Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2020, Blaðsíða 36
Dressin hennar Díönu lifna við í The Crown Það lítur út fyrir að Díana Spencer Bretaprinsessa muni sigra heiminn á ný í gegnum áströlsku leik- konuna Emmu-Louise Corrin í nýjustu seríu The Crown á Netflix. 23 ár eru frá því að prinsessan lést skyndilega í bílslysi aðeins 36 ára gömul. L eikkonan unga þykir sláandi lík Díönu prins-essu en þær eru einnig báðar hávaxnar. Díana var 178 cm en Corrin er 174 cm. Corrin er fædd 1995 og hafði ekki mikið leikið þar til hún hreppti hlutverk í þáttaröðinni un bresku konungsfjölskyld- una og þar með varð hún ein umtalaðasta leikkona heims. Mikið hefur verið lagt í alla umgjörð þáttanna en beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir að Díana yrði kynnt til leiks. Klæðnaður prinsess- unnar dáðu var saumaður eft- ir myndum og er oft um mjög nákvæma eftirlíkingu að ræða í þáttunum. Jafnvel minnstu smáatriði skína í gegn og má ætla að geysimiklar vinsældir þáttanna séu ekki síst raun- veruleikablænum að þakka sem fæst með svo nákvæmum eftirmyndum. Díana prinsessa var mjög vinsæl og þótti hún ákaflega glæsileg en um leið alþýðleg eins og sést oft á klæðnaði hennar. n Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is BRÚÐARKJÓLLINN Kjóllinn sem Díana gifti sig í 1981 var með hátt í 8 metra silkislóða. BARNSLEGA FRÚIN Klæðaburður Díönu var allt frá því að vera barnalegur upp í frúar- legur. PRINSESSAN OG LEIKKONAN Díana og Emma þykja sláandi líkar. Nefið þykir sérstaklega líkt sem og munnsvipur og augnlitur. FULLKOM- LEGA BLÁTT Klæðnaður- inn sem Dí- ana klæddist þegar þau Karl tilkynntu um trúlofun sína. BLEIKA DRESSIÐ Bleika dopp- ótta dressið sem Díana k l æ d d i s t í Á s t ral íu 1983. KÖFLÓTT Díana var li taglöð og glæddi höll- ina lífi. SMÁATRIÐI H u gað e r að hver ju s m á a t r i ð i í búninga- hönnuninni. 36 FÓKUS 4. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.