Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 20
COVID-lífið í einangrun: LISTAVERKIN Á MATARDISKNUM BJÖRGUÐU GEÐHEILSUNNI Hjúkrunarfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ásthildur Björnsdóttir losnaði nýverið úr 27 daga einangrun eftir að hafa smitast við vinnu sína á Reykjalundi. Hún varð ekki mikið lasin en einangrunin tók svo sannar- lega á. Feðginin „frammi“ töfruðu daglega fram listaverk til að gleðja sína konu. É g starfa sem hjúkrunar-fræðingur á Reykja-lundi og smitaðist í vinnunni,“ segir Ásthildur að- spurð út í aðdraganda lengsta mánaðar lífs síns. „Fór strax í sóttkví eftir að vinnu lauk á sunnudagskvöld- inu og fyrstu einkenni komu fram á miðvikudeginum. Fór í skimun á fimmtudeginum og fékk COVID-símtalið seinni- partinn þarna á fimmtudeg- inum þar sem staðfest var að ég væri smituð – en ég átti alveg von á því þar sem ég hafði verið mjög útsett þarna nokkrum dögum fyrr í vinnunni. Fyrst í stað átti ég að vera í tvær vikur í einangr- un sem svo var framlengt þar sem ég var enn með einkenni – endaði að lokum í 27 dögum í einangrun.“ Fjölskyldan leitaði skjóls „Heimilið fer algjörlega á hliðina þegar einn á heimil- inu er smitaður en hinir ekki. Þetta þýddi einnig að allir aðr- ir fóru í sóttkví með tilheyr- andi reglum og kvöðum tengd- um því. Það sem bjargaði því að ég fékk að vera heima er að við erum með gestasalerni sem ég ein var með aðgang að. Þegar ég þurfti að komast á snyrtinguna krafðist það ein- mitt skipulags og undirbúning áður en ég fór út úr herberg- inu sem byrjaði á að haldinn var örfundur á FaceTime þar sem ég lét fjölskyldumeðlimi vita að ég væri væntanleg fram og þau settu upp grímur og leituðu skjóls,“ segir Ást- hildur sem er með eindæmum jákvæð. Daglegar baðferðir voru hins vegar ekki í boði þar sem engin sturta er inni á gesta- salerninu. „Úr varð að þau notuðu sturtuna en ég fékk aðgang að baðkarinu en það þýddi mikil þrif þegar ég fór í baðið því að það varð að sótt- hreinsa allt herbergið, bæði af mér og svo þurftu þau að koma inn og spritta aftur yfir alla snertifleti.“ Ásthildur vandaði til verka og þekkir í gegnum starf sitt hve mikilvægt er að gæta ýtr- ustu varkárni við smitvarnir. „Svona aðstæður krefjast mikilla smitvarna og hrein- lætis upp á 10 frá öllum á heimilinu til að forðast frek- ara smit, sem við náðum að gera en þau sluppu við smit.“ Fékk lítinn hita Ásthildur segist ekki hafa orðið mikið veik og fékk til að mynda aðeins 37,9 stiga hita í nokkrar klukkustundir daginn sem fyrstu einkenni komu fram en alla hina dag- ana var hún hitalaus. „Ég fékk samt sem áður ýmis einkenni sem komu fram á mismunandi tímabilum í þessu ferli. Ein- kenni eins og til dæmis háls- særindi, hósta, kvefeinkenni eins og nefrennsli í tíma og ótíma, hellu fyrir eyrun, mis- slæman höfuðverk, ógleði, svima, mikinn slappleika og þreytu, mæði við minnstu áreynslu, augnsýkingu, niður- gang, mikinn hroll, beinverki Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is og húðverki, þrátt fyrir að vera ekki með neinn hita,“ en venjulega eru eymsli í húð fylgikvilli hita. „Svo brenglaðist bragð- og lyktarskyn þannig að fyrst fann ég eingöngu hryllilega vont bragð af öllu og fann bara megna bensínlykt. Það breyttist svo sem betur fer yfir í að finna ekkert bragð né lykt sem er skárra en að finna ógeðslyktina og svo fór það yfir í – og er enn, að ég finn smá lykt og bragð en ekki eins og var áður,“ segir Ásthildur sem er mikil smekkkona á mat og sannkölluð listakona í