Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 38
38 SPORT 433 Fullkomnar jólagjafir fyrir KNATTSPYRNU- BULLUNA Þegar líða fer að jólum er gott að huga að jólagjöfum fyrir ástvini sína og er knatt- spyrnuáhugafólk þá líklegt til að þrá gjöf sem tengist áhugamálinu. Jólin eru yfir- leitt mikil hátíð fyrir allt fótboltaáhugafólk með hlaðborði af leikjum í enska bolt- anum nánast daglega í desember. Hægt er að gleðja þetta fólk með fjölbreyttum gjöfum, til dæmis með því að gefa góða bók eða bjóða viðkomandi á leik í enska boltanum – hvenær sem það nú verður. 4. DESEMBER 2020 DV SPIL Það er hefð hjá mörgum að grípa í spil yfir jólin, það gæti reynst happafengur fyrir knattspyrnu- áhugafólk að fá spil tengt fótbolta. Spilið Beint í mark kom út fyrir jólin 2017 og er eflaust hægt að verða sér úti um það. Spilið Stjórinn kom út í kringum árið 2000 og er reglulega til sölu á veraldarvefnum. Spark er spil sem kom út árið 2005 og naut mikilla vinsælda, líkt og með Stjórann er spilið oft til sölu á veraldarvefnum eða í verslunum sem selja notaða hluti. Þá er til fjöldi erlendra spila sem knattspyrnuáhugafólk gæti skemmt sér yfir. ANNAÐ Til að horfa á fótbolta í sjón- varpi væri hægt að gefa ástvini nýtt sjónvarp, það er ekkert eins ánægjulegt og knattspyrnuleikur í nýju sjónvarpi. Þá er einnig til- valið að gefa áskrift af Stöð 2 Sport eða Símanum til að ástvinur þinn geti horft á fótbolta yfir há- tíð ljóss og friðar. Minjagripur sem tengist uppáhaldsliðinu gæti verið skemmtileg gjöf en mikill fjöldi þeirra er til í verslunum eða á veraldarvefnum. FERÐ Á LEIK Nú þegar sér fyrir hornið á COVID-19 faraldrinum er knattspyrnuáhugafólk farið að horfa til þess að komast aftur á leik í enska boltanum. Ef allt fer á besta veg gæti fólk farið að ferðast með nokkuð eðlilegum hætti í vor, enska úrvalsdeildin klárast í maí og þá gæti verið gaman að eiga bókaða ferð á leik með sínu uppáhaldsliði í enska boltanum. Í dag er hægt að bóka mjög ódýrt flug fyrir þennan árstíma þar sem möguleiki er á að breyta ferðinni ef faraldurinn heldur áfram að leika okkur grátt. Þá hefur gisting sjaldan verið á jafn góðu verði og nú, þá er hægt að bóka gistingu með möguleika á að afbóka ef ferðin verður ekki farin. Ferð á leik að gjöf ætti að hitta í mark hjá öllu knattspyrnuáhugafólki. BÆKUR Hátíð ljós og friðar kallar oftar en ekki á góða bók. Knattspyrnuáhuga- fólk getur lesið sér til gagns og gamans yfir jólin. Ár hvert kemur út bókin Íslensk knattspyrna sem Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, heldur utan um. Bókin er afar vegleg og er þar að finna allan fróðleik um knattspyrnuárið á Íslandi. Fleiri góðar bækur hafa vakið athygli fyrir jólin í ár en þar má nefna Í faðmi ljónsins, ástarsaga Íslendinga á enskri knatt- spyrnu. „Enska knattspyrnan er þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Við gleðj- umst og þjáumst yfir henni eins og hún væri okkar eigin og jafn sjálfsagt þykir að íslensk börn velji sér lið á Englandi og að þau gangi í skóla,“ segir í umfjöllun um bókina sem Orri Páll Ómarsson ritar. Þá eru til margar áhuga- verðar ævisögur knattspyrnumanna sem komið hafa út í gegnum árin, eftir andlát Diego Armando Maradona gæti það reynst fróðlegt að rifja upp hans litríku ævi en bókin um hann ber nafnið Ég er hann Diego. BÚNINGUR Þeir sem lifa fyrir fótbolta vilja alltaf vera í nýjustu treyjunni, treyjurnar eru ekki lengur bara notaðar þegar horft er á leiki heldur er líka farið að nota þær dagsdaglega. Frábært úrval er af treyjum hér á Íslandi og þá helst í verslun Jóa útherja. Einnig er leikur einn að kaupa slíka treyju á netinu og ætti hún að koma til landsins á örfáum dögum. Ekki láta ástvin þinn horfa á Liver- pool-leik í gamalli treyju, það er ekki töff.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.