Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 18
18 EYJAN Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason eyjan@eyjan.is Þ egar atvinnuauglýs-ingum dagblaðanna er flett þessa dagana blasir við fjöldi auglýsinga um lausar stöður hjá ríki og sveitarfélögum. Þrátt fyrir gríðarlegan samdrátt í skatt- tekjum er hvergi slegið af við skipanir og ráðningar hjá hinu opinbera. Á sama tíma berast daglega fréttir af fjölda upp- sagna á einkamarkaðnum. Ég gerði að umtalsefni í liðinni viku hér á þessum vettvangi hvernig stjórn- málaflokkarnir virtust orðn- ir samdauna „kerfinu“ enda reknir með ríkisstyrkjum og þá hefðu ráðherrar og þingmenn á að skipa meira en fimmtíu póli tískum að- stoðarmönnum. Segja mætti að „stjórnmálastéttin“ fari sístækkandi. Allt frá því á áttunda áratug síðustu aldar hefur ráðherrum verið heim- ilt að ráða til sín póli tíska að- stoðarmenn en fyrir fáeinum árum var samþykkt „heimild“ í lögum til fjölgunar þeirra þannig að hver ráðherra um sig gæti haft tvo aðstoðar- menn. Þessi „heimild“ er nú fullnýtt og metið í aðstoðar- mönnum á Katrín Jakobsdótt- ir forsætisráðherra þar sem starfandi hafa verið fimm pólitískir aðstoðarmenn og blaðafulltrúi að auki, en þrír þessara aðstoðarmanna eru titlaðir „aðstoðarmenn ríkis- stjórnarinnar“. Langir starfstitlar Einn þessara þriggja að- stoðarmanna lét af störfum nýverið en það var Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, en hún starfaði sem „tengi- liður milli ráðherra og sér- fræðinganefndar“ um stjórn- arskrármál eins og það var orðað. Þá hafði henni einnig verið falið að sinna ýmsum öðrum „þverfaglegum verk- efnum“. Unnur Brá er nú komin í annað starf á vegum stjórn- sýslunnar en hún hefur verið skipuð formaður „stýrihóps til að annast umsjón og samþætt- ingu allra þátta skipulags við framkvæmdir vegna uppbygg- ingar Landspítala við Hring- braut“. Unnur er greinilega fjölhæf því hún hafði einnig verið skipuð til að „tryggja samhæf- ingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, tryggja yfirsýn yfir verkefnið [þ.e. loftslagsmál] í heild sinni og annast eftirfylgni með fram- gangi loftslagsmála í heild, í samræmi við sáttmála ríkis- stjórnarinnar“. Heimildarmenn höfundar telja líklegt að Unnur Brá stefni að þingframboði á nýjan leik á ári komanda og að hún muni þá sækjast eftir oddvita- sæti Sjálfstæðisflokks í Suður- kjördæmi. Umfangsmikið forsætisráðuneyti Eftir höfðinu dansa limirnir og ekki vonlegt að hagræðing í opinberum rekstri sé mikið uppi á borðum þegar skrifstofa valdamesta embættis landsins fer sífellt stækkandi. Því má þó velta upp hvort nokkur þörf sé á miklu starfsliði í forsætis- ráðuneytinu. Ef við hverfum aftur til ársins 1988, þegar Þorsteinn Pálsson var forsæt- isráðherra, þá voru starfsmenn ráðuneytisins aðeins fimmtán að meðtöldum ráðherranum. Stöðugildi í forsætisráðuneyt- inu hjá Jóhönnu Sigurðardótt- ur voru 35 árið 2010. Í janúar 2016, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson átti þrjá mánuði eftir á stóli forsætisráðherra, voru starfsmenn ráðuneytisins 44 talsins. Réttu ári síðar hafði þeim fjölgað um tvo. Þeir voru orðnir 49 í ársbyrjun 2018 og 54 nú. Athygli vekur að meðal starfsmanna ráðuneytisins eru þrír fyrrverandi þing- menn Samfylkingarinnar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Róbert Marshall og Bryn- dís Hlöðversdóttir. Steinunn Valdís hefur starfstitilinn skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála, Róbert er upp- lýsingafulltrúi ríkisstjórnar- innar og er skráður á skrif- stofu yfirstjórnar og Bryndís Hlöðversdóttir er síðan ráðu- neytisstjóri. Bryndís var þingmaður Al- þýðubandalagsins og síðar Samfylkingarinnar 1995– 2005. Róbert sat á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2009 og Bjarta framtíð 2013–2016. Steinunn Valdís var þingmað- ur Samfylkingar 2007–2010. Alls eru tíu manns með starfstitilinn lögfræðingur í ráðuneytinu og fimmtán eru „sérfræðingar“. Sex bera starfsheitið skrifstofustjórar, stjórnarráðsfulltrúar eru tveir, einn alþjóðafulltrúi, einn skjalastjóri, einn verk- efnastjóri og einn ber titilinn „ritari þjóðaröryggisráðs“. Þá er einn starfsmaður titlaður „stefnumótunarsérfræðingur“ á „skrifstofu stefnumála“. Er nokkur „þörf“? Í fjárlagaumræðunni fyrir ári gagnrýndi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, að lögð væri til tæplega 40% aukning á fram- lögum til forsætisráðuneytis milli ára. Þá átaldi hann enn fremur að starfsmönnum ráðuneytisins hefði fjölgað um þriðjung á örfáum árum, þar á meðal hefðu allar heimildir til skipunar aðstoðarmanna verið fullnýttar og sagði hann ríkisstjórnina láta allt snúast „fyrst og fremst um kerfið og sjálfa sig“. Í kjölfar fjölgunar starfs- fólks forsætisráðuneytis hef- ur verið kallað eftir stærra húsnæði en í samkeppnis- lýsingu vegna 1.200 fermetra viðbyggingar sagði orðrétt: „Byggja þarf viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið í Lækjar- götu ...“ Rétt er að staldra við þetta orðalag og spyrja fyrst hvort nokkur þörf sé á öllum þeim fjölda embættismanna sem skipaðir hafa verið til starfa í forsætisráðuneyt- inu undanfarin ár. Undir lok níunda áratugarins nægðu ráðuneytinu fimmtán starfs- menn. Sá samanburður er kannski ósanngjarn þar sem opinber stjórnsýsla er orðin umfangsmeiri. Hvað sem því líður þá voru starfsmennirnir mun færri fyrir aðeins áratug og rétt að velta því upp hvort ekki væri möguleiki á að fara betur með opinbert fé og hag- ræða í rekstri forsætisráðu- neytis. Yrði það gert kæmi kannski í ljós að engin „þörf“ er á fyrirferðarmikilli við- byggingu við eitt elsta stein- hús landsins sem reist var á árunum 1765–1770. Auk þess að þrengja að margra mati um of að hinu aldna húsi þá kann svo að fara að viðbyggingin verði hreinlega álitin minnis- varði um bruðl í opinberum rekstri. n Nú stendur fyrir dyrum stækkun Stjórnarráðs- hússins um 1.200 fer- metra. MYNDIR/ STJÓRNARRÁÐ ÍSLANDS SKOÐANAPISTILL FIMM PÓLITÍSKIR AÐSTOÐARMENN HJÁ KATRÍNU JAKOBSDÓTTUR Umfang forsætisráðuneytisins hefur aukist mikið síðustu ár. Þrír fyrrverandi þingmenn Samfylkingar eru starfandi í ráðuneytinu. Fyrirhuguð er 1.200 fermetra viðbygging. 4. DESEMBER 2020 DV Hin nýja viðbygging þrengir verulega að einu elsta steinhúsi landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.