eldhúsinu. Einmanaleikinn „Það sem var erfiðast í öllu þessu ferli voru ekki veikindin sjálf heldur miklu frekar þessi langa einmanalega einangrun. Að vera innilokaður í litlu herbergi og stara á veggina og mega ekki koma nálægt fólkinu sínu reyndi alveg tölu- vert á, bæði mig og eins á hina fjölskyldumeðlimina. Fyrir þá að vita af sínum nánasta þarna innilokuðum og mega ekki koma nálægt honum. Einnig hafði ég alltaf áhyggjur yfir því að stofna þeim í hættu með því að smita þau í hvert sinn sem ég þurfti á snyrtinguna og eins þegar dyrnar voru opnaðar þegar ég fékk matar- sendingarnar.“ Ásthildur segist hafa fundið sterkt fyrir því hvað litlu hversdagslegu hlutirnir gefa manni mikið. Líkt og að sitja til borðs með fjölskyldunni, fara sjálf fram og fá sér að borða þegar maður vill. „Í þessum aðstæðum verður fólk algjörlega upp á aðra komið. Litlir hlutir eins og að fara út fyrir hússins dyr í stuttan göngutúr eru ekki í boði. Heimur manns, lífsgæðin og frjálsræðið verður innsiglað inni í því rými sem einangr- unin á sér stað í.“ Dagdraumar um fjöll Ásthildur reyndi að láta dag- ana líða en inniveran reyndist þessari orkumiklu íþrótta- konu erfið. Ástríður starfaði um árabil sem einkaþjálfari og er sannarlega ekki sú teg- und sem getur sleppt hreyf- ingu auðveldlega. „Ég hafði hundana mína tvo mér til mikillar ánægju, fór langleið- ina með að klára Netflix, öll símtölin styttu svo sannarlega stundirnar, þegar ég komst í bað þá reyndi ég að vera eins lengi í því og ég gat til að láta daginn líða. Ég gat ekkert les- ið en þar sem ég elska að fara í fjallgöngur úti í náttúrunni að þá fannst mér dásamlega skemmtilegt að skoða flottar myndir af landslagi, fjöllum og náttúru á Instagram og Facebook og lét mig dreyma um að komast á fjöll og fékk hugmyndir að skemmtilegum fjallgöngum.“ Þörfin fyrir hreyfingu fékk litla sem enga útrás. „Það reyndi líka mjög mikið á hversu litla hreyfingu ég fékk allan þennan tíma. En ég er að öllu jöfnu mjög líkamlega virk en ég stunda mikla hreyf- ingu og það skemmtilegasta sem ég geri er að fara í fjall- göngur. Þennan tíma var eina hreyfingin sem ég fékk þegar farið var á snyrtinguna og svo reyndi ég að fara út í garð einu sinni á dag og gekk þar fram og til baka í smástund.“ Hápunkturinn Feðginin Birgir Gunnarsson eiginmaður Ásthildar og dótt- ir þeirra Ásta Rakel hugsuðu sannarlega vel um sína konu og föndruðu dýrindis máltíðir stundum oft á dag. Ásthildur deildi myndum af matarbökk- unum á samfélagsmiðlum á meðan á einangruninni stóð og biðu vinir hennar margir spenntir eftir mynd dagsins. „Hápunktar allra daganna voru þegar ég fékk matar- bakkann inn í herbergið nokkrum sinnum á dag. Þar sem bragðskynið var annað- hvort ekkert eða brenglað þá skipti öllu máli að maturinn væri fallega framreiddur og nógu litríkur fyrir augað. Þau sáu fljótt hvað máltíð- irnar vöktu mikla lukku hjá mér og þegar bragð- og lyktar- skynið var ekki til staðar þá skipti svo sannarlega miklu máli hvernig maturinn leit út. Þegar bragðskynið var farið þá fékk ég æði fyrir því að borða Lay’s saltaðar kartöflu- flögur, ekki að ég fyndi neitt bragð – heldur var áferðin svona líka skemmtileg að narta í.“ Bragðskyn og lyktarskyn getur breyst mjög samfara því að fá veiruna og er eitt helstu einkenna hennar. „Ég virðist þola sterkan mat betur núna þar sem bragðskynið er ekki alveg komið aftur til baka. Finn stundum lykt og stundum ekki – eins og lyktarskynið sé 20 FÓKUS 4. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.