Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 30
30 FÓKUS MUNUM DAGBÓKIN Munum dagbókin er hönnuð til að hámarka líkur á árangri með því að auðvelda markmiðasetningu, tímastjórnun, hvetja til framkvæmda og efla jákvæða hugsun. Í bókinni eru leiðbeiningar um hvernig þú setur þér markmið og stjórnar tíma þínum betur. Þú setur þér markmið fyrir hvern mánuð, viku og daginn. Það eru einnig verkefnalistar/forgangsatriði fyrir hvern dag og þakklætisgluggi og hvatningarorð fyrir hverja viku. Þú getur keypt bókina í Pennanum, A4, Forlaginu, Máli og menningu, Hrím, Heimkaupum, Bóksölu stúdenta og á Munum-utgafa.myshopify.com. RAKEL TÓMAS DAGBÓKIN Listakonan Rakel Tómasdóttir hefur undanfarin ár hannað og gefið út skipulagsdagbækur sem hafa notið mikilla vinsælda. Einföld hönnun fær að njóta sín en aðalatriðið er að notandinn hafi nóg pláss fyrir sínar eigin hugmyndir og plön. Listaverk Rakelar fá einnig að njóta sín í bókinni og er hún einstaklega falleg. Bókin fæst á RakelTomas.com og í Studio Rakel Tomas á Grettisgötunni. Bókin fæst einnig í Epal og Hrím. SKIPULAGSBÓKIN FRÁ PRENTSMIÐI Prentsmiður hannaði skipulagsdagbók í samstarfi við þjálfarann og áhrifa- valdinn Alexöndru Sif Nikulásdóttur. Það er hægt að kaupa bókina bæði með eða án dagsetninga. Það er einnig hægt að kaupa auka blöð í bókina og ef þú keyptir bókina í fyrra þá geturðu nýtt kápuna og klemmuna og keypt bara innvolsið. BULLET JOURNAL Bullet Journal er ekki beint dagbók, heldur aðferð til að halda skipulagi. Í einni bók hefurðu yfirlit yfir allt sem þú þarft að skipuleggja. Eina sem þú þarft er bók og penni, en margir nota alls konar skrautpenna, yfirstrik- unarpenna, límmiða og fleira til að skreyta dagbókina. Það besta við Bullet Journal er að þú ræður alfarið hvernig bókin er sett upp, því hún er tóm og punkta- strikuð. Það eru engar reglur, þú ræður hvað þú skráir niður og hvernig þú hefur hana. Þú getur lesið meira um „bullet journaling“ á bulletjournal.com. Það er til dæmis hægt að kaupa Bullet Journal frá Rhodia í A4, Dingbats í Máli og menningu eða Bóksölu stúdenta og Moleskine í Eymundsson. Blaðamaður DV ræddi við meðlimi Facebook-hópsins Íslenskir Planners (Dagbækur/Skipulag). PERSONAL PLANNER Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta persónu- leg dagbók, það er að þú sníður hana algjörlega að þínum þörfum. Þú ræður hvernig síðurnar eru settar upp, hvers konar aukasíður þú vilt. Þú getur til dæmis valið um síður til að fylgjast með markmiðum, fjárhag, ferðalögum og venjum. Það eru einnig síður sérstak- lega fyrir nemendur og kennara. Personal Planner er sænskt fyrirtæki og vegna þess hversu vinsæl bókin hefur verið meðal Íslendinga er hægt að hafa stóran hluta hennar á íslensku. Það er hægt að panta Perso- nal Planner á PersonalPlanner.com. ERIN CONDREN Erin Condren bækurnar hafa notið mikilla vinsælda hjá þeim sem myndu teljast sem harðkjarna dag- bókaraðdáendur. Þú getur sniðið bókina að miklu leyti að þínum þörfum. Helsti gallinn við bókina að hún er dýrari en margar aðrar dagbækur. Þú getur lesið meira um bókina og pantað hana á erincondren.com. VERTU MEÐ SKIPULAGIÐ Á HREINU Á NÆSTA ÁRI Við leituðum til íslenskra áhugakvenna um dagbækur og skipulag og spurðumst fyrir um hvaða dagbókum þær mæli með. Það ættu allir að geta fundið bók við sitt hæfi. 4. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.