sýna manni eitthvað nýtt um heiminn. Af mörgum góðum vil ég nefna Konu í hvarfpunkti sem er vel strúktúreruð saga um hrylli- legar raunir konu í sterkbyggðu feðraveldi Egyptalands. Stíllinn er geggjaður. Ég hef mælt með þessari víða og finnst ástæða til að halda því áfram.“ Umsögn: „Bókaflokkurinn um El- enu og Lilu er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ferrante kjarnar ótrúlega vel vinkonusamband yfir lengri tíma með tilheyrandi hæðum og lægð- um. Karakterarnir eru frábærir. Öll rammgölluð en á sama tíma skilur maður þau og heldur með þeim. Rúsínan í pylsuendanum er auð- vitað að fá að ferðast um Napólí og Ítalíu gegnum bækurnar.“ Umsögn: „Halldór Armand hefur verið kallaður rödd sinnar kyn- slóðar og mér finnst það réttnefni. Fjórða bókin hans Bróðir, sem var að koma út, er í einu orði sagt frábær. Vel uppbyggð saga með þrívíðum karakterum sem maður sogast að. Í Bróður er líka heil- mikil heimspeki og pælingar. Fær mann til að hugsa.“ Umsögn: „Auður er einn albesti höfundur okkar Íslendinga. Bókin hennar Ósjálfrátt sem kom út árið 2012 hafði mikil áhrif á mig, sem verður ekki lýst með orðum hér og nú. Brjálæðislega vel skrifuð, manneskjuleg og einlæg bók sem fer alveg inn að kviku.“ Björg Magnúsdóttir á auðvelt með að koma fyrir sig orði bæði í sjónvarpi og á prenti. MYND/SAGA SIG 4. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.